Boris, Brussel og bandarískir bændur Hanna Katrín Friðriksson skrifar 10. janúar 2023 12:31 Það sem Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins breska vann sér helst til frægðar áður en hann varð andlit Brexit, þrautagöngu bresku þjóðarinnar, var að skrifa skemmtisögur frá Brussel „höfuðborg Evrópusambandsins“ í breska fjölmiðla. Markmiðið var að sýna fram á fáránleika Evrópusamvinnunnar og helgaði tilgangurinn sannarlega meðalið. Fréttaritarinn lét þannig sannleikann ekki þvælast of mikið fyrir. Og skemmtilegar voru „fréttirnar“ oft. Til dæmis sú að Evrópusambandið vildi setja reglur um eina tiltekna smokkastærð sem átti að passa öllum. Líka sú að Evrópusambandið vildi banna beygða banana. Listinn er mun lengri. Þessar uppdiktuðu Evrópusambandsfréttir Boris Johnson komu upp í hugann núna þegar fjölmiðlar segja af því fréttir að loksins hafi bandarískir bændur fengið leyfi til að gera sjálfir við traktorana sína. Forsagan er sú að stórir framleiðendur traktora og annarra landbúnaðarvéla hafa komist upp með að hindra viðskiptavini sína í að gera við eigin vélar eða leita til sjálfstæðra verkstæða. Þetta hafa framleiðendur gert með því að selja ekki varahluti og láta það síðan hafa áhrif á ábyrgðarskilamála vélanna ef gert er við þær með varahlutum annarra framleiðenda. Þessi sigur bandarískra bænda mun vera hluti af baráttu stærri hreyfingar bandarískra neytenda sem krefjast þess að geta ráðið för með val á viðgerðum á eigin vöru. Þetta er risastórt hagsmunamál bandarískra neytenda sem um árabil hafa setið skör neðar en evrópskir neytendur þar sem Evrópusambandið hefur séð til þess að í gildi eru reglur sem skikka framleiðendur til að hafa varahluti á boðstólum fyrir neytendur og sjálfstæða rekstraraðila. Nokkuð sem skilar sér í lægra verði til neytenda fyrir utan þau sjálfsögðu réttindi að ráða för með eigin tæki. Það var ekki sigur bandarísku bændanna sem minnti mig á Boris Johnson. Og augljóslega ekki heldur sú vel þekkta staðreynd að Evrópusambandið passar upp á neytendur sína. Nei, það var þetta með að bandarískir framleiðendur gætu haldið neytendum, viðskiptavinum sínum, svona í heljargreipum sérhagsmunanna. Það hefði getað verið skáldskapur fréttaritarans í Brussel á sínum tíma. Svo er það áleitin spurning hvort breskir neytendur væru ekki í betri stöðu í dag hefði fréttaritarinn í Brussel haldið sig við staðreyndir. Höfundur er þ ingflokksformaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Brexit Viðreisn Evrópusambandið Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Sjá meira
Það sem Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins breska vann sér helst til frægðar áður en hann varð andlit Brexit, þrautagöngu bresku þjóðarinnar, var að skrifa skemmtisögur frá Brussel „höfuðborg Evrópusambandsins“ í breska fjölmiðla. Markmiðið var að sýna fram á fáránleika Evrópusamvinnunnar og helgaði tilgangurinn sannarlega meðalið. Fréttaritarinn lét þannig sannleikann ekki þvælast of mikið fyrir. Og skemmtilegar voru „fréttirnar“ oft. Til dæmis sú að Evrópusambandið vildi setja reglur um eina tiltekna smokkastærð sem átti að passa öllum. Líka sú að Evrópusambandið vildi banna beygða banana. Listinn er mun lengri. Þessar uppdiktuðu Evrópusambandsfréttir Boris Johnson komu upp í hugann núna þegar fjölmiðlar segja af því fréttir að loksins hafi bandarískir bændur fengið leyfi til að gera sjálfir við traktorana sína. Forsagan er sú að stórir framleiðendur traktora og annarra landbúnaðarvéla hafa komist upp með að hindra viðskiptavini sína í að gera við eigin vélar eða leita til sjálfstæðra verkstæða. Þetta hafa framleiðendur gert með því að selja ekki varahluti og láta það síðan hafa áhrif á ábyrgðarskilamála vélanna ef gert er við þær með varahlutum annarra framleiðenda. Þessi sigur bandarískra bænda mun vera hluti af baráttu stærri hreyfingar bandarískra neytenda sem krefjast þess að geta ráðið för með val á viðgerðum á eigin vöru. Þetta er risastórt hagsmunamál bandarískra neytenda sem um árabil hafa setið skör neðar en evrópskir neytendur þar sem Evrópusambandið hefur séð til þess að í gildi eru reglur sem skikka framleiðendur til að hafa varahluti á boðstólum fyrir neytendur og sjálfstæða rekstraraðila. Nokkuð sem skilar sér í lægra verði til neytenda fyrir utan þau sjálfsögðu réttindi að ráða för með eigin tæki. Það var ekki sigur bandarísku bændanna sem minnti mig á Boris Johnson. Og augljóslega ekki heldur sú vel þekkta staðreynd að Evrópusambandið passar upp á neytendur sína. Nei, það var þetta með að bandarískir framleiðendur gætu haldið neytendum, viðskiptavinum sínum, svona í heljargreipum sérhagsmunanna. Það hefði getað verið skáldskapur fréttaritarans í Brussel á sínum tíma. Svo er það áleitin spurning hvort breskir neytendur væru ekki í betri stöðu í dag hefði fréttaritarinn í Brussel haldið sig við staðreyndir. Höfundur er þ ingflokksformaður Viðreisnar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun