Samkomulag um viðbótarfjármagn frábært fyrsta skref Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. desember 2022 13:20 Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir að samningur um viðbótarfjármagn frá ríkinu sé frábært fyrsta skref en meira þurfi til að brúa bilið. Í fyrra nam hallinn vegna þjónustu við fatlað fólk 14,2 milljörðum. vísir/egill Samningur ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um sérstaka viðbótarfjármögnun vegna þjónustu við fatlað fólk - og skilar sveitarfélögum fimm milljörðum á næsta ári - er frábært fyrsta skref að mati formanns borgarráðs en meira þurfi þó að koma til. Í dag samþykkti innviðaráðherra tillögu jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um úthlutun á sérstöku 700 milljóna króna framlagi vegna sama málaflokks á yfirstandandi ári. Sveitarfélögin hafa ákaft og ítrekað kallað eftir sanngjarnari kostnaðarskiptingu vegna málaflokks fatlaðs fólks eftir að þjónustan var flutt yfir á sveitarstjórnarstigið 2011 en hallinn vegna þjónustunnar nam 14,2 milljörðum á síðasta ári. Í vikunni var samningur undirritaður á milli þriggja ráðuneyta og SÍS sem skilar sveitarstjórnum fimm milljörðum króna á næsta ári. Útfærslan er þannig að útsvarsálagning sveitarfélaga hækkar um 0.22% gegn samsvarandi lækkun tekjuskatts ríkisins. Við þessa tilfærslu fjármuna eykst skattbyrði einstaklinga ekki. Málaflokkurinn er þyngstur allra hjá Reykjavíkurborg. Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs. „Þær tillögur sem birtust í fjárlögum núna rétt fyrir jólin eru mjög gott fyrsta skref og sveitarfélögin hafa núna um allt land verið að hækka útsvarsprósentu sína á sama tíma og ríkið lækkar sínar álögur þannig að þetta kemur út á jöfnu fyrir almenning en það fást þá fimm milljarðar inn á sveitarstjórnarstigið til að standa undir rekstri málaflokks fatlaðs fólks en miðað við að hallinn 2021 yfir landið er um 14 milljarðar þá eru þessir milljarðar hluti af þeirri upphæð. Reykjavíkurborg sinnir mjög umfangsmikilli þjónustu og það er mjög brýnt að ríkið komi með einbeittari hætti inn í þetta mál,“ segir Einar. Í samningnum er kveðið á um að ráðist verði í rekstrarúttektir hjá sveitarfélögunum þar sem skoðað verður hvernig þeim gengur að reka þjónustuna. Einar segist fagna slíkri úttekt. „Ég held það muni einfaldlega styrkja kröfugerð sveitarfélaganna gagnvart ríkinu í þessu.“ En í dag samþykkti innviðaráðherra tillögu jöfnunarsjóðs um úthlutun á sérstöku 700 milljóna króna framlagi vegna yfirstandandi árs. Af þessari úthlutun fær borgin mest eða tæp 52% en útreikningur á skiptingu framlagsins byggist á rekstrarniðurstöðu sveitarfélaga á árinu 2021. Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Borgarstjórn Tengdar fréttir Farið hörðum orðum um vanfjármögnun og mismunun ríkisins Reykjarvíkurborg hefur skilað umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár til fjárlaganefndar Alþingis. Þar er meðal annars farið hörðum orðum um vanfjármögnun ríkisins á Strætó. Borgin segir börnum af erlendum uppruna mismunað þar sem Reykjavík sé útilokað frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna vegna stærðar sinnar. 8. október 2022 17:26 Fjárhagsáætlun samþykkt í borgarstjórn Fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, og Viðreisnar var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. 7. desember 2022 08:34 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Sjá meira
Sveitarfélögin hafa ákaft og ítrekað kallað eftir sanngjarnari kostnaðarskiptingu vegna málaflokks fatlaðs fólks eftir að þjónustan var flutt yfir á sveitarstjórnarstigið 2011 en hallinn vegna þjónustunnar nam 14,2 milljörðum á síðasta ári. Í vikunni var samningur undirritaður á milli þriggja ráðuneyta og SÍS sem skilar sveitarstjórnum fimm milljörðum króna á næsta ári. Útfærslan er þannig að útsvarsálagning sveitarfélaga hækkar um 0.22% gegn samsvarandi lækkun tekjuskatts ríkisins. Við þessa tilfærslu fjármuna eykst skattbyrði einstaklinga ekki. Málaflokkurinn er þyngstur allra hjá Reykjavíkurborg. Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs. „Þær tillögur sem birtust í fjárlögum núna rétt fyrir jólin eru mjög gott fyrsta skref og sveitarfélögin hafa núna um allt land verið að hækka útsvarsprósentu sína á sama tíma og ríkið lækkar sínar álögur þannig að þetta kemur út á jöfnu fyrir almenning en það fást þá fimm milljarðar inn á sveitarstjórnarstigið til að standa undir rekstri málaflokks fatlaðs fólks en miðað við að hallinn 2021 yfir landið er um 14 milljarðar þá eru þessir milljarðar hluti af þeirri upphæð. Reykjavíkurborg sinnir mjög umfangsmikilli þjónustu og það er mjög brýnt að ríkið komi með einbeittari hætti inn í þetta mál,“ segir Einar. Í samningnum er kveðið á um að ráðist verði í rekstrarúttektir hjá sveitarfélögunum þar sem skoðað verður hvernig þeim gengur að reka þjónustuna. Einar segist fagna slíkri úttekt. „Ég held það muni einfaldlega styrkja kröfugerð sveitarfélaganna gagnvart ríkinu í þessu.“ En í dag samþykkti innviðaráðherra tillögu jöfnunarsjóðs um úthlutun á sérstöku 700 milljóna króna framlagi vegna yfirstandandi árs. Af þessari úthlutun fær borgin mest eða tæp 52% en útreikningur á skiptingu framlagsins byggist á rekstrarniðurstöðu sveitarfélaga á árinu 2021.
Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Borgarstjórn Tengdar fréttir Farið hörðum orðum um vanfjármögnun og mismunun ríkisins Reykjarvíkurborg hefur skilað umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár til fjárlaganefndar Alþingis. Þar er meðal annars farið hörðum orðum um vanfjármögnun ríkisins á Strætó. Borgin segir börnum af erlendum uppruna mismunað þar sem Reykjavík sé útilokað frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna vegna stærðar sinnar. 8. október 2022 17:26 Fjárhagsáætlun samþykkt í borgarstjórn Fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, og Viðreisnar var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. 7. desember 2022 08:34 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Sjá meira
Farið hörðum orðum um vanfjármögnun og mismunun ríkisins Reykjarvíkurborg hefur skilað umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár til fjárlaganefndar Alþingis. Þar er meðal annars farið hörðum orðum um vanfjármögnun ríkisins á Strætó. Borgin segir börnum af erlendum uppruna mismunað þar sem Reykjavík sé útilokað frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna vegna stærðar sinnar. 8. október 2022 17:26
Fjárhagsáætlun samþykkt í borgarstjórn Fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, og Viðreisnar var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. 7. desember 2022 08:34