Auglýsingaherferð Heilsugæslunnar: „Þetta er voða ljótt“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. janúar 2023 21:26 Ragnheiður Baldursdóttir furðar sig á framsetningunni: Heima er pest. arnar halldórsson Eldra fólki á Grund brá mörgum í brún við auglýsingaherferð Heilsugæslunnar um að heima sé pest og þykir orðavalið heldur furðulegt. Nokkrar konur tóku fram nál og tvinna og tóku til við að sauma út skilaboðin í dag. Auglýsingaherferð heilsugæslunnar þar sem fólki er réttilega bent á að hvimleitt sé að fá niðurgang í bílnum og betra að æla bara heima, hefur vakið mikla athygli. Nokkrir íbúar á Grund saumuðu skilaboðin út með krosssaumi í dag en þeim íbúum sem fréttastofa ræddi við þykir skilaboðin heldur furðuleg og í besta falli afskræmi af þeirri fallegu og rótgrónu setningu: Heima er best. „Það er náttúrulega skömm af þessu. Það er sagt heima er pest. Það er voða ljótt. Þetta er klúður,“ segir Ragnheiður Baldursdóttir. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir að auglýsingin hafi virkað vel.arnar halldórsson „Þetta var hugmynd hjá auglýsingastofunni að koma með þessa skemmtilegu tilvitnun í Heima er best og þessar kæru konur hér sjá það strax að þetta eru skrítin skilaboð að segja heima er pest, það sé rangt,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hvað ætti að standa? „Heima er best, það er það sem hefur alla tíð gengið,“ segir Ragnheiður Baldursdóttir. Valgrður Kristjánsdóttir saumaði út í dag.arnar halldórsson „Heima er pest, það er heimapest,“ segir Valgerður Kristjánsdóttir. „Þetta er einhver sem er að gera grín, halda að þetta sé grín. En þetta er ekki grín,“ segir Ragnheiður. 30 þúsund beiðnir um vottorð á ári Nei grínið fellur mis vel í kramið. Ragnheiður Ósk segir að auglýsingin hafi að minnsta kosti svínvirkað, en markmið hennar er meðal annars að efla heilsulæsi fólks og hvetja atvinnurekendur til að sýna því skilning að fólk þurfi að vera heima þegar það er veikt. „Og við erum til dæmis núna að fá á hverju ári 30 þúsund beiðnir um vottorð fyrir fólk sem er veikt heima með flensu og það þykir okkur illa með tímann farið.“ Ragnheiður er afdráttarlaus þegar hún er spurð hvað henni finnist um skilaboðin á myndinni hér að ofan. „Ég myndi ekki setja þetta í kynningu eða auglýsingu eða neitt, þetta er bara bjánagangur,“ segir Ragnheiður Baldursdóttir. Heilsugæsla Hjúkrunarheimili Handverk Eldri borgarar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Heilsugæslan hvetur fólk til að æla heima: „Þetta er að gefnu tilefni“ Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. En hvers vegna þykja þessi skilaboð nauðsynleg? 11. september 2022 21:15 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Auglýsingaherferð heilsugæslunnar þar sem fólki er réttilega bent á að hvimleitt sé að fá niðurgang í bílnum og betra að æla bara heima, hefur vakið mikla athygli. Nokkrir íbúar á Grund saumuðu skilaboðin út með krosssaumi í dag en þeim íbúum sem fréttastofa ræddi við þykir skilaboðin heldur furðuleg og í besta falli afskræmi af þeirri fallegu og rótgrónu setningu: Heima er best. „Það er náttúrulega skömm af þessu. Það er sagt heima er pest. Það er voða ljótt. Þetta er klúður,“ segir Ragnheiður Baldursdóttir. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir að auglýsingin hafi virkað vel.arnar halldórsson „Þetta var hugmynd hjá auglýsingastofunni að koma með þessa skemmtilegu tilvitnun í Heima er best og þessar kæru konur hér sjá það strax að þetta eru skrítin skilaboð að segja heima er pest, það sé rangt,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hvað ætti að standa? „Heima er best, það er það sem hefur alla tíð gengið,“ segir Ragnheiður Baldursdóttir. Valgrður Kristjánsdóttir saumaði út í dag.arnar halldórsson „Heima er pest, það er heimapest,“ segir Valgerður Kristjánsdóttir. „Þetta er einhver sem er að gera grín, halda að þetta sé grín. En þetta er ekki grín,“ segir Ragnheiður. 30 þúsund beiðnir um vottorð á ári Nei grínið fellur mis vel í kramið. Ragnheiður Ósk segir að auglýsingin hafi að minnsta kosti svínvirkað, en markmið hennar er meðal annars að efla heilsulæsi fólks og hvetja atvinnurekendur til að sýna því skilning að fólk þurfi að vera heima þegar það er veikt. „Og við erum til dæmis núna að fá á hverju ári 30 þúsund beiðnir um vottorð fyrir fólk sem er veikt heima með flensu og það þykir okkur illa með tímann farið.“ Ragnheiður er afdráttarlaus þegar hún er spurð hvað henni finnist um skilaboðin á myndinni hér að ofan. „Ég myndi ekki setja þetta í kynningu eða auglýsingu eða neitt, þetta er bara bjánagangur,“ segir Ragnheiður Baldursdóttir.
Heilsugæsla Hjúkrunarheimili Handverk Eldri borgarar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Heilsugæslan hvetur fólk til að æla heima: „Þetta er að gefnu tilefni“ Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. En hvers vegna þykja þessi skilaboð nauðsynleg? 11. september 2022 21:15 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Heilsugæslan hvetur fólk til að æla heima: „Þetta er að gefnu tilefni“ Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. En hvers vegna þykja þessi skilaboð nauðsynleg? 11. september 2022 21:15