Hugvíkkandi lyf hjálpa ekki öllum Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 18. janúar 2023 18:00 Í gær kom út viðtal við frumkvöðulinn Söru Maríu Júlíudóttur. Sara María sá nýverið um uppsetningu ráðstefnu í Hörpunni um hugvíkkandi efni. Ráðstefnan var uppfull af fræðandi fyrirlestrum frá stærstu nöfnum rannsókna á hugvíkkandi efnum. Tilkoma ráðstefnunnar og það tækifæri sem hún gaf landsmönnum til að fræðast um efnin beint frá þessum rannsakendum gaf tækifæri til að lyfta umræðunni um efnin upp á hærra plan og fyrir það skal þakka. Viðtalið sem um ræðir hér fer þó allsendis í hina áttina og sem manneskja sem fylgist grannt með rannsóknum og þróun í þessum málaflokki get ég ekki orða bundist að leiðrétta ákveðnar rangfærslur sem fram koma í viðtalinu, því skaðlegar ef þær fá að lifa. Í viðtalinu segir Sara María efnin geta gagnast hverjum og einum til að finna rótina að því hvað er að í hvers lífi. Þessi fullyrðing stenst ekki skoðun. Ákveðnum hópum fólks er ráðið frá því að innbyrða efnin, þá sérstaklega fólki með sögu um geðrof, geðrofssjúkdóma eða með fyrstu gráðu ættingja með slíka sögu. Fleiri frábendingar fyrir notkun efnanna eru til staðar, mismunandi eftir efnum, s.s. notkun SSRI lyfja, ómeðhöndlaðir hjartasjúkdómar og fleira. Ennfremur er mjög einstaklingsbundið hvort efnin gagnist fólki þótt engar frábendingar séu til staðar. Persónuleiki fólks, tilfinningaþroski, kringumstæður, samband við lyfin, undirbúningur, stuðningur og væntingar hafa mikið að segja um það hvort efnin gagnist fólki. Hún talar ennfremur um að lyfin hjálpi fólki að finna rótina að því hvað er að í hvers lífi. Þarna er um stóra fullyrðingu að ræða, og sem ýjar að bata við þennan áfanga sem hún nefnir. Nú vil ég byrja á því að benda á að fullt af fólki í sársauka veit mætavel hver rót vanlíðunar sinnar er og þarf því ekki á því að halda að taka efni til að finna rótina. En jafnvel í þeim tilvikum þar sem fólk áttar sig á einhverjum sannleik sem skýrir sársauka þess, þá er merkingarlaust að finna þessa rót, ef svo ekkert meira er að gert. Það er vissulega vel þekkt að fólk sjái hlutina út frá nýjum sjónarhornum undir áhrifum þessarra efna, en það eitt og sér er í langflestum tilvikum ekki nóg til að fólk fái bót meina sinna. Það þarf að vinna með hlutina sína. Vegferðin hefst þegar ferðalagið endar, eins og sagt er. Og þarna kemur rúsínan í pylsuendanum. Hugvíkkandi lyf ein og sér eru engin lækning. Rannsóknir þær sem sagt var frá í Hörpunni voru rannsóknir á meðferð með aðstoð hugvíkkandi lyfja. Ekki á hugvíkkandi lyfjum. Það er mikilvægt að halda þessu til haga, sérstaklega þar sem ekki er hægt að komast í slíka meðferð á Íslandi í dag. Að hvetja til notkunar á hugvíkkandi lyfjum og taka svo til orða að segja alla geta fengið bót mála sinna með notkun þeirra er ábyrgðarlaust og skaðlegt. Það hvetur fólk í mikilli vanlíðan til að sækja sér þjónustu hjá fólki sem ekki hefur rétta menntun og þjálfun í að halda utan um sálmeinafræði þess og bregðast við á viðeigandi hátt ef eitthvað fer úrskeiðis. Fólki sem ekkert eftirlit er með, engir gæðastaðlar á þjónustu þess, og hvergi hægt að draga til ábyrgðar, fari það út fyrir verksvið sitt eða valdi skaða á annan hátt. Kapp er best með forsjá, og séu einhver þarna úti sem samt sem áður sjá fyrir sér að nýta sér eiginleika hugvíkkandi efna í viðleitni sinni til bata þá hvet ég fólk eindregið til þess að sækja sér undirbúning og fræðslu áður en ákvörðunin er tekin og ferlið sett í gang, því að því miður eru dæmin mýmörg, hér á landi sem annars staðar, að betur var heima setið en af stað farið. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hugvíkkandi efni Heilbrigðismál Heilsa Lyf Lilja Sif Þorsteinsdóttir Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær kom út viðtal við frumkvöðulinn Söru Maríu Júlíudóttur. Sara María sá nýverið um uppsetningu ráðstefnu í Hörpunni um hugvíkkandi efni. Ráðstefnan var uppfull af fræðandi fyrirlestrum frá stærstu nöfnum rannsókna á hugvíkkandi efnum. Tilkoma ráðstefnunnar og það tækifæri sem hún gaf landsmönnum til að fræðast um efnin beint frá þessum rannsakendum gaf tækifæri til að lyfta umræðunni um efnin upp á hærra plan og fyrir það skal þakka. Viðtalið sem um ræðir hér fer þó allsendis í hina áttina og sem manneskja sem fylgist grannt með rannsóknum og þróun í þessum málaflokki get ég ekki orða bundist að leiðrétta ákveðnar rangfærslur sem fram koma í viðtalinu, því skaðlegar ef þær fá að lifa. Í viðtalinu segir Sara María efnin geta gagnast hverjum og einum til að finna rótina að því hvað er að í hvers lífi. Þessi fullyrðing stenst ekki skoðun. Ákveðnum hópum fólks er ráðið frá því að innbyrða efnin, þá sérstaklega fólki með sögu um geðrof, geðrofssjúkdóma eða með fyrstu gráðu ættingja með slíka sögu. Fleiri frábendingar fyrir notkun efnanna eru til staðar, mismunandi eftir efnum, s.s. notkun SSRI lyfja, ómeðhöndlaðir hjartasjúkdómar og fleira. Ennfremur er mjög einstaklingsbundið hvort efnin gagnist fólki þótt engar frábendingar séu til staðar. Persónuleiki fólks, tilfinningaþroski, kringumstæður, samband við lyfin, undirbúningur, stuðningur og væntingar hafa mikið að segja um það hvort efnin gagnist fólki. Hún talar ennfremur um að lyfin hjálpi fólki að finna rótina að því hvað er að í hvers lífi. Þarna er um stóra fullyrðingu að ræða, og sem ýjar að bata við þennan áfanga sem hún nefnir. Nú vil ég byrja á því að benda á að fullt af fólki í sársauka veit mætavel hver rót vanlíðunar sinnar er og þarf því ekki á því að halda að taka efni til að finna rótina. En jafnvel í þeim tilvikum þar sem fólk áttar sig á einhverjum sannleik sem skýrir sársauka þess, þá er merkingarlaust að finna þessa rót, ef svo ekkert meira er að gert. Það er vissulega vel þekkt að fólk sjái hlutina út frá nýjum sjónarhornum undir áhrifum þessarra efna, en það eitt og sér er í langflestum tilvikum ekki nóg til að fólk fái bót meina sinna. Það þarf að vinna með hlutina sína. Vegferðin hefst þegar ferðalagið endar, eins og sagt er. Og þarna kemur rúsínan í pylsuendanum. Hugvíkkandi lyf ein og sér eru engin lækning. Rannsóknir þær sem sagt var frá í Hörpunni voru rannsóknir á meðferð með aðstoð hugvíkkandi lyfja. Ekki á hugvíkkandi lyfjum. Það er mikilvægt að halda þessu til haga, sérstaklega þar sem ekki er hægt að komast í slíka meðferð á Íslandi í dag. Að hvetja til notkunar á hugvíkkandi lyfjum og taka svo til orða að segja alla geta fengið bót mála sinna með notkun þeirra er ábyrgðarlaust og skaðlegt. Það hvetur fólk í mikilli vanlíðan til að sækja sér þjónustu hjá fólki sem ekki hefur rétta menntun og þjálfun í að halda utan um sálmeinafræði þess og bregðast við á viðeigandi hátt ef eitthvað fer úrskeiðis. Fólki sem ekkert eftirlit er með, engir gæðastaðlar á þjónustu þess, og hvergi hægt að draga til ábyrgðar, fari það út fyrir verksvið sitt eða valdi skaða á annan hátt. Kapp er best með forsjá, og séu einhver þarna úti sem samt sem áður sjá fyrir sér að nýta sér eiginleika hugvíkkandi efna í viðleitni sinni til bata þá hvet ég fólk eindregið til þess að sækja sér undirbúning og fræðslu áður en ákvörðunin er tekin og ferlið sett í gang, því að því miður eru dæmin mýmörg, hér á landi sem annars staðar, að betur var heima setið en af stað farið. Höfundur er sálfræðingur.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun