Tengdur við morðin dularfullu eftir langferð á hvítum Hyundai Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. janúar 2023 11:53 Mynd af Bryan Kohberger í haldi lögreglu. Hann verður líkast til framseldur til Idaho. Lögregla í Pennsylvaníu DNA-sönnunargögn og hvítur Hyundai Elantra bíll í eigu Bryan Christopher Kohberger leiddu til þess að lögregla beindi sjónum sínum að hinum tæplega þrítuga doktorsnema í afbrotafræði í dularfullu morðmáli í Idaho í Bandaríkjunum. Greint var frá því fyrir áramót að Lögreglan í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður er um dularfullt morð á fjórum háskólanemum í Idaho í nóvember. Umræddur maður er Bryan Christopher Kohberger, 28 ára doktorsnemi í afbrotafræði við ríkisháskólann í Washington. Háskólanemarnir fjórir sem myrtir voru aðfaranótt 13. nóvember hétu Xana Kernodle, Ethan Chapin, Kaylee Goncalves og Madison Mogen. Þau voru öll rétt um tvítugt og voru stungin til bana í rúmum sínum. Morðin hafa vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum, ekki síst vegna þess að lögreglu virtist lítið verða ágengt við rannsókn þess. Í frétt CNN segir hins vegar að lögreglan hafi meðal annars tekið þrjú hundruð viðtöl vegna þess og rannsakað tuttugu þúsund ábendingar. DNA-leifar og hvíti Hyundai-inn Sjónir lögreglu beindust að Kohberger eftir að hafa rannsakað DNA-leifar á vettvangi og borið þær saman við opinberan DNA-gagnagrunn. Skriður komst hins vegar á málið eftir að lögregla komst að því að hægt var að staðfesta að Kohberger væri eigandi hvítrar Hyundai Elantra bifreiðar, en slík bifreið sást nærri vettvangi morðsins. Við rannsókn málsins hafði lögregla gefið út að leitað væri að hvítum Hyundai Elantra-bíl. Var almenningur beðinn um að senda inn ábendingar. Það var svo rétt fyrir jól þegar Kohberger lagði í langferð á bíl hans, hvítum Hyundai Elantra, frá heimili hans, sem er að sögn yfirvalda stutt frá því þar sem morðin voru framin. Ók hann nærri fjögur þúsund kílómetra á bílnum, frá Idaho til Pennsylvaníu þar sem foreldrar hans eiga heima. Í frétt CNN segir að lögregla hafi hafið eftirlit með honum á meðan á bílferðinni stóð. Á meðan lögregla fylgdist með ferðalaginu byggði hún upp mál gegn Kohberger svo að hægt væri að fá heimild til að handtaka hann. Þar komu DNA-gögnin og eign hans á umræddum bíl sér vel fyrir lögreglu. Handtekinn á heimili foreldra hans Kohberger var handtekinn á heimili foreldra hans í Pennsylvaníu síðastliðin föstudag. Fastlega er gert ráð fyrir því að Kohberger verði fluttur til Idaho vegna málsins. Yfirvöld hafa ekki gefið neitt uppi um hver möguleg tenging Kohberger hafi verið við fórnarlömbin eða hvort hann hafi þekkt þau. Þá hefur morðvopnið í málinu ekki fundist. Krufning á líkum hinna fjögurra kvenna gefur til kynna að þær hafi verið sofandi er atlagan var gerð að þeim. Þær voru stungnar ítrekarð og talið er líklegt að einhverjar þeirra hafi reynt að verja sig gegn atlögunni eftir að hún hófst. Kohberger hefur sem fyrr segir stundan doktorsnám í afbrotafræði við Ríkisháskólann í Washington. Þar hafði hann einnig starfað sem stundakennari. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Grunaður um dularfullt morð á fjórum háskólanemum Lögregla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók í gær karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður er um dularfullt morð á fjórum háskólanemum í Idaho í nóvember. Málið vakti óhug, og jafnframt mikinn áhuga, á samfélagsmiðlum. 31. desember 2022 09:45 Ungmennin í Idaho voru stungin til bana Komið er í ljós að fjögur ungmenni sem fundust látin á heimili sínu fyrir um viku síðan í Idaho voru stungin til bana. Þau voru nemendur í Idaho háskóla í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2022 18:44 Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Greint var frá því fyrir áramót að Lögreglan í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður er um dularfullt morð á fjórum háskólanemum í Idaho í nóvember. Umræddur maður er Bryan Christopher Kohberger, 28 ára doktorsnemi í afbrotafræði við ríkisháskólann í Washington. Háskólanemarnir fjórir sem myrtir voru aðfaranótt 13. nóvember hétu Xana Kernodle, Ethan Chapin, Kaylee Goncalves og Madison Mogen. Þau voru öll rétt um tvítugt og voru stungin til bana í rúmum sínum. Morðin hafa vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum, ekki síst vegna þess að lögreglu virtist lítið verða ágengt við rannsókn þess. Í frétt CNN segir hins vegar að lögreglan hafi meðal annars tekið þrjú hundruð viðtöl vegna þess og rannsakað tuttugu þúsund ábendingar. DNA-leifar og hvíti Hyundai-inn Sjónir lögreglu beindust að Kohberger eftir að hafa rannsakað DNA-leifar á vettvangi og borið þær saman við opinberan DNA-gagnagrunn. Skriður komst hins vegar á málið eftir að lögregla komst að því að hægt var að staðfesta að Kohberger væri eigandi hvítrar Hyundai Elantra bifreiðar, en slík bifreið sást nærri vettvangi morðsins. Við rannsókn málsins hafði lögregla gefið út að leitað væri að hvítum Hyundai Elantra-bíl. Var almenningur beðinn um að senda inn ábendingar. Það var svo rétt fyrir jól þegar Kohberger lagði í langferð á bíl hans, hvítum Hyundai Elantra, frá heimili hans, sem er að sögn yfirvalda stutt frá því þar sem morðin voru framin. Ók hann nærri fjögur þúsund kílómetra á bílnum, frá Idaho til Pennsylvaníu þar sem foreldrar hans eiga heima. Í frétt CNN segir að lögregla hafi hafið eftirlit með honum á meðan á bílferðinni stóð. Á meðan lögregla fylgdist með ferðalaginu byggði hún upp mál gegn Kohberger svo að hægt væri að fá heimild til að handtaka hann. Þar komu DNA-gögnin og eign hans á umræddum bíl sér vel fyrir lögreglu. Handtekinn á heimili foreldra hans Kohberger var handtekinn á heimili foreldra hans í Pennsylvaníu síðastliðin föstudag. Fastlega er gert ráð fyrir því að Kohberger verði fluttur til Idaho vegna málsins. Yfirvöld hafa ekki gefið neitt uppi um hver möguleg tenging Kohberger hafi verið við fórnarlömbin eða hvort hann hafi þekkt þau. Þá hefur morðvopnið í málinu ekki fundist. Krufning á líkum hinna fjögurra kvenna gefur til kynna að þær hafi verið sofandi er atlagan var gerð að þeim. Þær voru stungnar ítrekarð og talið er líklegt að einhverjar þeirra hafi reynt að verja sig gegn atlögunni eftir að hún hófst. Kohberger hefur sem fyrr segir stundan doktorsnám í afbrotafræði við Ríkisháskólann í Washington. Þar hafði hann einnig starfað sem stundakennari.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Grunaður um dularfullt morð á fjórum háskólanemum Lögregla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók í gær karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður er um dularfullt morð á fjórum háskólanemum í Idaho í nóvember. Málið vakti óhug, og jafnframt mikinn áhuga, á samfélagsmiðlum. 31. desember 2022 09:45 Ungmennin í Idaho voru stungin til bana Komið er í ljós að fjögur ungmenni sem fundust látin á heimili sínu fyrir um viku síðan í Idaho voru stungin til bana. Þau voru nemendur í Idaho háskóla í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2022 18:44 Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Grunaður um dularfullt morð á fjórum háskólanemum Lögregla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók í gær karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður er um dularfullt morð á fjórum háskólanemum í Idaho í nóvember. Málið vakti óhug, og jafnframt mikinn áhuga, á samfélagsmiðlum. 31. desember 2022 09:45
Ungmennin í Idaho voru stungin til bana Komið er í ljós að fjögur ungmenni sem fundust látin á heimili sínu fyrir um viku síðan í Idaho voru stungin til bana. Þau voru nemendur í Idaho háskóla í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2022 18:44