Krakkar oft komnir lengra en fagfólk í kynfræðslu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. desember 2022 19:00 Ása Sjöfn Lórensdóttir fagstjóri heilsuverndar skólabarna hjá Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar. Vísir/Egill Samræma þarf kynfræðslu í grunnskólum og gera hana betri að mati fagstjóra heilsuverndar skólabarna. Nauðsynlegt sé að uppfæra hana því oft séu krakkarnir komnir mun lengra en fagfólk. Hún segir slæmt að nánast engin kynfræðsla sé á leikskóla-og framhaldsskólastigi. Kallað hefur verið eftir aukinni kynfræðslu í grunnskólum en sífellt fleiri nemendur tilkynna um óæskilega kynferðislega hegðun. Ása Sjöfn Lórensdóttir fagstjóri heilsuverndar skólabarna hjá Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar sem sér um kynfræðslu í grunnskólum borgarinnar segir að allt efni hafi verið uppfært þar fyrir hálfu ári. En fleiri þurfi að koma að málaflokknum. „Fræðslan þarf að vera betri, hún þarf að vera samræmdari og við þurfum að geta talað um kynheilbrigði á eðlilegan máta. Það er í raun og veru ekkert markvisst í gangi í leikskólum hvað þetta varðar. Það er aðeins meira í grunnskólum, við erum með námskrá og fullt af efni. Í framhaldsskólum er heldur ekkert endilega neitt markvisst í gangi og þar vildum við gjarnan vilja auka fræðslu,“ segir hún. Í raun kemur þetta fram í þingsályktun sem var samþykkt fyrir tveimur árum þar sem kveðið er á um að forvarnir við kynbundnu ofbeldi verði samþættar kennslu og skólastarfi á öllum skólastigum. Ása segir enn fremur mikilvægt að fagfólk uppfæri þekkinguna því aðgangur að klámi sé gríðarlegur. Dæmi eru um að allt að sex ára gömul börn séu orðnir virkir notendur að klámi. „Stundum er það þannig að það eru að koma upp atvik í kynheilbrigðistímum að börnin fara að tala um hluti sem fræðararnir eða kennararnir hafa ekki hugmynd um. Þannig að þau eru komin miklu, miklu lengra og þá þurfum við að vera tilbúin að taka umræðuna þar. Þá hvað þau eru að skoða á netinu og hvaða áhrif það getur haft á þau,“ segir hún. Jákvætt að börnin segi frá Ása segir jákvætt að fleiri ungmenni tilkynni um óæskilega kynferðislega hegðun nú en áður þegar slík mál komust ekki upp á yfirborðið. „Það er mjög mikilvægt að börn geti sagt frá. Við vitum það að börn sem hafa orðið fyrir áföllum í bernsku og ekki fengið hjálp til að vinna úr þeim eru líklegri til að þróa með sér heilsufarsvanda í framtíðinni. Það er því gríðarlega mikilvægt að þau hafi vettvang innan skólakerfisins til að segja frá og fá aðstoð,“ segir Ása að lokum. Kynferðisofbeldi Kynlíf Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Of algengt að meintum þolanda eða geranda sé slaufað í grunnskólum Ráðgjafateymi borgarinnar fær vikulega eða oftar til sín mál vegna óæskilegrar kynferðislegra hegðunar grunnskólabarna. Sérfræðingur hjá borginni segir of algengt að meintum þolendum og gerendum sé slaufað eftir að sögusagnir fari á flug. Gríðarlega mikilvægt sé að auka kynfræðslu. 21. desember 2022 19:01 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Kallað hefur verið eftir aukinni kynfræðslu í grunnskólum en sífellt fleiri nemendur tilkynna um óæskilega kynferðislega hegðun. Ása Sjöfn Lórensdóttir fagstjóri heilsuverndar skólabarna hjá Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar sem sér um kynfræðslu í grunnskólum borgarinnar segir að allt efni hafi verið uppfært þar fyrir hálfu ári. En fleiri þurfi að koma að málaflokknum. „Fræðslan þarf að vera betri, hún þarf að vera samræmdari og við þurfum að geta talað um kynheilbrigði á eðlilegan máta. Það er í raun og veru ekkert markvisst í gangi í leikskólum hvað þetta varðar. Það er aðeins meira í grunnskólum, við erum með námskrá og fullt af efni. Í framhaldsskólum er heldur ekkert endilega neitt markvisst í gangi og þar vildum við gjarnan vilja auka fræðslu,“ segir hún. Í raun kemur þetta fram í þingsályktun sem var samþykkt fyrir tveimur árum þar sem kveðið er á um að forvarnir við kynbundnu ofbeldi verði samþættar kennslu og skólastarfi á öllum skólastigum. Ása segir enn fremur mikilvægt að fagfólk uppfæri þekkinguna því aðgangur að klámi sé gríðarlegur. Dæmi eru um að allt að sex ára gömul börn séu orðnir virkir notendur að klámi. „Stundum er það þannig að það eru að koma upp atvik í kynheilbrigðistímum að börnin fara að tala um hluti sem fræðararnir eða kennararnir hafa ekki hugmynd um. Þannig að þau eru komin miklu, miklu lengra og þá þurfum við að vera tilbúin að taka umræðuna þar. Þá hvað þau eru að skoða á netinu og hvaða áhrif það getur haft á þau,“ segir hún. Jákvætt að börnin segi frá Ása segir jákvætt að fleiri ungmenni tilkynni um óæskilega kynferðislega hegðun nú en áður þegar slík mál komust ekki upp á yfirborðið. „Það er mjög mikilvægt að börn geti sagt frá. Við vitum það að börn sem hafa orðið fyrir áföllum í bernsku og ekki fengið hjálp til að vinna úr þeim eru líklegri til að þróa með sér heilsufarsvanda í framtíðinni. Það er því gríðarlega mikilvægt að þau hafi vettvang innan skólakerfisins til að segja frá og fá aðstoð,“ segir Ása að lokum.
Kynferðisofbeldi Kynlíf Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Of algengt að meintum þolanda eða geranda sé slaufað í grunnskólum Ráðgjafateymi borgarinnar fær vikulega eða oftar til sín mál vegna óæskilegrar kynferðislegra hegðunar grunnskólabarna. Sérfræðingur hjá borginni segir of algengt að meintum þolendum og gerendum sé slaufað eftir að sögusagnir fari á flug. Gríðarlega mikilvægt sé að auka kynfræðslu. 21. desember 2022 19:01 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Of algengt að meintum þolanda eða geranda sé slaufað í grunnskólum Ráðgjafateymi borgarinnar fær vikulega eða oftar til sín mál vegna óæskilegrar kynferðislegra hegðunar grunnskólabarna. Sérfræðingur hjá borginni segir of algengt að meintum þolendum og gerendum sé slaufað eftir að sögusagnir fari á flug. Gríðarlega mikilvægt sé að auka kynfræðslu. 21. desember 2022 19:01