Hagnaðardrifna verðbólgan Friðrik Jónsson skrifar 13. janúar 2023 16:30 Þegar hagfræðingar samtímans eru spurðir um samhengi verðmyndunar og ástæður verðbólgu eftir heimsfaraldur eru svörin flest á eina leið. Hökt í aðfangakeðjum, lækkun vaxta á heimsvísu, aukning peningamagns í umferð, sparnaður í heimsfaraldri, Úkraínustríð, vítahringur verðbólguvæntinga og verðlags og ósjálfbærar launahækkanir. Er það hending að hagfræðingarnir nefni þátt fákeppni, þögult verðsamráð fyrirtækja og aukna álagningu í verði vöru og þjónustu. Samkvæmt nýlegri hagrannsókn Roosevelt hugveitunnar í Bandaríkjunum voru hagnaðartölur fyrirtækja þar í landi þær hæstu í sjö áratugi á árinu 2021. Álagning fyrirtækja hefur jafnframt ekki mælst hærri í áratugi á sama tíma og verðbólgan nær fjörutíu ára hámarki. Nýtt hugtak hefur rutt sér til rúms í umræðunni: „hagnaðardrifin verðbólga“. En getur verið að slíkt eigi einnig við á Íslandi. Er verðbólgan hagnaðardrifin að hluta? Rekstrarreikningar fyrirtækja gefa okkur ákveðnar vísbendingar. 60% aukning hagnaðar á verðbólgutímum Samkvæmt mati BHM verður samanlagður rekstrarhagnaður fyrir afskriftir í viðskiptahagkerfinu (EBIDTA) á bilinu 790-980 milljarðar króna á árinu 2022 samanborið við 840 milljarða króna á metárinu 2021. Hagnaðartölurnar á árunum 2021 og 2022 eru þær hæstu á öldinni, hvort sem litið er til rekstrarhagnaðar á föstu verðlagi eða í hlutfalli við landsframleiðslu á ári hverju. Gangi hæsta mat bandalagsins fyrir árið 2022 eftir nemur hagnaðaraukningin tæplega 46% að raunvirði á tímabili lífskjarasamningsins 2018-2022. Vísbendingar eru um að álagning sé á uppleið en hlutfall rekstrarhagnaðar af tekjum fyrirtækja hefur heldur ekki mælst hærri en á árinu 2021, um 17%. Áhugavert er að hagnaðarhlutfallið hefur aldrei hækkað eins skarpt á milli ára eins og milli áranna 2020 og 2021. Er þetta í samræmi við þróunina í Bandaríkjunum. Verðbólguregndans í verslun? „Ég bið fyrir verðbólgu á hverjum degi...eins konar regndans..hver einasta prósenta í verðbólgu gerir okkur kleift að auka framlegð,“ sagði forstjóri bandaríska upplýsingatæknifyrirtækisins Iron Mountain Inc við fjárfesta árið 2018. Endurtók hann þetta á fjárfestaviðburði í september síðastliðinum og uppskar mikið fár í fjölmiðlum enda hafði forstjórinn þar með viðurkennt að hafa aukið álagningu í skjóli verðbólgu og hærri verðbólguvæntinga. Velta má fyrir sér hvort slíkt eigi við á Íslandi nú um stundir – m.ö.o. að fyrirtækin hafi nýtt sér skerta verðvitund neytenda, auknar verðbólguvæntingar og fákeppni til að hækka álagningu á heildarkostnað. Hér er áhugavert að skoða heild- og smásöluverslun sérstaklega. Samkvæmt rekstrarreikningum verslunarinnar tvöfaldaðist hagnaður eftir fjármagnsliði, afskriftir og tekjuskatt á árunum 2018-2021, á föstu verðlagi í milljörðum talið. Nam hagnaðurinn 2,6% af landsframleiðslu samanborið við 1,3% af landsframleiðslu á árinu 2018. Rekstrarreikningar benda til að meðalálagning sé að aukast og vísbendingar eru um að verslunin leiti nú leiða til að viðhalda eða auka arðsemi. Er þetta bersýnilegt í eldsneytissölu, en hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra nær tvöfaldaðist frá júní 2022 til desember 2022. Olíufélögin hafa ekki skilað lækkun heimsmarkaðsverðs til neytenda. Vísitala hagnaðar skaust fram úr vísitölu heildarlauna Vísitala hagnaðar, rekstrarhagnaður á vinnustund, hækkaði um 44% á einkamarkaði á árunum 2018-2021. Á sama tíma hækkaði vísitala heildarlauna um 19%. Framleiðni jókst nokkuð umfram laun á tímabilinu, heilt yfir. Áhugavert er hversu mikill munur er á hagnaðarvísitölunni og launavísitölunni í heild- og smásöluverslun og fjármála-og vátryggingastarfsemi. Vísitala heildarlauna í fjármála- og vátryggingastarfsemi hækkaði m.a. aðeins um 9% meðan vísitala hagnaðar hækkaði um 45%. Mikill ójöfnuður hefur skapast milli launafólks og fyrirtækjaeigenda í mörgum þeim atvinnugreinum sem krefjast sérfræðiþekkingar á Íslandi. Þessi mikli munur milli hagnaðaraukningar og launahækkana hefur gert að verkum að hlutdeild fyrirtækjaeigenda í verðmætasköpun hagkerfisins jókst töluvert á tímabilinu 2018-2021. Enn á eftir að gefa út framleiðsluuppgjör fyrir árið 2022 en líklegt er að hlutur fyrirtækjaeigenda hafi aukist enn frekar á árinu 2022 í helstu atvinnugreinum. Verða launahækkanir notaðar sem tylliástæða til verðhækkana? „Við þurfum aðeins að vakna,“ sagði fjármálaráðherra um áskoranirnar framundan á viðburði Viðskiptaráðs fyrir stuttu sem bar heitið „Hver bar ábyrgð á verðbólgunni“. Stefið var endurtekið og fyrirséð. Komið er að kjarasamningum og verkalýðshreyfingin virðist enn og aftur ekki skilja gangverk hagkerfisins. Fyrirtæki landsins eiga í kröppum dansi og mega illa við launahækkunum. Launahækkanir munu enn og aftur verða olía á eld verðbólgubálsins. Er þetta veruleg einföldun á samhengi verðmyndunar og þáttur launa í verðmyndum líklega ofmetinn og eins og sjá má af erindi formanns Viðskiptaráðs á viðburðinum er skortur á sjálfsrýni alger. Ef rýnt er í rekstrarreikninga fyrirtækja sést að launakostnaður er aðeins um fjórðungur kostnaðar fyrirtækja að meðaltali. Bilið er þó nokkuð breitt eða frá 9% af kostnaði í framleiðslu málma upp í 78% af kostnaði í atvinnumiðlun. Áhugavert er að launakostnaður er aðeins um 15% af kostnaði í smásöluverslun, að meðaltali. Stærstu áskoranir framundan Ákall markaðarins um jafna eða aukna arðsemi á næstu misserum, skert verðvitund og fákeppni gætu gert að verkum að verðbólgan verði enn frekar hagnaðardrifin en nú er. Hætt er við að launahækkanir verði notaðar sem tylliástæða fyrir verðhækkanir á næstunni en fátt bendir til a.ð umsamdar launahækkanir gefi ástæðu til verðhækkana heilt yfir. Mikilvægt er að verkalýðshreyfingin taki nú höndum saman um að verja kaupmátt almennings. Það verður ekki gert með kjarasamningum eingöngu heldur breiðri sátt um meginlínurnar, stórauknu verðlagseftirliti og baráttu gegn samráði og fákeppni á markaði. Hér þarf hið opinbera einnig að gera sitt með öflugu samkeppniseftirliti, aukinni neytendavernd og beitingu skattkerfisins. Stjórnvöld ættu jafnvel skammast að norskum hætti. Þá mætti Seðlabankinn beina sjónum sínum betur að þætti atvinnulífsins og hlut hagnaðardrifinnar verðbólgu í verðmyndun. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Jónsson Verðlag Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar hagfræðingar samtímans eru spurðir um samhengi verðmyndunar og ástæður verðbólgu eftir heimsfaraldur eru svörin flest á eina leið. Hökt í aðfangakeðjum, lækkun vaxta á heimsvísu, aukning peningamagns í umferð, sparnaður í heimsfaraldri, Úkraínustríð, vítahringur verðbólguvæntinga og verðlags og ósjálfbærar launahækkanir. Er það hending að hagfræðingarnir nefni þátt fákeppni, þögult verðsamráð fyrirtækja og aukna álagningu í verði vöru og þjónustu. Samkvæmt nýlegri hagrannsókn Roosevelt hugveitunnar í Bandaríkjunum voru hagnaðartölur fyrirtækja þar í landi þær hæstu í sjö áratugi á árinu 2021. Álagning fyrirtækja hefur jafnframt ekki mælst hærri í áratugi á sama tíma og verðbólgan nær fjörutíu ára hámarki. Nýtt hugtak hefur rutt sér til rúms í umræðunni: „hagnaðardrifin verðbólga“. En getur verið að slíkt eigi einnig við á Íslandi. Er verðbólgan hagnaðardrifin að hluta? Rekstrarreikningar fyrirtækja gefa okkur ákveðnar vísbendingar. 60% aukning hagnaðar á verðbólgutímum Samkvæmt mati BHM verður samanlagður rekstrarhagnaður fyrir afskriftir í viðskiptahagkerfinu (EBIDTA) á bilinu 790-980 milljarðar króna á árinu 2022 samanborið við 840 milljarða króna á metárinu 2021. Hagnaðartölurnar á árunum 2021 og 2022 eru þær hæstu á öldinni, hvort sem litið er til rekstrarhagnaðar á föstu verðlagi eða í hlutfalli við landsframleiðslu á ári hverju. Gangi hæsta mat bandalagsins fyrir árið 2022 eftir nemur hagnaðaraukningin tæplega 46% að raunvirði á tímabili lífskjarasamningsins 2018-2022. Vísbendingar eru um að álagning sé á uppleið en hlutfall rekstrarhagnaðar af tekjum fyrirtækja hefur heldur ekki mælst hærri en á árinu 2021, um 17%. Áhugavert er að hagnaðarhlutfallið hefur aldrei hækkað eins skarpt á milli ára eins og milli áranna 2020 og 2021. Er þetta í samræmi við þróunina í Bandaríkjunum. Verðbólguregndans í verslun? „Ég bið fyrir verðbólgu á hverjum degi...eins konar regndans..hver einasta prósenta í verðbólgu gerir okkur kleift að auka framlegð,“ sagði forstjóri bandaríska upplýsingatæknifyrirtækisins Iron Mountain Inc við fjárfesta árið 2018. Endurtók hann þetta á fjárfestaviðburði í september síðastliðinum og uppskar mikið fár í fjölmiðlum enda hafði forstjórinn þar með viðurkennt að hafa aukið álagningu í skjóli verðbólgu og hærri verðbólguvæntinga. Velta má fyrir sér hvort slíkt eigi við á Íslandi nú um stundir – m.ö.o. að fyrirtækin hafi nýtt sér skerta verðvitund neytenda, auknar verðbólguvæntingar og fákeppni til að hækka álagningu á heildarkostnað. Hér er áhugavert að skoða heild- og smásöluverslun sérstaklega. Samkvæmt rekstrarreikningum verslunarinnar tvöfaldaðist hagnaður eftir fjármagnsliði, afskriftir og tekjuskatt á árunum 2018-2021, á föstu verðlagi í milljörðum talið. Nam hagnaðurinn 2,6% af landsframleiðslu samanborið við 1,3% af landsframleiðslu á árinu 2018. Rekstrarreikningar benda til að meðalálagning sé að aukast og vísbendingar eru um að verslunin leiti nú leiða til að viðhalda eða auka arðsemi. Er þetta bersýnilegt í eldsneytissölu, en hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra nær tvöfaldaðist