McCarthy vantar enn fjögur atkvæði Árni Sæberg skrifar 6. janúar 2023 21:42 McCarthy þokast nær embætti forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jose Luis Magana/AP Repúblikanann Kevin McCarthy vantar enn atkvæði fjögurra þingmanna fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til þess að verða forseti þingsins. Í dag fóru tólftu og þrettándu umferðir kosningar í embættið fram. Nýtt kjörtímabil hófst á Bandaríkjaþingi á dögunum en það fer heldur brösuglega af stað. Þingmönnum virðist fyrirmunað að koma sér saman um það hver eigi að vera forseti fulltrúadeildar þingsins. Undir venjulegum kringumstæðum er það ekkert tiltökumál, sá flokkur sem fleiri þingmenn hefur á þingi velur sér einfaldlega forseta. Í nýafstöðnum þingkosningum hlutu Repúblikanar 222 fulltrúa gegn 212 fulltrúum Demókrata. 218 atkvæði þarf til þess að verða þingforseti og því mætti ætla að Repúblikanar ættu auðvelt með koma sínum manni í stólinn eftirsótta. Sá galli er hins vegar á að meirihluti Repúblikana hefur komið sér saman um að kjósa Kevin McCarthy, sem hefur um árabil leitt þingflokk þeirra, en hluti þeirra vill ekki sjá McCarthy í forsetastóli. Fyrir þingfund í dag ræddi McCarthy við þennan hóp andstæðinga sinna til þess að reyna að fá þá yfir á sína hlið. Hann tjáði fréttamönnum í morgun að sá fundur hefði gengið vel og að hann væri bjartsýnn á framhaldið. Betur má ef duga skal Á þingfundi í dag reyndu fulltrúar enn og aftur að kjósa sér nýjan forseta þegar tólfta atkvæðagreiðslan þess efnis fór fram. McCarthy bætti vel við fylgi sitt þegar hann hlaut 213 atkvæði í stað þeirra 200 sem hann hafði fengið í þremur atkvæðagreiðslum í röð. Að lokinni talningu var strax blásið til annarrar atkvæðagreiðslu þar sem aðeins McCarthy og Hakeem Jeffries, þingforsetaefni Demókrata, voru tilnefndir. Í þeirri atkvæðagreiðslu, þeirri þrettándu í heildina, bætti McCarthy við sig einu atkvæði og hlaut 214 stykki. AP greinir frá niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar. Því er ljóst að betur má ef duga skal og að McCarthy þurfi að ganga aftur að samningaborðinu við andstæðinga sína innan eigin flokks. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Enginn forseti í fulltrúadeildinni eftir ellefu tilraunir Það gengur hvorki né rekur hjá bandaríska þingmanninum Kevin McCarthy að ná kjöri sem forseti fulltrúadeildarinnar. Eitthvað virðist þó þokast í samkomulagsátt innan Repúblikanaflokksins. 6. janúar 2023 07:48 Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. 5. janúar 2023 09:00 Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33 Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Nýtt kjörtímabil hófst á Bandaríkjaþingi á dögunum en það fer heldur brösuglega af stað. Þingmönnum virðist fyrirmunað að koma sér saman um það hver eigi að vera forseti fulltrúadeildar þingsins. Undir venjulegum kringumstæðum er það ekkert tiltökumál, sá flokkur sem fleiri þingmenn hefur á þingi velur sér einfaldlega forseta. Í nýafstöðnum þingkosningum hlutu Repúblikanar 222 fulltrúa gegn 212 fulltrúum Demókrata. 218 atkvæði þarf til þess að verða þingforseti og því mætti ætla að Repúblikanar ættu auðvelt með koma sínum manni í stólinn eftirsótta. Sá galli er hins vegar á að meirihluti Repúblikana hefur komið sér saman um að kjósa Kevin McCarthy, sem hefur um árabil leitt þingflokk þeirra, en hluti þeirra vill ekki sjá McCarthy í forsetastóli. Fyrir þingfund í dag ræddi McCarthy við þennan hóp andstæðinga sinna til þess að reyna að fá þá yfir á sína hlið. Hann tjáði fréttamönnum í morgun að sá fundur hefði gengið vel og að hann væri bjartsýnn á framhaldið. Betur má ef duga skal Á þingfundi í dag reyndu fulltrúar enn og aftur að kjósa sér nýjan forseta þegar tólfta atkvæðagreiðslan þess efnis fór fram. McCarthy bætti vel við fylgi sitt þegar hann hlaut 213 atkvæði í stað þeirra 200 sem hann hafði fengið í þremur atkvæðagreiðslum í röð. Að lokinni talningu var strax blásið til annarrar atkvæðagreiðslu þar sem aðeins McCarthy og Hakeem Jeffries, þingforsetaefni Demókrata, voru tilnefndir. Í þeirri atkvæðagreiðslu, þeirri þrettándu í heildina, bætti McCarthy við sig einu atkvæði og hlaut 214 stykki. AP greinir frá niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar. Því er ljóst að betur má ef duga skal og að McCarthy þurfi að ganga aftur að samningaborðinu við andstæðinga sína innan eigin flokks.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Enginn forseti í fulltrúadeildinni eftir ellefu tilraunir Það gengur hvorki né rekur hjá bandaríska þingmanninum Kevin McCarthy að ná kjöri sem forseti fulltrúadeildarinnar. Eitthvað virðist þó þokast í samkomulagsátt innan Repúblikanaflokksins. 6. janúar 2023 07:48 Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. 5. janúar 2023 09:00 Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33 Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Enginn forseti í fulltrúadeildinni eftir ellefu tilraunir Það gengur hvorki né rekur hjá bandaríska þingmanninum Kevin McCarthy að ná kjöri sem forseti fulltrúadeildarinnar. Eitthvað virðist þó þokast í samkomulagsátt innan Repúblikanaflokksins. 6. janúar 2023 07:48
Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. 5. janúar 2023 09:00
Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33
Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23