„Ósmekkleg fyrirsögn“ sem hefði ekki átt að birtast Bjarki Sigurðsson skrifar 17. janúar 2023 21:42 Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, segir fyrirsögnina hafa verið ósmekklega og því hafi henni verið breytt. Skjáskot/Vísir/Vilhelm Ritstjóri Viðskiptablaðsins segir fyrirsögn á skoðanapistli sem birtist í blaðinu í síðustu viku hafa verið ósmekklega. Beðist verður velvirðingar á fyrirsögninni í næsta tölublaði blaðsins en fyrirsögninni var breytt í netútgáfunni í gær. Í síðustu viku birtist skoðanapistill með fyrirsögninni „Ótímabært sáðlát“ í Viðskiptablaðinu. Pistillinn kom frá nafnlausa höfundinum Tý sem er einn af pistlahöfundum blaðsins. Við greinina var mynd af Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, en greinin fjallaði um að stuðningsmenn flokksins ættu ekki að fagna alveg strax þrátt fyrir útlit um gott gengi í skoðanakönnunum. Mörgum þótti samsetning fyrirsagnarinnar og myndarinnar ansi ósmekkleg og vöktu athygli á málinu á samfélagsmiðlum. Viðskiptablaðið getur verið low en þetta er einstaklega ósmekklegt pic.twitter.com/BoFlWg8Tdu— Stefán Pettersson (@Stebbipett) January 15, 2023 Fyrirsögninni var breytt daginn eftir yfir í „Ótímabær fögnuður“. Í samtali við fréttastofu segir Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, að upphaflega fyrirsögnin hafi verið ósmekkleg og því var henni breytt. „Það voru mistök að birta þessa fyrirsögn svona. Samlíkingin var bara léleg. Samlíkingin var í tengslum við ótímabæran fögnuð kjósenda Samfylkingarinnar á gengi flokksins í skoðanakönnunum. Þá notar þessi pistlahöfundur þessa samlíkingu sem var ósmekkleg. Það voru bara mistök að þetta hafi farið í gegn,“ segir Trausti. Hann segir að ritstjórn blaðsins muni biðjast velvirðingar á birtingunni í næsta tölublaði sem kemur út á fimmtudag. Þá hefur afsökunarbeiðni verið bætt við neðst við netútgáfu greinarinnar. Afsökunarbeiðnin sem er neðst í netútgáfu greinarinnar. „Fólk tengir þetta saman sem ég hef ákveðinn skilning fyrir. Hún hefði aldrei átt að fara svona í gegn. Stundum verða mistök í blaðamennsku,“ segir Trausti. Fjölmiðlar Samfylkingin Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Í síðustu viku birtist skoðanapistill með fyrirsögninni „Ótímabært sáðlát“ í Viðskiptablaðinu. Pistillinn kom frá nafnlausa höfundinum Tý sem er einn af pistlahöfundum blaðsins. Við greinina var mynd af Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, en greinin fjallaði um að stuðningsmenn flokksins ættu ekki að fagna alveg strax þrátt fyrir útlit um gott gengi í skoðanakönnunum. Mörgum þótti samsetning fyrirsagnarinnar og myndarinnar ansi ósmekkleg og vöktu athygli á málinu á samfélagsmiðlum. Viðskiptablaðið getur verið low en þetta er einstaklega ósmekklegt pic.twitter.com/BoFlWg8Tdu— Stefán Pettersson (@Stebbipett) January 15, 2023 Fyrirsögninni var breytt daginn eftir yfir í „Ótímabær fögnuður“. Í samtali við fréttastofu segir Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, að upphaflega fyrirsögnin hafi verið ósmekkleg og því var henni breytt. „Það voru mistök að birta þessa fyrirsögn svona. Samlíkingin var bara léleg. Samlíkingin var í tengslum við ótímabæran fögnuð kjósenda Samfylkingarinnar á gengi flokksins í skoðanakönnunum. Þá notar þessi pistlahöfundur þessa samlíkingu sem var ósmekkleg. Það voru bara mistök að þetta hafi farið í gegn,“ segir Trausti. Hann segir að ritstjórn blaðsins muni biðjast velvirðingar á birtingunni í næsta tölublaði sem kemur út á fimmtudag. Þá hefur afsökunarbeiðni verið bætt við neðst við netútgáfu greinarinnar. Afsökunarbeiðnin sem er neðst í netútgáfu greinarinnar. „Fólk tengir þetta saman sem ég hef ákveðinn skilning fyrir. Hún hefði aldrei átt að fara svona í gegn. Stundum verða mistök í blaðamennsku,“ segir Trausti.
Fjölmiðlar Samfylkingin Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira