Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Kjartan Kjartansson skrifar 5. janúar 2023 09:00 Kevin McCarthy (f.m.) ræði við félaga sína á þingfundi í gær þar sem fulltrúadeildin kaus þrisvar um forseta en án afgerandi niðurstöðu. AP/Alex Brandon Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. McCarthy varð fyrsta þingforsetaefni meirihlutaflokks í fulltrúadeildinni til þess að ná ekki kjöri í heila öld þegar nýtt Bandaríkjaþing kom saman á þriðjudag. Hann náði hvorki meirihluta atkvæða þingheims í þremur atkvæðagreiðslum á þriðjudag né þremur til viðbótar í gær. Staðan þýðir að ekki hefur verið hægt að sverja inn nýja þingmenn. Störf þingnefnda sem eiga að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu liggja í lamasessi og þá geta verðandi þingmenn ekki fengið leynilegar upplýsingar frá leyniþjónstustofnunum eða hernum, að sögn New York Times. Yfirleitt hefur það verið formsatriði fyrir fulltrúadeildina að kjósa sér forseta. Síðast þurfti fleiri en eina atkvæðagreiðslu árið 1923. Langvinnasta deilan um þingforseta var árið 1855 þegar þrælahald var bitbein þingmanna í aðdraganda borgarastríðsins sem hófst sex árum síðar. Hún varði í tvo mánuði og greiddi þingið atkvæði 133 sinnum. Byron Donalds, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá Flórída, var sá sem tuttugu íhaldssömustu repúblikanarnir tefldu fram gegn McCarthy í gær.AP/Jacquelyn Martin Tapaði atkvæði Repúblikanar eru aðeins með tíu manna meirihluta í fulltrúadeildinni en tuttugu íhaldssömustu þingmenn flokksins koma í veg fyrir að McCarthy nái kjöri. Þeir hafa ekki gefið sig þrátt fyrir verulegar tilslakanir McCarthys. Þess í stað tilnefndi hópurinn Byron Donalds, félaga sinn frá Flórída, til forsetaembættisins. Andstaða hópsins, sem nefnir sig Frelsisþinghópinn (e. House Freedom Caucus), þýðir að McCarthy hefur fengið færri atkvæði en demókratinn Hakeem Jeffries í atkvæðagreiðslunum sex til þessa. Hvorugur þeirra hefur náð meirihluta. Engan bilbug var þó á McCarthy að finna í gærkvöldi. Áður en þingfundi var frestað sagði hann ekkert samkomulag í höfn ennþá en að árangur hefði náðst. Árangurinn var þó ekki meiri en svo að McCarthy tapaði atkvæði eins félaga síns sem sat hjá við eina atkvæðagreiðsluna. AP-fréttastofan segir að búast megi við löngum þingfundi þegar hann hefst aftur á hádegi að staðartíma í dag. Ekki stóð til að þingið kæmi saman á morgun föstudag en þá verða tvö ár liðin frá árás stuðningsmanna Donalds Trump á þinghúsið. Tveir af hörðustu andstæðingum McCarthy í þingflokki repúblikana, Matt Gaetz (t.h.) og Jim Jordan (f.m.) ræða saman í fulltrúadeildinni í gær. Gaetz hefur meðal annars sagt að honum sé sama þó að deilurnar leiði til þess að leiðtogi demókrata verði þingforseti.AP/Alex Brandon Vildi að Trump segði McCarthy að leggja árar í bát Frelsisþinghópurinn hefur þegar neytt McCarthy til þess að láta undan fjölda krafna þeirra, þar á meðal að aðeins fimm þingmenn þurfi til þess að kalla fram vantraustsatkvæðagreiðslu um þingforseta hvenær sem er. Hópurinn vill einnig ná fram ýmsum breytingum á þingsköpum og fá fleiri sæti í þingnefndum fyrir félaga sína. Eins vill hann að forystusveit flokksins skipti sér ekki af prófkjörum um opin sæti í kjördæmum þar sem repúblikanar eiga sigurinn vísan. Þingmennirnir í hópnum eru taldir þeir tryggustu Trump, fyrrverandi forseta, í þingflokknum. Engu að síður nýtur McCarthy stuðnings Trumps til að verða forseti. Sá stuðningur virðist þó lítið hafa að segja. Lauren Boebert, þingkona frá Colorado, hvatti Trump til þess að segja McCarthy að gefast upp. „Þú ert ekki með nógu mörg atkvæði og það er kominn tími til að draga sig í hlé, herra,“ vildi Boebert að Trump segði McCarthy. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23 Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33 McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Nýtt kjörtímabil hefst í Bandaríkjunum á morgun og munu Demókratar þá formlega missa meirihluta í fulltrúadeildinni. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja sér atkvæði 218 þingmanna svo hann geti orðið þingforseti en svo virðist sem hann nái því ekki. 2. janúar 2023 14:05 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
McCarthy varð fyrsta þingforsetaefni meirihlutaflokks í fulltrúadeildinni til þess að ná ekki kjöri í heila öld þegar nýtt Bandaríkjaþing kom saman á þriðjudag. Hann náði hvorki meirihluta atkvæða þingheims í þremur atkvæðagreiðslum á þriðjudag né þremur til viðbótar í gær. Staðan þýðir að ekki hefur verið hægt að sverja inn nýja þingmenn. Störf þingnefnda sem eiga að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu liggja í lamasessi og þá geta verðandi þingmenn ekki fengið leynilegar upplýsingar frá leyniþjónstustofnunum eða hernum, að sögn New York Times. Yfirleitt hefur það verið formsatriði fyrir fulltrúadeildina að kjósa sér forseta. Síðast þurfti fleiri en eina atkvæðagreiðslu árið 1923. Langvinnasta deilan um þingforseta var árið 1855 þegar þrælahald var bitbein þingmanna í aðdraganda borgarastríðsins sem hófst sex árum síðar. Hún varði í tvo mánuði og greiddi þingið atkvæði 133 sinnum. Byron Donalds, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá Flórída, var sá sem tuttugu íhaldssömustu repúblikanarnir tefldu fram gegn McCarthy í gær.AP/Jacquelyn Martin Tapaði atkvæði Repúblikanar eru aðeins með tíu manna meirihluta í fulltrúadeildinni en tuttugu íhaldssömustu þingmenn flokksins koma í veg fyrir að McCarthy nái kjöri. Þeir hafa ekki gefið sig þrátt fyrir verulegar tilslakanir McCarthys. Þess í stað tilnefndi hópurinn Byron Donalds, félaga sinn frá Flórída, til forsetaembættisins. Andstaða hópsins, sem nefnir sig Frelsisþinghópinn (e. House Freedom Caucus), þýðir að McCarthy hefur fengið færri atkvæði en demókratinn Hakeem Jeffries í atkvæðagreiðslunum sex til þessa. Hvorugur þeirra hefur náð meirihluta. Engan bilbug var þó á McCarthy að finna í gærkvöldi. Áður en þingfundi var frestað sagði hann ekkert samkomulag í höfn ennþá en að árangur hefði náðst. Árangurinn var þó ekki meiri en svo að McCarthy tapaði atkvæði eins félaga síns sem sat hjá við eina atkvæðagreiðsluna. AP-fréttastofan segir að búast megi við löngum þingfundi þegar hann hefst aftur á hádegi að staðartíma í dag. Ekki stóð til að þingið kæmi saman á morgun föstudag en þá verða tvö ár liðin frá árás stuðningsmanna Donalds Trump á þinghúsið. Tveir af hörðustu andstæðingum McCarthy í þingflokki repúblikana, Matt Gaetz (t.h.) og Jim Jordan (f.m.) ræða saman í fulltrúadeildinni í gær. Gaetz hefur meðal annars sagt að honum sé sama þó að deilurnar leiði til þess að leiðtogi demókrata verði þingforseti.AP/Alex Brandon Vildi að Trump segði McCarthy að leggja árar í bát Frelsisþinghópurinn hefur þegar neytt McCarthy til þess að láta undan fjölda krafna þeirra, þar á meðal að aðeins fimm þingmenn þurfi til þess að kalla fram vantraustsatkvæðagreiðslu um þingforseta hvenær sem er. Hópurinn vill einnig ná fram ýmsum breytingum á þingsköpum og fá fleiri sæti í þingnefndum fyrir félaga sína. Eins vill hann að forystusveit flokksins skipti sér ekki af prófkjörum um opin sæti í kjördæmum þar sem repúblikanar eiga sigurinn vísan. Þingmennirnir í hópnum eru taldir þeir tryggustu Trump, fyrrverandi forseta, í þingflokknum. Engu að síður nýtur McCarthy stuðnings Trumps til að verða forseti. Sá stuðningur virðist þó lítið hafa að segja. Lauren Boebert, þingkona frá Colorado, hvatti Trump til þess að segja McCarthy að gefast upp. „Þú ert ekki með nógu mörg atkvæði og það er kominn tími til að draga sig í hlé, herra,“ vildi Boebert að Trump segði McCarthy.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23 Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33 McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Nýtt kjörtímabil hefst í Bandaríkjunum á morgun og munu Demókratar þá formlega missa meirihluta í fulltrúadeildinni. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja sér atkvæði 218 þingmanna svo hann geti orðið þingforseti en svo virðist sem hann nái því ekki. 2. janúar 2023 14:05 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23
Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33
McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Nýtt kjörtímabil hefst í Bandaríkjunum á morgun og munu Demókratar þá formlega missa meirihluta í fulltrúadeildinni. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja sér atkvæði 218 þingmanna svo hann geti orðið þingforseti en svo virðist sem hann nái því ekki. 2. janúar 2023 14:05