Stjórnvöld þurfi að opna augun Snorri Másson skrifar 31. desember 2022 12:09 Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og forseti Alþýðusambandsins gengur inn í Stjórnarráðið fyrir skemmstu. Hann segir stjórnvöld sýna afkomu almennings fálæti á tímum afkomukreppu. Vísir/Vilhelm Sjötíu prósent Íslendinga ná endum saman hver mánaðamót þrátt fyrir talsverða verðbólgu og erfiðar markaðsaðstæður. Tæp 30 prósent eiga í erfiðleikum með að ná endum saman og hluta þeirra tekst það alls ekki og er farinn að safna skuldum. Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld þurfa að opna augun fyrir stöðu fólks. Í könnun Maskínu voru Íslendingar spurðir um fjármál heimilisins á þessari stundu. 35,1% segist ná mjög vel endum saman og geta sparað um mánaðamót. Önnur 35,1% segjast ná endum saman um hver mánaðamót þótt ekki sé sparnaðurinn endilega mikill. 22,1% segjast hafa átt í erfiðleikum með að ná endum saman upp á síðkastið en eru þó ekki farin að safna skuldum. Og 7,3% segjast ekki ná endum saman á þessu stigi og eru farin að safna skuldum. „Þessar niðurstöður koma okkur auðvitað því miður ekki rosalega á óvart. Við höfum séð þetta og bent á að undanförnu að staða fólks er rosalega misjöfn. Það eru hópar sem eru að berjast í bökkum, fólk sem er á leigumarkaði er að glíma við gríðarlegar hækkanir á leigu og fólk á fasteignamarkaði hefur verið að glíma við hærri vexti og aukna greiðslubyrði,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Á sama tíma hafi stjórnvöld til að mynda ekki komið fram með leiguþak og almennt ekki gert nóg. Kristján segir óskiljanlegt að stjórnvöld sýni afkomu almennings í miðri afkomukreppu þvílíkt fálæti. „Það þarf að opna augun fyrir þessu og grípa inn í og styðja við fólkið. Auðvitað sjáum við líka það sem er að gerast um áramótin, það eru ýmsar gjaldskrárhækkanir að koma fram hjá hinu opinbera; þarna þurfa þessir aðilar að taka þetta til sín og gera eitthvað til að styðja við fólkið og varpa þessu ekki yfir á almenning á þessum tímapunkti,“ segir Kristján. Starfsemi verkalýðshreyfingarinnar á árinu hefur einkennst af átökum sem hafa að sögn Kristjáns tekið sinn toll. Þótt bráðabirgðasamningar hafi tekist hjá stærstu félögunum, kemur fram í könnun Maskínu að almenningsálitið er á þá leið að 46% eru í meðallagi ánægð með störf hreyfingarinnar, fjórðungur beinlínis óánægður og tæpur þriðjungur ánægður. Efling á eftir að semja fyrir sína félagsmenn á meðan Starfsgreinasambandið og samflot iðn- og tæknimanna hafa þegar samið. „Ég vona að félagar mínir hjá Eflingu nái að landa kjarasamningi sem fyrst þannig að þeirra félagsfólk muni fá launahækkanir. Og að það gerist sem allra fyrst,“ segir Kristján. Áramót ASÍ Kjaraviðræður 2022 Fjármál heimilisins Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Í könnun Maskínu voru Íslendingar spurðir um fjármál heimilisins á þessari stundu. 35,1% segist ná mjög vel endum saman og geta sparað um mánaðamót. Önnur 35,1% segjast ná endum saman um hver mánaðamót þótt ekki sé sparnaðurinn endilega mikill. 22,1% segjast hafa átt í erfiðleikum með að ná endum saman upp á síðkastið en eru þó ekki farin að safna skuldum. Og 7,3% segjast ekki ná endum saman á þessu stigi og eru farin að safna skuldum. „Þessar niðurstöður koma okkur auðvitað því miður ekki rosalega á óvart. Við höfum séð þetta og bent á að undanförnu að staða fólks er rosalega misjöfn. Það eru hópar sem eru að berjast í bökkum, fólk sem er á leigumarkaði er að glíma við gríðarlegar hækkanir á leigu og fólk á fasteignamarkaði hefur verið að glíma við hærri vexti og aukna greiðslubyrði,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Á sama tíma hafi stjórnvöld til að mynda ekki komið fram með leiguþak og almennt ekki gert nóg. Kristján segir óskiljanlegt að stjórnvöld sýni afkomu almennings í miðri afkomukreppu þvílíkt fálæti. „Það þarf að opna augun fyrir þessu og grípa inn í og styðja við fólkið. Auðvitað sjáum við líka það sem er að gerast um áramótin, það eru ýmsar gjaldskrárhækkanir að koma fram hjá hinu opinbera; þarna þurfa þessir aðilar að taka þetta til sín og gera eitthvað til að styðja við fólkið og varpa þessu ekki yfir á almenning á þessum tímapunkti,“ segir Kristján. Starfsemi verkalýðshreyfingarinnar á árinu hefur einkennst af átökum sem hafa að sögn Kristjáns tekið sinn toll. Þótt bráðabirgðasamningar hafi tekist hjá stærstu félögunum, kemur fram í könnun Maskínu að almenningsálitið er á þá leið að 46% eru í meðallagi ánægð með störf hreyfingarinnar, fjórðungur beinlínis óánægður og tæpur þriðjungur ánægður. Efling á eftir að semja fyrir sína félagsmenn á meðan Starfsgreinasambandið og samflot iðn- og tæknimanna hafa þegar samið. „Ég vona að félagar mínir hjá Eflingu nái að landa kjarasamningi sem fyrst þannig að þeirra félagsfólk muni fá launahækkanir. Og að það gerist sem allra fyrst,“ segir Kristján.
Áramót ASÍ Kjaraviðræður 2022 Fjármál heimilisins Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira