Tálbeitan klassískt dæmi um dómstól götunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. janúar 2023 19:26 Karólína Finnbjörnsdóttir, lögmaður, segir tálbeituna ganga of langt í sínum aðgerðum. Vísir/Ívar Fannar Sérfræðingur í tálbeituaðgerðum segir karlmann, sem hefur lokkað meinta barnaníðinga í gildru og ljóstrað upp um þá á samfélagsmiðlum, ganga of langt í sínum aðgerðum. Málið sé klassískt dæmi um dómstól götunnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag var rætt við karlmann sem hefur undanfarinn einn og háfan mánuð lokkað og ljóstrað upp um meinta barnaníðinga á samfélagsmiðlum, en þúsundir Íslendinga fylgjast með honum þar. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur varað fólk við því að lögregla geti ekki notað gögn, sem fáist með ólögmætum hætti sem þessum, við rannsókn mála. Þá eigi almennir borgarar ekki að grípa til svona aðgerða. „Ég er svo sem alveg sammála því en að einhverju leiti þarf lögreglan þá að sýna almenningi að hún geti tekið málin í sínar eigin hendur af því að hún eru ekki að sýna okkur það. Bara langt í frá,“ sagði tálbeitan í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag. Ekki eigi að teyma menn út í afbrot Lögmaður, sem hefur sérhæft sig í notkun tálbeita í sakamálum, segir hann ganga of langt í sínum aðgerðum. Þetta geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir tálbeituna. „Hann er að stuðla að og hvetja til refsiverðrar háttsemi, og það eitt og sér er í raun refsivert,“ segir Karólína Finnbjörnsdóttir, lögmaður. Lögreglan ein eigi að sjá um tálbeituaðgerðir. „Þarna er tálbeitan að teyma áfram samskiptin og stuðla að þeim, senda myndir og taka frumkvæði að einhverju leiti.“ Lögreglan geti tekið við og haldið tálbeitunni áfram samkvæmt þeim reglum sem gilda um það. „Að teyma menn ekki áfram þannig að þeir séu að fremja eitthvað brot sem þeir hefðu annars ekki framið ef tálbeitan hefði ekki komið til,“ segir Karólína. Dæmi séu um að dómstólar meti gögn sem þessi þannig að gengið sé of langt og tálbeitan hafi búið til brot, sem annars hefði ekki verið framið. Þá sé ekki hægt að nota gögnin sem tálbeitan hefur safnað ein og sér, heldur þurfi að leggja fram gögn til stuðnings, sem safnaset hafa með lögmætum hætti. Erum við komin þarna með dæmi um dómstól götunnar? „Já, þetta er bara klassískt dæmi um það.“ Lögreglumál Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Leiðir meinta barnaníðinga í gildru og afhjúpar á netinu Karlmaður, sem hefur undanfarinn einn og hálfan mánuð lokkað og ljóstrað upp um meinta barnaníðinga á samfélagsmiðlum, hefur skilað gögnunum sem hann hefur safnað til lögreglu. Hann segir lögreglu og dómskerfi ekki taka á kynferðisofbeldismálum af nógu mikilli hörku. 6. janúar 2023 18:29 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag var rætt við karlmann sem hefur undanfarinn einn og háfan mánuð lokkað og ljóstrað upp um meinta barnaníðinga á samfélagsmiðlum, en þúsundir Íslendinga fylgjast með honum þar. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur varað fólk við því að lögregla geti ekki notað gögn, sem fáist með ólögmætum hætti sem þessum, við rannsókn mála. Þá eigi almennir borgarar ekki að grípa til svona aðgerða. „Ég er svo sem alveg sammála því en að einhverju leiti þarf lögreglan þá að sýna almenningi að hún geti tekið málin í sínar eigin hendur af því að hún eru ekki að sýna okkur það. Bara langt í frá,“ sagði tálbeitan í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag. Ekki eigi að teyma menn út í afbrot Lögmaður, sem hefur sérhæft sig í notkun tálbeita í sakamálum, segir hann ganga of langt í sínum aðgerðum. Þetta geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir tálbeituna. „Hann er að stuðla að og hvetja til refsiverðrar háttsemi, og það eitt og sér er í raun refsivert,“ segir Karólína Finnbjörnsdóttir, lögmaður. Lögreglan ein eigi að sjá um tálbeituaðgerðir. „Þarna er tálbeitan að teyma áfram samskiptin og stuðla að þeim, senda myndir og taka frumkvæði að einhverju leiti.“ Lögreglan geti tekið við og haldið tálbeitunni áfram samkvæmt þeim reglum sem gilda um það. „Að teyma menn ekki áfram þannig að þeir séu að fremja eitthvað brot sem þeir hefðu annars ekki framið ef tálbeitan hefði ekki komið til,“ segir Karólína. Dæmi séu um að dómstólar meti gögn sem þessi þannig að gengið sé of langt og tálbeitan hafi búið til brot, sem annars hefði ekki verið framið. Þá sé ekki hægt að nota gögnin sem tálbeitan hefur safnað ein og sér, heldur þurfi að leggja fram gögn til stuðnings, sem safnaset hafa með lögmætum hætti. Erum við komin þarna með dæmi um dómstól götunnar? „Já, þetta er bara klassískt dæmi um það.“
Lögreglumál Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Leiðir meinta barnaníðinga í gildru og afhjúpar á netinu Karlmaður, sem hefur undanfarinn einn og hálfan mánuð lokkað og ljóstrað upp um meinta barnaníðinga á samfélagsmiðlum, hefur skilað gögnunum sem hann hefur safnað til lögreglu. Hann segir lögreglu og dómskerfi ekki taka á kynferðisofbeldismálum af nógu mikilli hörku. 6. janúar 2023 18:29 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Leiðir meinta barnaníðinga í gildru og afhjúpar á netinu Karlmaður, sem hefur undanfarinn einn og hálfan mánuð lokkað og ljóstrað upp um meinta barnaníðinga á samfélagsmiðlum, hefur skilað gögnunum sem hann hefur safnað til lögreglu. Hann segir lögreglu og dómskerfi ekki taka á kynferðisofbeldismálum af nógu mikilli hörku. 6. janúar 2023 18:29