Kröftunum betur borgið með því að bæta vegina en byggja lest Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2023 10:43 Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, telur að kröftunum sé betur varið í það að bæta íslenskt vegakerfi í stað þess að að byggja upp lestarkerfi. Hann segir lestir vera frábæran samgöngumáta en mjög dýran að koma upp og reka. 2014 gáfu Reykjavíkurborg, Efla, Landsbanki, Isavia og fleiri út skýrslu þar sem hagkvæmni hraðlestar milli miðborgarinnar og Keflavíkur var metin og kom þar fram að lest gæti orðið að veruleika árið 2023. Búið er að dusta rykið af þessari skýrslu í opinberri umræðu, eftir að um þrjátíu þúsund manns lentu í vandræðum vegna ófærðar á Reykjanesbraut rétt fyrir jólin. Sigurður Ingi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem ófærð á Reykjanesbraut og uppbygging lestarkerfis var til umræða. Svarið var stutt og laggott þegar spurt var um hvort að það væri til skoðunar að byggja fluglest á milli Keflavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Er eitthvað verið að skoða þetta? „Nei“ Það er ekki þannig? „Nei, það voru einkaaðilar sem voru að skoða þetta en ég man nú ekki nákvæmlega kostnaðinn. Menn töldu að þetta væri hægt miðað við vaxandi fjölda ferðamanna en það væri augljóst að það væru allt of fáir sem væru hérna á ferðinni,“ sagði Sigurður Ingi. Hann segist ekki hafa svarið við því hvort að lest hefði ráðið við óveðrið sem skall á fyrir jól á höfuðborgarsvæðinu og teppti umferð um Reykjanesbraut og víðar á Suðurnesjunum. „Svo verða náttúrulega ótrúlega margir sérfræðingar þegar eitthvað bjátar á í umferðinni, í samgöngumálum. Ég veit ekki hvort að einhver þeirra treysti sér til að stíga fram og fullyrða það að lestir geti farið í gegnum hvaða veður sem er á Íslandi þegar við getum ekki haldið vegum opnum fyrir stærstu tækin okkar,“ sagði Sigurður Ingi. Frábært að ferðast í lest Á þeim tíma sem umrædd skýrsla um lestina var í smíðum var talið verkefnið myndi kosta um 150 milljarða. Sigurður telur ekki ólíklegt að sú tala hafi hækkað. „Ég er ekki alveg viss um að, svona miðað við reynslu okkar af svona stórum verkefnum, hvort að þessi stofnkostnaður sé hundrað prósent réttur, ég veit það ekki. Það hefur allt hækkað um 40 prósent núna á nokkrum árum út af stríði og öðru,“ sagði Sigurður Ingi. Hann virðist þó hrifinn af lestarsamgöngum sem samgöngumáta en virðist telja að fjármunum hér á landi sé betur varið í önnur samgöngumannvirki. „Þetta er frábær samgöngumáti ef hann er kominn. Það er frábært að geta ferðast um í lestum. En hann er mjög dýr í stofnkostnaður og mjög dýr í rekstri. Ég held kannski að miðað við fámennið þá ættum við að einbeita okkur að því að gera vegina betri.“ Samgöngur Veður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vegagerð Bítið Tengdar fréttir Mikil óánægja með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli Mikil óánægja ríkir vegna þeirra ferðamöguleika sem til staðar eru til og frá Keflavíkurflugvelli. Rútuferð er nánast eini möguleikinn fyrir þá sem kjósa að ferðast ekki á einkabíl og flugvallarbílastæðið á það til að fyllast. 2. júní 2022 07:00 Leggur til að samnýta borgarlínu og fluglest til Keflavíkur Hægt væri að samnýta neðanjarðargöng fyrir fluglest frá Reykjavík til Keflavíkur og borgarlínu. Þetta segir ritstjóri skýrslu um lestarmál, sem kom út fyrir nokkrum árum, sem telur verkefnið leysa samgönguvanda borgarinnar í eitt skipti fyrir öll. 3. janúar 2023 13:01 Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur kallar eftir lest til Keflavíkur „Við getum ekki lengur stungið höfðinu í sandinn. Það er tilvalið verkefni að úthýsa uppbyggingu lestar til Keflavíkur ef verkefnið reynist hagkvæmt en ákvörðun um þetta er vitaskuld á ábyrgð ríkisins.“ 3. janúar 2023 06:58 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira
2014 gáfu Reykjavíkurborg, Efla, Landsbanki, Isavia og fleiri út skýrslu þar sem hagkvæmni hraðlestar milli miðborgarinnar og Keflavíkur var metin og kom þar fram að lest gæti orðið að veruleika árið 2023. Búið er að dusta rykið af þessari skýrslu í opinberri umræðu, eftir að um þrjátíu þúsund manns lentu í vandræðum vegna ófærðar á Reykjanesbraut rétt fyrir jólin. Sigurður Ingi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem ófærð á Reykjanesbraut og uppbygging lestarkerfis var til umræða. Svarið var stutt og laggott þegar spurt var um hvort að það væri til skoðunar að byggja fluglest á milli Keflavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Er eitthvað verið að skoða þetta? „Nei“ Það er ekki þannig? „Nei, það voru einkaaðilar sem voru að skoða þetta en ég man nú ekki nákvæmlega kostnaðinn. Menn töldu að þetta væri hægt miðað við vaxandi fjölda ferðamanna en það væri augljóst að það væru allt of fáir sem væru hérna á ferðinni,“ sagði Sigurður Ingi. Hann segist ekki hafa svarið við því hvort að lest hefði ráðið við óveðrið sem skall á fyrir jól á höfuðborgarsvæðinu og teppti umferð um Reykjanesbraut og víðar á Suðurnesjunum. „Svo verða náttúrulega ótrúlega margir sérfræðingar þegar eitthvað bjátar á í umferðinni, í samgöngumálum. Ég veit ekki hvort að einhver þeirra treysti sér til að stíga fram og fullyrða það að lestir geti farið í gegnum hvaða veður sem er á Íslandi þegar við getum ekki haldið vegum opnum fyrir stærstu tækin okkar,“ sagði Sigurður Ingi. Frábært að ferðast í lest Á þeim tíma sem umrædd skýrsla um lestina var í smíðum var talið verkefnið myndi kosta um 150 milljarða. Sigurður telur ekki ólíklegt að sú tala hafi hækkað. „Ég er ekki alveg viss um að, svona miðað við reynslu okkar af svona stórum verkefnum, hvort að þessi stofnkostnaður sé hundrað prósent réttur, ég veit það ekki. Það hefur allt hækkað um 40 prósent núna á nokkrum árum út af stríði og öðru,“ sagði Sigurður Ingi. Hann virðist þó hrifinn af lestarsamgöngum sem samgöngumáta en virðist telja að fjármunum hér á landi sé betur varið í önnur samgöngumannvirki. „Þetta er frábær samgöngumáti ef hann er kominn. Það er frábært að geta ferðast um í lestum. En hann er mjög dýr í stofnkostnaður og mjög dýr í rekstri. Ég held kannski að miðað við fámennið þá ættum við að einbeita okkur að því að gera vegina betri.“
Samgöngur Veður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vegagerð Bítið Tengdar fréttir Mikil óánægja með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli Mikil óánægja ríkir vegna þeirra ferðamöguleika sem til staðar eru til og frá Keflavíkurflugvelli. Rútuferð er nánast eini möguleikinn fyrir þá sem kjósa að ferðast ekki á einkabíl og flugvallarbílastæðið á það til að fyllast. 2. júní 2022 07:00 Leggur til að samnýta borgarlínu og fluglest til Keflavíkur Hægt væri að samnýta neðanjarðargöng fyrir fluglest frá Reykjavík til Keflavíkur og borgarlínu. Þetta segir ritstjóri skýrslu um lestarmál, sem kom út fyrir nokkrum árum, sem telur verkefnið leysa samgönguvanda borgarinnar í eitt skipti fyrir öll. 3. janúar 2023 13:01 Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur kallar eftir lest til Keflavíkur „Við getum ekki lengur stungið höfðinu í sandinn. Það er tilvalið verkefni að úthýsa uppbyggingu lestar til Keflavíkur ef verkefnið reynist hagkvæmt en ákvörðun um þetta er vitaskuld á ábyrgð ríkisins.“ 3. janúar 2023 06:58 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira
Mikil óánægja með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli Mikil óánægja ríkir vegna þeirra ferðamöguleika sem til staðar eru til og frá Keflavíkurflugvelli. Rútuferð er nánast eini möguleikinn fyrir þá sem kjósa að ferðast ekki á einkabíl og flugvallarbílastæðið á það til að fyllast. 2. júní 2022 07:00
Leggur til að samnýta borgarlínu og fluglest til Keflavíkur Hægt væri að samnýta neðanjarðargöng fyrir fluglest frá Reykjavík til Keflavíkur og borgarlínu. Þetta segir ritstjóri skýrslu um lestarmál, sem kom út fyrir nokkrum árum, sem telur verkefnið leysa samgönguvanda borgarinnar í eitt skipti fyrir öll. 3. janúar 2023 13:01
Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur kallar eftir lest til Keflavíkur „Við getum ekki lengur stungið höfðinu í sandinn. Það er tilvalið verkefni að úthýsa uppbyggingu lestar til Keflavíkur ef verkefnið reynist hagkvæmt en ákvörðun um þetta er vitaskuld á ábyrgð ríkisins.“ 3. janúar 2023 06:58