frá júní 2022 til desember 2022. Olíufélögin hafa ekki skilað lækkun heimsmarkaðsverðs til neytenda. Vísitala hagnaðar skaust fram úr vísitölu heildarlauna Vísitala hagnaðar, rekstrarhagnaður á vinnustund, hækkaði um 44% á einkamarkaði á árunum 2018-2021. Á sama tíma hækkaði vísitala heildarlauna um 19%. Framleiðni jókst nokkuð umfram laun á tímabilinu, heilt yfir. Áhugavert er hversu mikill munur er á hagnaðarvísitölunni og launavísitölunni í heild- og smásöluverslun og fjármála-og vátryggingastarfsemi. Vísitala heildarlauna í fjármála- og vátryggingastarfsemi hækkaði m.a. aðeins um 9% meðan vísitala hagnaðar hækkaði um 45%. Mikill ójöfnuður hefur skapast milli launafólks og fyrirtækjaeigenda í mörgum þeim atvinnugreinum sem krefjast sérfræðiþekkingar á Íslandi. Þessi mikli munur milli hagnaðaraukningar og launahækkana hefur gert að verkum að hlutdeild fyrirtækjaeigenda í verðmætasköpun hagkerfisins jókst töluvert á tímabilinu 2018-2021. Enn á eftir að gefa út framleiðsluuppgjör fyrir árið 2022 en líklegt er að hlutur fyrirtækjaeigenda hafi aukist enn frekar á árinu 2022 í helstu atvinnugreinum. Verða launahækkanir notaðar sem tylliástæða til verðhækkana? „Við þurfum aðeins að vakna,“ sagði fjármálaráðherra um áskoranirnar framundan á viðburði Viðskiptaráðs fyrir stuttu sem bar heitið „Hver bar ábyrgð á verðbólgunni“. Stefið var endurtekið og fyrirséð. Komið er að kjarasamningum og verkalýðshreyfingin virðist enn og aftur ekki skilja gangverk hagkerfisins. Fyrirtæki landsins eiga í kröppum dansi og mega illa við launahækkunum. Launahækkanir munu enn og aftur verða olía á eld verðbólgubálsins. Er þetta veruleg einföldun á samhengi verðmyndunar og þáttur launa í verðmyndum líklega ofmetinn og eins og sjá má af erindi formanns Viðskiptaráðs á viðburðinum er skortur á sjálfsrýni alger. Ef rýnt er í rekstrarreikninga fyrirtækja sést að launakostnaður er aðeins um fjórðungur kostnaðar fyrirtækja að meðaltali. Bilið er þó nokkuð breitt eða frá 9% af kostnaði í framleiðslu málma upp í 78% af kostnaði í atvinnumiðlun. Áhugavert er að launakostnaður er aðeins um 15% af kostnaði í smásöluverslun, að meðaltali. Stærstu áskoranir framundan Ákall markaðarins um jafna eða aukna arðsemi á næstu misserum, skert verðvitund og fákeppni gætu gert að verkum að verðbólgan verði enn frekar hagnaðardrifin en nú er. Hætt er við að launahækkanir verði notaðar sem tylliástæða fyrir verðhækkanir á næstunni en fátt bendir til a.ð umsamdar launahækkanir gefi ástæðu til verðhækkana heilt yfir. Mikilvægt er að verkalýðshreyfingin taki nú höndum saman um að verja kaupmátt almennings. Það verður ekki gert með kjarasamningum eingöngu heldur breiðri sátt um meginlínurnar, stórauknu verðlagseftirliti og baráttu gegn samráði og fákeppni á markaði. Hér þarf hið opinbera einnig að gera sitt með öflugu samkeppniseftirliti, aukinni neytendavernd og beitingu skattkerfisins. Stjórnvöld ættu jafnvel skammast að norskum hætti. Þá mætti Seðlabankinn beina sjónum sínum betur að þætti atvinnulífsins og hlut hagnaðardrifinnar verðbólgu í verðmyndun. Höfundur er formaður BHM.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun