„Það kólnar hratt í húsunum núna“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2022 11:47 Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Allur Reyðarfjörður er rafmagnslaus vegna bilunar og rafmagni verður líklegast ekki komið á aftur fyrr en í kvöld, að sögn bæjarfulltrúa á staðnum. Bærinn sé í raun lamaður en íbúar beri sig vel, þrátt fyrir að enginn hiti sé í húsum. Fram kemur í færslu á vef Rarik að útlit sé fyrir að bilunin, sem kom upp í spenni í Stuðlum inni í Reyðarfirðinum sjálfum, sé mjög alvarleg og útlit fyrir rafmagnsleysi fram á kvöld. Unnið sé að flutningi varaafls annars staðar frá á landinu. Ragnar Sigurðsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð er búsettur á Reyðarfirði. „Þetta er svona frekar erfiður tími, það er mikill snjór og átta stiga frost þannig að þetta er bagalegt. Það kólnar hratt í húsunum núna, hér er öll húshitun með rafmagni,“ segir Ragnar. „Það er í rauninni allt lokað, atvinnulífið er í rauninni lamað en sem betur fer er álverið inni svo það er starfandi. Það er mikil ófærð líka, Fagradalnum var lokað í morgun, svo það er lokað hingað til okkar, sem gerir viðgerðarmönnum erfiðara fyrir að koma varaafli á staðinn og varahlutum.“ Reyna að gera þetta jólalegt Íbúar beri sig vel þó að kuldinn sverfi að. „Það hjálpast bara allir að, þannig að enn sem komið er gengur þetta sinn vanagang svona að mestu leyti,“ segir Ragnar. Þannig að það er bara föðurland og kertaljós í dag? „Já, það er bara svoleiðis. Við reynum bara að gera þetta jólalegt og hafa það fínt.“ Eins og áður segir kemur bilunin upp á óheppilegum tíma en gul veðurviðvörun er í gildi á Austfjörðum í dag og fram undir morgun. Spáð er norðan og norðvestan 15-20 metrum á sekúndu með éljagangi og skafrenningi. Þá má búast við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Uppfært klukkan 13:39. Fulltrúar Fjarðabyggðar hafa nú fundað með Rarik vegna rafmagnsleysisins. Fundað verður aftur klukkan 16:00. Þetta kemur fram í tilkynningu. Ljóst er að alvarleg bilun varð í spenni á stuðlum og vinnur starfsfólk Rarik að greiningu. Búist er við því að rafmagnsleysið muni í það minnsra standa í nokkrar klukkustundir til viðbótar. Varaspennir er á leið frá Akureyri en færðin ræður því hversu fljótt tekst að koma honum á staðinn. Fólk sem þarf á aðstoð að halda er hvatt til að hafa samband við skrifstofu Fjarðabyggðar í síma 470 9000. Veður Fjarðabyggð Orkumál Tengdar fréttir Samfélagið á Reyðarfirði lamað vegna mjög alvarlegrar rafmagnsbilunar Rafmagnslaust hefur verið á Reyðarfirði í morgun og lítur út fyrir að bilunin sé mjög alvarleg. Útlit er fyrir rafmagnsleysi fram á kvöld. 29. desember 2022 10:54 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Fram kemur í færslu á vef Rarik að útlit sé fyrir að bilunin, sem kom upp í spenni í Stuðlum inni í Reyðarfirðinum sjálfum, sé mjög alvarleg og útlit fyrir rafmagnsleysi fram á kvöld. Unnið sé að flutningi varaafls annars staðar frá á landinu. Ragnar Sigurðsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð er búsettur á Reyðarfirði. „Þetta er svona frekar erfiður tími, það er mikill snjór og átta stiga frost þannig að þetta er bagalegt. Það kólnar hratt í húsunum núna, hér er öll húshitun með rafmagni,“ segir Ragnar. „Það er í rauninni allt lokað, atvinnulífið er í rauninni lamað en sem betur fer er álverið inni svo það er starfandi. Það er mikil ófærð líka, Fagradalnum var lokað í morgun, svo það er lokað hingað til okkar, sem gerir viðgerðarmönnum erfiðara fyrir að koma varaafli á staðinn og varahlutum.“ Reyna að gera þetta jólalegt Íbúar beri sig vel þó að kuldinn sverfi að. „Það hjálpast bara allir að, þannig að enn sem komið er gengur þetta sinn vanagang svona að mestu leyti,“ segir Ragnar. Þannig að það er bara föðurland og kertaljós í dag? „Já, það er bara svoleiðis. Við reynum bara að gera þetta jólalegt og hafa það fínt.“ Eins og áður segir kemur bilunin upp á óheppilegum tíma en gul veðurviðvörun er í gildi á Austfjörðum í dag og fram undir morgun. Spáð er norðan og norðvestan 15-20 metrum á sekúndu með éljagangi og skafrenningi. Þá má búast við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Uppfært klukkan 13:39. Fulltrúar Fjarðabyggðar hafa nú fundað með Rarik vegna rafmagnsleysisins. Fundað verður aftur klukkan 16:00. Þetta kemur fram í tilkynningu. Ljóst er að alvarleg bilun varð í spenni á stuðlum og vinnur starfsfólk Rarik að greiningu. Búist er við því að rafmagnsleysið muni í það minnsra standa í nokkrar klukkustundir til viðbótar. Varaspennir er á leið frá Akureyri en færðin ræður því hversu fljótt tekst að koma honum á staðinn. Fólk sem þarf á aðstoð að halda er hvatt til að hafa samband við skrifstofu Fjarðabyggðar í síma 470 9000.
Veður Fjarðabyggð Orkumál Tengdar fréttir Samfélagið á Reyðarfirði lamað vegna mjög alvarlegrar rafmagnsbilunar Rafmagnslaust hefur verið á Reyðarfirði í morgun og lítur út fyrir að bilunin sé mjög alvarleg. Útlit er fyrir rafmagnsleysi fram á kvöld. 29. desember 2022 10:54 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Samfélagið á Reyðarfirði lamað vegna mjög alvarlegrar rafmagnsbilunar Rafmagnslaust hefur verið á Reyðarfirði í morgun og lítur út fyrir að bilunin sé mjög alvarleg. Útlit er fyrir rafmagnsleysi fram á kvöld. 29. desember 2022 10:54