Sigmundi slegið upp með Hitler og Mússólíní í Verzló Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2023 23:08 Sigmundi Davíð gleðst ekki að vera stillt upp með Adolf Hitler og Benító Mússólíní. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er allt annað en sáttur við að hafa birst með á glæru með frægustu fasistum sögunnar í kennslustund í Verslunarskóla Íslands. Á glæru sem Sigmundur segir hafa verið notaða við kennslu sést Sigmundur ásamt þeim Adolf Hitler og Benító Mússólíní undir yfirskriftinni „Nokkrir merkir þjóðernissinnar". „Foreldrar víða um lönd hafa áhyggjur af því sem börnum þeirra er kennt í skólum nú til dags. Það er ekki alltaf að ástæðulausu. Sums staðar hefur pólitískur áróður kennaranna tekið við af fræðslu,“ svo hefst færsla Sigmundar Davíðs, formanns Miðflokksins, á Facebooksíðu hans. Ástæða þess að Sigmundur ritar færsluna er sú að hann virðist hafa verið settur í hóp með þeim Adolf Hitler og Benító Mússólíní í kennsluefni í Verslunarskóla Íslands. „En einhverra hluta vegna sá kennari við Verzló ástæðu til að reyna að setja mig í hóp með A. H#**er og B. Mússólíní,“ segir hann. Ósvífin vanþekking eða illgirni Sigmundur Davíð segir margt að athuga við myndina sem hann lætur fylgja með færslunni og fyrirsögn á henni. Hann segir Hitler og Mússólíní að sínu viti hvorki teljast merka menn. Illu heilli séu þeir markverðir en engu að síður ómerkilegir, enda sé stjórnarfar þeirra eitthvert óhugnanlegasta dæmi um öfgar í mannkynssögunni. „Fyrir mann sem hefur frá upphafi verið í pólitík ekki hvað síst vegna trúar á skynsemishyggju og andúðar á hvers konar öfgum veldur ósvífin vanþekking eða illgirni eins og birtist í þessari kennslustund mér áhyggjum. Fyrst og fremst vegna þess að ég óttast hvaða önnur innræting eigi sér stað í skólunum,“ segir hann. Veltir fyrir sér hvort kennarinn viti ekki betur „Oft er boðskapurinn saminn af fólki sem gefur sig út fyrir að vera fræðimenn og sérfræðingar en er þó algjörlega heillum horfið í sérgrein sinni,“ segir Sigmundur Davíð og vísar til umræðu um flokksþing Framsóknarflokksins árið 2011, þegar Sigmundur Davíð var enn formaður flokksins. Þingið var haldið undir yfirskriftinni „Í vonanna birtu” og merki fundarins innihélt rísandi sól í fánalitunum. „Einn þeirra „sérfræðinga” sem enn er reglulega leitað til kallaði þetta klassískt fasískt tákn.„Sérfræðingurinn” var ekki betur að sér en svo að hann vissi ekki að rísandi sól er þvert á móti tákn ungmennafélaganna auk ýmissa baráttusamtaka af vinstri kantinum (t.d. Dagsbrúnar),“ segir Sigmundur Davíð. Þar vísar hann til skrifa Eiríks Bergmanns Einarssonar í Fréttatímanum á sínum tíma. Sigmundur Davíð segist ekki vita hvort kennsluefni kennarans stafi eingöngu af löngun til að afvegaleiða nemendur pólitískt eða hvort hann hafi sjálfur verið afvegaleiddur á yngri árum og viti bara ekki betur. „Í öllu falli byggist það ekki á neinu af því sem ég hef barist fyrir og mun berjast fyrir áfram, hvort sem það er íslenskur landbúnaður, mikilvægi sögu og menningar eða það að líta til skynsemishyggju í stórum viðfangsefnum eins og hælisleitendamálum, t.d. með því að nálgast danskra Sósíaldemókrata,“ segir Sigmundur Davíð. Fréttin hefur verið uppfærð eftir ábendingu Sigmundar Davíðs um að hann hafi í færslunni vísað til skrifa Eiríks Bergmanns en ekki Guðmundar Odds Magnússonar, líkt og ritað var upphaflega. Hann segir þó að þau skrif falli einnig að nokkru undir mál sitt. Skóla - og menntamál Miðflokkurinn Framhaldsskólar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
„Foreldrar víða um lönd hafa áhyggjur af því sem börnum þeirra er kennt í skólum nú til dags. Það er ekki alltaf að ástæðulausu. Sums staðar hefur pólitískur áróður kennaranna tekið við af fræðslu,“ svo hefst færsla Sigmundar Davíðs, formanns Miðflokksins, á Facebooksíðu hans. Ástæða þess að Sigmundur ritar færsluna er sú að hann virðist hafa verið settur í hóp með þeim Adolf Hitler og Benító Mússólíní í kennsluefni í Verslunarskóla Íslands. „En einhverra hluta vegna sá kennari við Verzló ástæðu til að reyna að setja mig í hóp með A. H#**er og B. Mússólíní,“ segir hann. Ósvífin vanþekking eða illgirni Sigmundur Davíð segir margt að athuga við myndina sem hann lætur fylgja með færslunni og fyrirsögn á henni. Hann segir Hitler og Mússólíní að sínu viti hvorki teljast merka menn. Illu heilli séu þeir markverðir en engu að síður ómerkilegir, enda sé stjórnarfar þeirra eitthvert óhugnanlegasta dæmi um öfgar í mannkynssögunni. „Fyrir mann sem hefur frá upphafi verið í pólitík ekki hvað síst vegna trúar á skynsemishyggju og andúðar á hvers konar öfgum veldur ósvífin vanþekking eða illgirni eins og birtist í þessari kennslustund mér áhyggjum. Fyrst og fremst vegna þess að ég óttast hvaða önnur innræting eigi sér stað í skólunum,“ segir hann. Veltir fyrir sér hvort kennarinn viti ekki betur „Oft er boðskapurinn saminn af fólki sem gefur sig út fyrir að vera fræðimenn og sérfræðingar en er þó algjörlega heillum horfið í sérgrein sinni,“ segir Sigmundur Davíð og vísar til umræðu um flokksþing Framsóknarflokksins árið 2011, þegar Sigmundur Davíð var enn formaður flokksins. Þingið var haldið undir yfirskriftinni „Í vonanna birtu” og merki fundarins innihélt rísandi sól í fánalitunum. „Einn þeirra „sérfræðinga” sem enn er reglulega leitað til kallaði þetta klassískt fasískt tákn.„Sérfræðingurinn” var ekki betur að sér en svo að hann vissi ekki að rísandi sól er þvert á móti tákn ungmennafélaganna auk ýmissa baráttusamtaka af vinstri kantinum (t.d. Dagsbrúnar),“ segir Sigmundur Davíð. Þar vísar hann til skrifa Eiríks Bergmanns Einarssonar í Fréttatímanum á sínum tíma. Sigmundur Davíð segist ekki vita hvort kennsluefni kennarans stafi eingöngu af löngun til að afvegaleiða nemendur pólitískt eða hvort hann hafi sjálfur verið afvegaleiddur á yngri árum og viti bara ekki betur. „Í öllu falli byggist það ekki á neinu af því sem ég hef barist fyrir og mun berjast fyrir áfram, hvort sem það er íslenskur landbúnaður, mikilvægi sögu og menningar eða það að líta til skynsemishyggju í stórum viðfangsefnum eins og hælisleitendamálum, t.d. með því að nálgast danskra Sósíaldemókrata,“ segir Sigmundur Davíð. Fréttin hefur verið uppfærð eftir ábendingu Sigmundar Davíðs um að hann hafi í færslunni vísað til skrifa Eiríks Bergmanns en ekki Guðmundar Odds Magnússonar, líkt og ritað var upphaflega. Hann segir þó að þau skrif falli einnig að nokkru undir mál sitt.
Skóla - og menntamál Miðflokkurinn Framhaldsskólar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira