Föst á Keflavíkurflugvelli: „Þetta er í einu orði sagt ömurlegt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2022 15:58 Ætla má að mínúturnar líði hægt hjá þessum ferðalöngum. Hallfríður Ólafsdóttir Hallfríður Þórarinsdóttir er ein fjölmargra Íslendinga sem ætlaði að vera komin í sól og sumaryl á Tenerife seinni partinn í dag. Hún situr hins vegar í rútu fyrir utan Keflavíkurflugvöll og hefur gert í fimm klukkustundir. Hún segir upplýsingaþjónustu til farþega til skammar. Aflýst er orð dagsins á Keflavíkurflugvelli þar sem líklega á annað þúsund manns hafast nú við og bíða upplýsinga. Veðrið hefur sett strik í reikninginn. Fjöldi fólks var kominn út á flugvöll þegar flugferðum var aflýst. Reykjanesbrautin er lokuð. Ein rútan á bílaplaninu er full. Það er rútan sem Hallfríður situr í enda ákváðu þau að halda kyrru fyrir ólíkt fólkinu í öðrum rútum. Fyrir vikið er í það minnsta hlýtt hjá þeim en Hallfríður segir skítkalt inni í flugstöðinni.Hallfríður Ólafsdóttir Hallfríður vaknaði klukkan hálf sex í morgun og skoðaði vef Isavia. Flug var á áætlun. Hún kom sér niður á Umferðarmiðstöð BSÍ og tók rútuna klukkan hálf sjö. Sú lagði af stað um hálftíma síðar. „Við vorum svona klukkutíma að álverinu í Straumsvík. Svo biðum við og biðum eftir því að fá að fara á eftir plógi,“ segir Hallfríður. Ferðin sóttist hægt en Hallfríði blöskraði þegar hún sá ýmsa taka fram úr plógnum. Brunuðu fram úr en beint í skafl „Það fóru nokkrir gæjar fram úr plógnum, brunuðu bara fram úr,“ segir Hallfríður. Þeir hafi hins vegar lent í skafli og tafið fyrir öllum. „Þeir sátu þarna pikkfastir svo við urðum aðeins stopp þar. Það þarf dráttarbíla til að færa þá úr skaflinum.“ Þegar komið var út á Keflavíkurflugvöll mat Hallfríður bestan kostinn að fólk héldi kyrru fyrir í rútunni. Ekki hafi allir í rútunni verið sannfærðir um þá ákvörðun en nú þakki fólk fyrir. „Það er ískalt inni í flugstöðvarbyggingunni. Við erum heppin að vera úti í rútu.“ Fólk ýmist liggur eða situr á töskum sínum í köldum flugstöðvar salnum.Hallfríður Ólafsdóttir Alls konar fólk er í rútunni. Íslendingar og útlendingar. Allt niður í eins árs börn og upp í eldri borgara sem séu slappir til heilsunar. „Við fáum engar fréttir einu né neinu. Hvers konar þjónusta er þetta eiginlega? Ég hélt að Ísland væri þróaðra en þetta,“ segir Hallfríður. Hún er ekki alveg viss hvern drag eigi til ábyrgðar en nefnir Isavia, sem stýrir Keflavíkurflugvelli, og Icelandair sem dæmi. Hvorki lögregla né björgunarsveitir hafi heldur rætt við fólkið í rútunni. „Við fáum engar upplýsingar og hvorki vott né þurrt. Þetta er í einu orði sagt ömurlegt.“ Þessar tvær hafa nægan tíma til að fara yfir málin.Hallfríður Ólafsdóttir Hallfríður starfar hjá Kynnisferðum og ákvað að setjast í leiðsögumannasætið í rútunni og hjálpa til. Fólk spyrji hana spurninga sem hún geti ekki svarað. Þau sitja bara sem fastast í rútunni. „Ég var á leiðini í sól en settist bara í gædasætið svo það væri hægt að fylla rútuna. Svo reyni ég að halda uppi einhverjum móral.“ Í símtali blaðamanns við Hallfríði mátti heyra í börnum sem eru eðli máls samkvæmt orðin óþolinmóð. Hallfríður segir börnin ótrúlega þolinmóð miðað við aðstæður. Þetta fólk fann sér krók við salernin í kjallaranum.Hallfríður Ólafsdóttir Guðni Sigurðsson, samskiptastjóri hjá Icelandair, tjáði Vísi fyrir stundu að langflestir á Keflavíkurflugvelli hafi tekið stöðunni með jafnaðargeði þótt fólk sé ekki alltaf sátt við aðstæður sem þessar þar sem lítið sé um upplýsingar. Ástandið væri sérstaklega erfitt þegar fólkið var fast á innritunarsvæði flugstöðvarinnar en það hafi batnað eftir að opnað var upp á verslunarsvæðið. Hann segir að allt starfsfólk á flugvellinum vinni nú hörðum höndum að því að liðsinna fólki. „Það eru allir í þessu saman í flugstöðinni,“ segir hann. Ætla má að margir séu svangir á flugvellinum.Hallfríður Ólafsdóttir Óvissa er með framhaldið á Keflavíkurflugvelli.Hallfríður Ólafsdóttir Margir hafa reynt að festa svefn en óvíst hve mörgum hefur tekist það ætlunarverk sitt.Hallfríður Ólafsdóttir Þessir ferðalangar fundu sér í það minnsta eitthvað að borða.Hallfríður Ólafsdóttir Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Kanaríeyjar Ferðalög Tengdar fréttir Veðurvaktin: Flugferðum aflýst og víðtækar vegalokanir Reykjanesbraut hefur verið lokað og öllum flugferðum Icelandair til Evrópu í fyrramálið verið aflýst vegna veðurs. 19. desember 2022 09:58 Öllu millilandaflugi aflýst í dag og ferðaplön fjölmargra í uppnámi Flugferðum frá Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst í dag vegna óveðursins sem nú geisar. Icelandair hefur þá einnig þurft að aflýsa innanlandsflugi í dag. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir óveðrið skella á á versta tíma. Ferðaplön mörgþúsund Íslendinga séu í uppnámi nú rétt fyrir jól. 19. desember 2022 13:16 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Aflýst er orð dagsins á Keflavíkurflugvelli þar sem líklega á annað þúsund manns hafast nú við og bíða upplýsinga. Veðrið hefur sett strik í reikninginn. Fjöldi fólks var kominn út á flugvöll þegar flugferðum var aflýst. Reykjanesbrautin er lokuð. Ein rútan á bílaplaninu er full. Það er rútan sem Hallfríður situr í enda ákváðu þau að halda kyrru fyrir ólíkt fólkinu í öðrum rútum. Fyrir vikið er í það minnsta hlýtt hjá þeim en Hallfríður segir skítkalt inni í flugstöðinni.Hallfríður Ólafsdóttir Hallfríður vaknaði klukkan hálf sex í morgun og skoðaði vef Isavia. Flug var á áætlun. Hún kom sér niður á Umferðarmiðstöð BSÍ og tók rútuna klukkan hálf sjö. Sú lagði af stað um hálftíma síðar. „Við vorum svona klukkutíma að álverinu í Straumsvík. Svo biðum við og biðum eftir því að fá að fara á eftir plógi,“ segir Hallfríður. Ferðin sóttist hægt en Hallfríði blöskraði þegar hún sá ýmsa taka fram úr plógnum. Brunuðu fram úr en beint í skafl „Það fóru nokkrir gæjar fram úr plógnum, brunuðu bara fram úr,“ segir Hallfríður. Þeir hafi hins vegar lent í skafli og tafið fyrir öllum. „Þeir sátu þarna pikkfastir svo við urðum aðeins stopp þar. Það þarf dráttarbíla til að færa þá úr skaflinum.“ Þegar komið var út á Keflavíkurflugvöll mat Hallfríður bestan kostinn að fólk héldi kyrru fyrir í rútunni. Ekki hafi allir í rútunni verið sannfærðir um þá ákvörðun en nú þakki fólk fyrir. „Það er ískalt inni í flugstöðvarbyggingunni. Við erum heppin að vera úti í rútu.“ Fólk ýmist liggur eða situr á töskum sínum í köldum flugstöðvar salnum.Hallfríður Ólafsdóttir Alls konar fólk er í rútunni. Íslendingar og útlendingar. Allt niður í eins árs börn og upp í eldri borgara sem séu slappir til heilsunar. „Við fáum engar fréttir einu né neinu. Hvers konar þjónusta er þetta eiginlega? Ég hélt að Ísland væri þróaðra en þetta,“ segir Hallfríður. Hún er ekki alveg viss hvern drag eigi til ábyrgðar en nefnir Isavia, sem stýrir Keflavíkurflugvelli, og Icelandair sem dæmi. Hvorki lögregla né björgunarsveitir hafi heldur rætt við fólkið í rútunni. „Við fáum engar upplýsingar og hvorki vott né þurrt. Þetta er í einu orði sagt ömurlegt.“ Þessar tvær hafa nægan tíma til að fara yfir málin.Hallfríður Ólafsdóttir Hallfríður starfar hjá Kynnisferðum og ákvað að setjast í leiðsögumannasætið í rútunni og hjálpa til. Fólk spyrji hana spurninga sem hún geti ekki svarað. Þau sitja bara sem fastast í rútunni. „Ég var á leiðini í sól en settist bara í gædasætið svo það væri hægt að fylla rútuna. Svo reyni ég að halda uppi einhverjum móral.“ Í símtali blaðamanns við Hallfríði mátti heyra í börnum sem eru eðli máls samkvæmt orðin óþolinmóð. Hallfríður segir börnin ótrúlega þolinmóð miðað við aðstæður. Þetta fólk fann sér krók við salernin í kjallaranum.Hallfríður Ólafsdóttir Guðni Sigurðsson, samskiptastjóri hjá Icelandair, tjáði Vísi fyrir stundu að langflestir á Keflavíkurflugvelli hafi tekið stöðunni með jafnaðargeði þótt fólk sé ekki alltaf sátt við aðstæður sem þessar þar sem lítið sé um upplýsingar. Ástandið væri sérstaklega erfitt þegar fólkið var fast á innritunarsvæði flugstöðvarinnar en það hafi batnað eftir að opnað var upp á verslunarsvæðið. Hann segir að allt starfsfólk á flugvellinum vinni nú hörðum höndum að því að liðsinna fólki. „Það eru allir í þessu saman í flugstöðinni,“ segir hann. Ætla má að margir séu svangir á flugvellinum.Hallfríður Ólafsdóttir Óvissa er með framhaldið á Keflavíkurflugvelli.Hallfríður Ólafsdóttir Margir hafa reynt að festa svefn en óvíst hve mörgum hefur tekist það ætlunarverk sitt.Hallfríður Ólafsdóttir Þessir ferðalangar fundu sér í það minnsta eitthvað að borða.Hallfríður Ólafsdóttir
Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Kanaríeyjar Ferðalög Tengdar fréttir Veðurvaktin: Flugferðum aflýst og víðtækar vegalokanir Reykjanesbraut hefur verið lokað og öllum flugferðum Icelandair til Evrópu í fyrramálið verið aflýst vegna veðurs. 19. desember 2022 09:58 Öllu millilandaflugi aflýst í dag og ferðaplön fjölmargra í uppnámi Flugferðum frá Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst í dag vegna óveðursins sem nú geisar. Icelandair hefur þá einnig þurft að aflýsa innanlandsflugi í dag. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir óveðrið skella á á versta tíma. Ferðaplön mörgþúsund Íslendinga séu í uppnámi nú rétt fyrir jól. 19. desember 2022 13:16 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Veðurvaktin: Flugferðum aflýst og víðtækar vegalokanir Reykjanesbraut hefur verið lokað og öllum flugferðum Icelandair til Evrópu í fyrramálið verið aflýst vegna veðurs. 19. desember 2022 09:58
Öllu millilandaflugi aflýst í dag og ferðaplön fjölmargra í uppnámi Flugferðum frá Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst í dag vegna óveðursins sem nú geisar. Icelandair hefur þá einnig þurft að aflýsa innanlandsflugi í dag. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir óveðrið skella á á versta tíma. Ferðaplön mörgþúsund Íslendinga séu í uppnámi nú rétt fyrir jól. 19. desember 2022 13:16