Útfararstjóri dæmdur fyrir að selja líkamshluta Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2023 09:10 Hess rukkaði aðstandendur látinna fyrir að brenna lík en seldi svo líkamshluta eins og handleggi, fótleggi, búk og höfuð á laun. Vísir/Getty Fyrrverandi eigandi útfararstofu í Colorado í Bandaríkjunum var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að selja líkamshluta án leyfis aðstandenda. Móðir eigandans sem sá um að skera líkin hlaut einnig þungan dóm. Bæði Megan Hess, 46 ára gamall eigandi útfararstofunnar, og Shirley Koch, 69 ára gömul móðir hennar, játuðu sig sekar um að hafa blekkt aðstandendur þeirra látnu. Þær voru sakaðar um að kryfja 560 lík og selja líkamshluta. Hess rak bæði útfararstofu og líffærasölu í sömu byggingu í bænum Montrose. Hún laug því að líkin hefðu verið brennd og rukkaði aðstandendur fyrir. Saksóknarinn í málinu var harðorður í garð mæðgnanna. Þær hefðu í raun stolið líkamshlutum með því að falsa eyðublöð um líffæragjafir. Gjörðir þeirra hafi valdið fjölskyldum þeirra látnu miklum þjáningum. Bandaríska alríkislögreglan FBI gerði húsleit á útfararstofunni skömmu eftir að Reuters-fréttastofan fjallaði um sölu á líkamshlutum í Bandaríkjunum og hvernig nær engar reglur giltu um þann iðnað. Dómurinn sem Hess hlaut var sá þyngsti sem hún gat fengið samkvæmt lögum. Móðir hennar hlaut fimmtán ára dóm fyrir sinn þátt í svikunum. Lögmaður Hess hélt því fram að hún væri ekki sú „norn“ eða „skrímsli“ sem hún hefði verið kölluð vegna málsins. Framferði hennar mætti rekja til heilaáverka sem hún hlaut þegar hún var átján ára gömul. Fyrir henni hafi vakað að liðka fyrir læknisfræðirannsóknum. Ólöglegt er að selja líffæri eins og hjörtu, nýru og sinar í Bandaríkjunum. Engin alríkislög gilda aftur á móti um sölu á líkamshlutum eins og höfðum, handleggjum, mænum til rannsókna eða fræðslu líkt og Hess gerði. Líkamshlutana seldi hún meðal annars til fyrirtækja sem þjálfa skurðlækna. Þau eru sögð hafa verið grunlaus um að líkamshlutarnir væru illa fengnir. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Bæði Megan Hess, 46 ára gamall eigandi útfararstofunnar, og Shirley Koch, 69 ára gömul móðir hennar, játuðu sig sekar um að hafa blekkt aðstandendur þeirra látnu. Þær voru sakaðar um að kryfja 560 lík og selja líkamshluta. Hess rak bæði útfararstofu og líffærasölu í sömu byggingu í bænum Montrose. Hún laug því að líkin hefðu verið brennd og rukkaði aðstandendur fyrir. Saksóknarinn í málinu var harðorður í garð mæðgnanna. Þær hefðu í raun stolið líkamshlutum með því að falsa eyðublöð um líffæragjafir. Gjörðir þeirra hafi valdið fjölskyldum þeirra látnu miklum þjáningum. Bandaríska alríkislögreglan FBI gerði húsleit á útfararstofunni skömmu eftir að Reuters-fréttastofan fjallaði um sölu á líkamshlutum í Bandaríkjunum og hvernig nær engar reglur giltu um þann iðnað. Dómurinn sem Hess hlaut var sá þyngsti sem hún gat fengið samkvæmt lögum. Móðir hennar hlaut fimmtán ára dóm fyrir sinn þátt í svikunum. Lögmaður Hess hélt því fram að hún væri ekki sú „norn“ eða „skrímsli“ sem hún hefði verið kölluð vegna málsins. Framferði hennar mætti rekja til heilaáverka sem hún hlaut þegar hún var átján ára gömul. Fyrir henni hafi vakað að liðka fyrir læknisfræðirannsóknum. Ólöglegt er að selja líffæri eins og hjörtu, nýru og sinar í Bandaríkjunum. Engin alríkislög gilda aftur á móti um sölu á líkamshlutum eins og höfðum, handleggjum, mænum til rannsókna eða fræðslu líkt og Hess gerði. Líkamshlutana seldi hún meðal annars til fyrirtækja sem þjálfa skurðlækna. Þau eru sögð hafa verið grunlaus um að líkamshlutarnir væru illa fengnir.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira