Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. janúar 2023 07:33 Áhyggjur eru uppi um að McCarthy muni ekki takast að sameina þingflokkinn að baki sér. AP/Andrew Harnik Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. Guardian hefur eftir pólitískum ráðgjafa sem sjálfur er Repúblikani að um sé að ræða mestu niðurlæginguna sem McCarthey hefur upplifað á ferlinum en honum mistókst ekki bara að tryggja sér embættið í þremur atkvæðagreiðslum í gær, heldur hlaut Demókratinn Hakeem Jeffries fleiri atkvæði en McCarthy. Í fyrstu tveimur umferðunum sviku nítján þingmenn Repúblikanaflokksins lit, þannig að McCarthy vantaði fimmtán atkvæði til að ná 218 atkvæða lágmarkinu. Í þriðju umferðinni hafði einn Repúblikani til viðbótar látið af stuðningi sínum við McCarthy. Atkvæðagreiðslunni var frestað í kjölfarið, til hádegis í dag. McCarthy hafði viðurkennt fyrirfram að honum myndi líklega ekki takast að tryggja sér embættið í fyrstu atkvæðagreiðslunni og gaf til kynna að hann væri undir það búinn að ferlið myndi taka nokkurn tíma. Leiðtoginn hefur notið stuðnings Donald Trump, fyrrverandi forseta, en sá neitaði að tjá sig um það í gær hvort hann myndi áfram styðja McCarthy eftir vandræðagang gærdagsins. „Við sjáum hvað gerist. Við sjáum hvernig þetta endar allt saman,“ sagði Trump í samtali við NBC í gær. Þingmaðurinn Bob Good frá Virginíu sagði í samtali við CNN í gærkvöldi að ákveðinn hópur þingmanna hefði fengið nóg af McCarthy og að atkvæðum honum til stuðnings myndi fara fækkandi í næstu atkvæðagreiðslum. Helstu andstæðingar McCarthy í þinginu tilheyra hópi harðra hægri manna sem hafa kallað eftir breytingum á starfsreglum þingdeildarinnar. Þeir saka McCarthy um að hafa hunsað sig og barist gegn sér. Stuðningsmenn McCarthy saka hópinn hins vegar um að forgangsraða eigin metnaði fram yfir hagsmuni flokksins. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Nýtt kjörtímabil hefst í Bandaríkjunum á morgun og munu Demókratar þá formlega missa meirihluta í fulltrúadeildinni. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja sér atkvæði 218 þingmanna svo hann geti orðið þingforseti en svo virðist sem hann nái því ekki. 2. janúar 2023 14:05 Taka aftur upp fjársvikamál gegn lygaþingmanninum Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos. 3. janúar 2023 09:46 Mætir mótspyrnu innan eigin flokks Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir óvæntri mótspyrnu innan flokksins í tilraunum hans til að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar. Þingmenn flokksins hafa sagt að til greina komi að gera samkomulag við Demókrata um að kjósa þingforseta sem falli í kramið hjá þeim. 1. desember 2022 16:02 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Guardian hefur eftir pólitískum ráðgjafa sem sjálfur er Repúblikani að um sé að ræða mestu niðurlæginguna sem McCarthey hefur upplifað á ferlinum en honum mistókst ekki bara að tryggja sér embættið í þremur atkvæðagreiðslum í gær, heldur hlaut Demókratinn Hakeem Jeffries fleiri atkvæði en McCarthy. Í fyrstu tveimur umferðunum sviku nítján þingmenn Repúblikanaflokksins lit, þannig að McCarthy vantaði fimmtán atkvæði til að ná 218 atkvæða lágmarkinu. Í þriðju umferðinni hafði einn Repúblikani til viðbótar látið af stuðningi sínum við McCarthy. Atkvæðagreiðslunni var frestað í kjölfarið, til hádegis í dag. McCarthy hafði viðurkennt fyrirfram að honum myndi líklega ekki takast að tryggja sér embættið í fyrstu atkvæðagreiðslunni og gaf til kynna að hann væri undir það búinn að ferlið myndi taka nokkurn tíma. Leiðtoginn hefur notið stuðnings Donald Trump, fyrrverandi forseta, en sá neitaði að tjá sig um það í gær hvort hann myndi áfram styðja McCarthy eftir vandræðagang gærdagsins. „Við sjáum hvað gerist. Við sjáum hvernig þetta endar allt saman,“ sagði Trump í samtali við NBC í gær. Þingmaðurinn Bob Good frá Virginíu sagði í samtali við CNN í gærkvöldi að ákveðinn hópur þingmanna hefði fengið nóg af McCarthy og að atkvæðum honum til stuðnings myndi fara fækkandi í næstu atkvæðagreiðslum. Helstu andstæðingar McCarthy í þinginu tilheyra hópi harðra hægri manna sem hafa kallað eftir breytingum á starfsreglum þingdeildarinnar. Þeir saka McCarthy um að hafa hunsað sig og barist gegn sér. Stuðningsmenn McCarthy saka hópinn hins vegar um að forgangsraða eigin metnaði fram yfir hagsmuni flokksins.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Nýtt kjörtímabil hefst í Bandaríkjunum á morgun og munu Demókratar þá formlega missa meirihluta í fulltrúadeildinni. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja sér atkvæði 218 þingmanna svo hann geti orðið þingforseti en svo virðist sem hann nái því ekki. 2. janúar 2023 14:05 Taka aftur upp fjársvikamál gegn lygaþingmanninum Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos. 3. janúar 2023 09:46 Mætir mótspyrnu innan eigin flokks Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir óvæntri mótspyrnu innan flokksins í tilraunum hans til að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar. Þingmenn flokksins hafa sagt að til greina komi að gera samkomulag við Demókrata um að kjósa þingforseta sem falli í kramið hjá þeim. 1. desember 2022 16:02 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Nýtt kjörtímabil hefst í Bandaríkjunum á morgun og munu Demókratar þá formlega missa meirihluta í fulltrúadeildinni. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja sér atkvæði 218 þingmanna svo hann geti orðið þingforseti en svo virðist sem hann nái því ekki. 2. janúar 2023 14:05
Taka aftur upp fjársvikamál gegn lygaþingmanninum Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos. 3. janúar 2023 09:46
Mætir mótspyrnu innan eigin flokks Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir óvæntri mótspyrnu innan flokksins í tilraunum hans til að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar. Þingmenn flokksins hafa sagt að til greina komi að gera samkomulag við Demókrata um að kjósa þingforseta sem falli í kramið hjá þeim. 1. desember 2022 16:02