Fyrsti Sunnlendingurinn loksins fæddur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. janúar 2023 07:15 Fjölskyldan með fyrsta Sunnlending ársins 2023, stúlku, sem kom í heiminn 8. janúar. Fyrir eiga þau Elínu, sem fæddist í október 2019. Aðsend Fyrsta barnið, sem fæddist á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi á árinu 2023 kom í heiminn 8. janúar en það var stúlka og er hún því fyrsti Sunnlendingur þessa nýja árs. Hún var 53 cm og 17,5 merkur. Foreldrarnir eru þau Matthildur María Guðmundsdóttir, stöðvarstjóri hjá Landsvirkjun á Sogssvæði og Oddgeir Eiríksson, vélaverktaki í eigin rekstri hjá Strá ehf. Fyrir eiga þau Elínu, sem er fædd 19. október 2019. Fjölskyldan býr í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. “Við áttum nú frekar von á því að fólk hefði verið búið að drífa í þessu á undan okkur. Það var langt liðið á árið þann 8. janúar. Ein amma barnsins hafði þó alltaf sagt að þetta yrði fyrsta barn ársins á Suðurlandi þannig að hún hafði rétt fyrir sér,” segir Matthildur og hlær. Matthildur var sett 29. desember en stúlkan lét bíða eftir sér til 8. janúar. Hún er fyrsta barn ársins 2023, sem fæðist á Suðurlandi. Ánægð með þjónustu fæðingardeildar HSU Matthildur segir að hjónin hafi verið mjög ánægð með alla þá þjónustu, sem þau fengu á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi (HSU) og þjónustuna í mæðraverndinni á heilsugæslustöðinni í Laugarási í Bláskógabyggð. “Herborg Pálsdóttir, ljósmóðir tók á móti stúlkunni á Selfossi en hún hafði einnig sinnt okkur í mæðravernd í Laugarási. Þjónustan var samfelld, fagleg og góð. Það var í raun tilviljun að Herborg væri á vaktinni þegar ég fór af stað því hún hafði verið í fríi einhverja daga á undan og höfðum við grínast með það að barnið kæmi ekki fyrr en Herborg væri komin aftur til vinnu. Við vorum mjög ánægð að hafa ljósmóður í fæðingunni sem ég þekkti vel og treysti. Einnig var til aðstoðar Gróa Sturludóttir ljósmóðir en hún hafði einmitt leyst Herborgu af í tvö skipti í mæðraverndinni og þekkti hún því einnig okkur foreldranna, sem var góð tilhugsun í fæðingunni,” segir Matthildur. Rakel Ásgeirsdóttir ljósmóðir sinnir nú heimaþjónustu fyrstu dagana eftir fæðingu eins og með fyrra barn þeirra hjóna. „Ljósmæðurnar hjá HSU eru allar svo yndislegar og gott að leita til þeirra til að fá aðstoð, stuðning og ráð,” bætir Matthildur við. 10 vatnsfæðingar 2022 Alls fæddust 56 börn á fæðingardeildinni á síðasta ári, 20 stúlkur og 36 drengir. Vatnsfæðingar voru 10. Þá voru 7 fæðingar á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum á nýliðnu ári og tvær fæðingar á Höfn í Hornafirði samkvæmt upplýsingum frá Björk Steindórsdóttur, yfirljósmóður hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Allt klárt til að fara heima af fæðingardeild HSU á Selfossi.Aðsend Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Hún var 53 cm og 17,5 merkur. Foreldrarnir eru þau Matthildur María Guðmundsdóttir, stöðvarstjóri hjá Landsvirkjun á Sogssvæði og Oddgeir Eiríksson, vélaverktaki í eigin rekstri hjá Strá ehf. Fyrir eiga þau Elínu, sem er fædd 19. október 2019. Fjölskyldan býr í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. “Við áttum nú frekar von á því að fólk hefði verið búið að drífa í þessu á undan okkur. Það var langt liðið á árið þann 8. janúar. Ein amma barnsins hafði þó alltaf sagt að þetta yrði fyrsta barn ársins á Suðurlandi þannig að hún hafði rétt fyrir sér,” segir Matthildur og hlær. Matthildur var sett 29. desember en stúlkan lét bíða eftir sér til 8. janúar. Hún er fyrsta barn ársins 2023, sem fæðist á Suðurlandi. Ánægð með þjónustu fæðingardeildar HSU Matthildur segir að hjónin hafi verið mjög ánægð með alla þá þjónustu, sem þau fengu á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi (HSU) og þjónustuna í mæðraverndinni á heilsugæslustöðinni í Laugarási í Bláskógabyggð. “Herborg Pálsdóttir, ljósmóðir tók á móti stúlkunni á Selfossi en hún hafði einnig sinnt okkur í mæðravernd í Laugarási. Þjónustan var samfelld, fagleg og góð. Það var í raun tilviljun að Herborg væri á vaktinni þegar ég fór af stað því hún hafði verið í fríi einhverja daga á undan og höfðum við grínast með það að barnið kæmi ekki fyrr en Herborg væri komin aftur til vinnu. Við vorum mjög ánægð að hafa ljósmóður í fæðingunni sem ég þekkti vel og treysti. Einnig var til aðstoðar Gróa Sturludóttir ljósmóðir en hún hafði einmitt leyst Herborgu af í tvö skipti í mæðraverndinni og þekkti hún því einnig okkur foreldranna, sem var góð tilhugsun í fæðingunni,” segir Matthildur. Rakel Ásgeirsdóttir ljósmóðir sinnir nú heimaþjónustu fyrstu dagana eftir fæðingu eins og með fyrra barn þeirra hjóna. „Ljósmæðurnar hjá HSU eru allar svo yndislegar og gott að leita til þeirra til að fá aðstoð, stuðning og ráð,” bætir Matthildur við. 10 vatnsfæðingar 2022 Alls fæddust 56 börn á fæðingardeildinni á síðasta ári, 20 stúlkur og 36 drengir. Vatnsfæðingar voru 10. Þá voru 7 fæðingar á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum á nýliðnu ári og tvær fæðingar á Höfn í Hornafirði samkvæmt upplýsingum frá Björk Steindórsdóttur, yfirljósmóður hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Allt klárt til að fara heima af fæðingardeild HSU á Selfossi.Aðsend
Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira