Mannúð í anda jólanna Inga Sæland skrifar 19. desember 2022 10:31 Til hamingju elsku öryrkjar sem fáið nú viðbótar desemberuppbót skatta og skerðingalausa fyrir jólin. Ég þekki af eigin raun hversu það er sárt að vera algjörlega vanmáttugur gagnvart fátæktinni sem þúsundir mega þola í boði ríkisstjórnarinnar án þess að fá rönd við reist. Því er það mér afar erfitt að tala um meðferð þingmanna meirihlutans á sárafætæku eldra fólki sem hefur ekkert annað lífsviðurværi en berstrípaðar greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins. Þrívegis fengu þau tækifæri til að taka utan um þennan fámenna hóp og rétta þeim hjálparhönd fyrir jólin. Þrívegis sögðu þau NEI! Í atkvæðaskýringum með síðustu breytingatillögu minni um málið, þar sem ég óskaði eftir 126 milljónum króna til 2080 bláfætækra í sárri neyð kom félags og vinnumarkaðsmálaráðherra í atkvæðaskýringar. Hann sagði meðal annars: „Ég skil auðvitað líkt og önnur hér, viljann til þess að mæta hópi þess eldra fólks sem lökust hafa kjörin nú í desember en sú tillaga sem hv. þm. Inga Sæland hefur ítrekað lagt fram hefur verið óskýr og lagalega ótæk að mínu viti, þó svo að hún hafi vissulega skánað eftir því sem á líður.“ Ef þetta er skilningur hæstvirts ráðherra á einföldustu breytingatillögu þingvetrarins þá hvet ég hann til að hugsa sinn gang. Hugsanlega eitthvað annað starf sem hentar honum betur. Ráðherrann lét ekki þar við sitja og hélt ótrauður áfram að freista þess að réttlæta mannvonskuna sem augljóslega felst í því að segja NEI! „En burt séð frá þessu þá vara ég við því að setja plástra á ellilífeyriskerfinu sem var einfaldað og bætt fyrir nokkrum árum og sem leiddi til kjarabóta fyrir eldra fólk.“ Hvers vegna er Flokkur fólksins að kalla eftir plástri? Liggur það ekki í augum uppi að það er vegna þess að þessu fólki blæðir. Gamalt fólk sem á hvergi höfði sínu að halla þarf á fjárhagslegum stuðningi að halda. Ekki seinna, heldur núna. Enn fremur kemur fram hjá ráðherranum að nú sé nefnd að störfum undir forystu ráðuneytis hans sem fjallar einmitt um stöðu þess hluta ellilífeyrisþega sem lökust hafa kjörin og telur hann farsælla að sú nefnd fjalli um það sem hér er til umfjöllunar. Mér er ofboðið. Hvernig í veröldinni á það að hjálpa fólki í neyð fyrir jólin að ráðherrann sé að vinna með málið í nefnd? Ég á einfalt svar við því. Eldra fólk í sárri neyð fyrir jólin græðir ekkert á því að verið sé að fjalla um málið í nefnd næstu árin. Að lokum vil ég þakka ykkur öllum fyrir hlýju ykkar og stuðning við Flokk fólksins. Við munum alltaf setja fólkið í fyrsta sæti Gleðileg jól Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Til hamingju elsku öryrkjar sem fáið nú viðbótar desemberuppbót skatta og skerðingalausa fyrir jólin. Ég þekki af eigin raun hversu það er sárt að vera algjörlega vanmáttugur gagnvart fátæktinni sem þúsundir mega þola í boði ríkisstjórnarinnar án þess að fá rönd við reist. Því er það mér afar erfitt að tala um meðferð þingmanna meirihlutans á sárafætæku eldra fólki sem hefur ekkert annað lífsviðurværi en berstrípaðar greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins. Þrívegis fengu þau tækifæri til að taka utan um þennan fámenna hóp og rétta þeim hjálparhönd fyrir jólin. Þrívegis sögðu þau NEI! Í atkvæðaskýringum með síðustu breytingatillögu minni um málið, þar sem ég óskaði eftir 126 milljónum króna til 2080 bláfætækra í sárri neyð kom félags og vinnumarkaðsmálaráðherra í atkvæðaskýringar. Hann sagði meðal annars: „Ég skil auðvitað líkt og önnur hér, viljann til þess að mæta hópi þess eldra fólks sem lökust hafa kjörin nú í desember en sú tillaga sem hv. þm. Inga Sæland hefur ítrekað lagt fram hefur verið óskýr og lagalega ótæk að mínu viti, þó svo að hún hafi vissulega skánað eftir því sem á líður.“ Ef þetta er skilningur hæstvirts ráðherra á einföldustu breytingatillögu þingvetrarins þá hvet ég hann til að hugsa sinn gang. Hugsanlega eitthvað annað starf sem hentar honum betur. Ráðherrann lét ekki þar við sitja og hélt ótrauður áfram að freista þess að réttlæta mannvonskuna sem augljóslega felst í því að segja NEI! „En burt séð frá þessu þá vara ég við því að setja plástra á ellilífeyriskerfinu sem var einfaldað og bætt fyrir nokkrum árum og sem leiddi til kjarabóta fyrir eldra fólk.“ Hvers vegna er Flokkur fólksins að kalla eftir plástri? Liggur það ekki í augum uppi að það er vegna þess að þessu fólki blæðir. Gamalt fólk sem á hvergi höfði sínu að halla þarf á fjárhagslegum stuðningi að halda. Ekki seinna, heldur núna. Enn fremur kemur fram hjá ráðherranum að nú sé nefnd að störfum undir forystu ráðuneytis hans sem fjallar einmitt um stöðu þess hluta ellilífeyrisþega sem lökust hafa kjörin og telur hann farsælla að sú nefnd fjalli um það sem hér er til umfjöllunar. Mér er ofboðið. Hvernig í veröldinni á það að hjálpa fólki í neyð fyrir jólin að ráðherrann sé að vinna með málið í nefnd? Ég á einfalt svar við því. Eldra fólk í sárri neyð fyrir jólin græðir ekkert á því að verið sé að fjalla um málið í nefnd næstu árin. Að lokum vil ég þakka ykkur öllum fyrir hlýju ykkar og stuðning við Flokk fólksins. Við munum alltaf setja fólkið í fyrsta sæti Gleðileg jól Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun