Hringsnerust eftir ákeyrslu og sáu bílinn stinga af Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. desember 2022 17:48 Vinstri afturendi bílsins er skemmdur eftir ákeyrsluna. Fjölskylda frá Reykjanesbæ lenti í nokkuð harkalegri ákeyrslu á Reykjanesbraut í gærkvöldi. Þau auglýsa nú eftir vitnum að ákeyrslunni þar sem ökumaðurinn keyrði af vettvangi skömmu eftir að hafa keyrt á afturhlið bílsins. „Við náum bara ekki utan um þetta, að fólk skuli klessa svona á og svo bara keyra af vettvangi. Og það á jóladag,“ segir Ingibjörg Haraldsdóttir sem auglýsir nú eftir vitnum að ákeyrslunni á Facebook. Hún var á leið heim með eiginmanni sínum og tveimur börnum þegar bíll kom á blússandi siglingu vinstra megin við þau. Þá voru þau stödd á Reykjanesbrautinni, við mót tvöfalda kaflans og þess einfalda hjá álverinu í Straumsvík. „Hann virðist ætla að taka fram úr en svo átta sig á því að hann nái því ekki. Þá rykkir hann bílnum til hægri og ætlar að fara fyrir aftan okkur en endar með því að keyra aftan okkur vinstra megin. Við hringsnúumst og lendum líka framan á bílnum hans.“ Þá hafi bílstjórinn hægt á bílnum um 500 metrum framar og numið loks staðar um 800 metrum frá kyrrstæðum bíl þeirra. „Kannski tveim mínútum síðar er hann bara farinn,“ segir Ingibjörg. „Börnin okkar tvö voru auðvitað í algjöru sjokki, hágrátandi aftur í.“ Þau sáu ekki hvernig bíllinn leit út og lýsa því eftir vitnum að ákeyrslunni. „Eitt vitni sem stansaði nálægt sagði að blár bíll hafi keyrt á ógnarhraða framhjá honum skömmu áður en ákeyrslan átti sér stað. Þetta hefur allavega verið jepplingur því rúðan var við sömu hæð og okkar bíll sem er jepplingur,“ segir Ingibjörg. Bláar rispur af bílnum passa við lýsingar vitna. Samgönguslys Hafnarfjörður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira
„Við náum bara ekki utan um þetta, að fólk skuli klessa svona á og svo bara keyra af vettvangi. Og það á jóladag,“ segir Ingibjörg Haraldsdóttir sem auglýsir nú eftir vitnum að ákeyrslunni á Facebook. Hún var á leið heim með eiginmanni sínum og tveimur börnum þegar bíll kom á blússandi siglingu vinstra megin við þau. Þá voru þau stödd á Reykjanesbrautinni, við mót tvöfalda kaflans og þess einfalda hjá álverinu í Straumsvík. „Hann virðist ætla að taka fram úr en svo átta sig á því að hann nái því ekki. Þá rykkir hann bílnum til hægri og ætlar að fara fyrir aftan okkur en endar með því að keyra aftan okkur vinstra megin. Við hringsnúumst og lendum líka framan á bílnum hans.“ Þá hafi bílstjórinn hægt á bílnum um 500 metrum framar og numið loks staðar um 800 metrum frá kyrrstæðum bíl þeirra. „Kannski tveim mínútum síðar er hann bara farinn,“ segir Ingibjörg. „Börnin okkar tvö voru auðvitað í algjöru sjokki, hágrátandi aftur í.“ Þau sáu ekki hvernig bíllinn leit út og lýsa því eftir vitnum að ákeyrslunni. „Eitt vitni sem stansaði nálægt sagði að blár bíll hafi keyrt á ógnarhraða framhjá honum skömmu áður en ákeyrslan átti sér stað. Þetta hefur allavega verið jepplingur því rúðan var við sömu hæð og okkar bíll sem er jepplingur,“ segir Ingibjörg. Bláar rispur af bílnum passa við lýsingar vitna.
Samgönguslys Hafnarfjörður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira