Upprunaábyrgðir lækka raforkuverð Tinna Traustadóttir og Valur Ægisson skrifa 19. desember 2022 08:01 Kostnaður við nýjar virkjanir hefur hækkað. Þá hækkun má rekja til ýmissa þátta, t.d. hefur orðið töluverð hækkun á aðföngum sem rekja má m.a. til covid-faraldursins og stríðsins í Úkraínu. Önnur ástæða er að hagkvæmustu virkjanakostir hafa þegar verið nýttir. Þá geta atriði eins og miklar tafir á leyfisveitingum aukið kostnað við virkjun, eins og nýlegt dæmi af Hvammsvirkjun sannar. Á móti þessum aukna kostnaði vega hins vegar síaukin verðmæti græna þáttar raforkunnar í gegnum upprunaábyrgðir. Sala á upprunaábyrgðum skilar Landsvirkjun 2 milljörðum króna á þessu ári og miðað við núverandi markaðsverð er verðmæti upprunaábyrgða vegna allrar orkuvinnslu Landsvirkjunar um 15 milljarðar árlega. Hið evrópska kerfi upprunaábyrgða er því loks að skila því sem til var ætlast, að tryggja þeim sem vinna endurnýjanlega orku hærra verð en ella og hvetja þannig til orkuskipta. Góð staða orkufyrirtækis þjóðarinnar Hvammsvirkjun verður 8. virkjun Landsvirkjunar á Þjórsársvæði og nú þegar virkjunarleyfi er í höfn bendir allt til að framkvæmdir geti hafist á næsta ári. Orkufyrirtæki þjóðarinnar stendur vissulega vel að vígi um þessar mundir, skuldir íþyngja fyrirtækinu ekki og tekjur þess og hagnaður aldrei verið meiri. Okkur ber að fara vel með auðlindir þjóðarinnar og eign hennar í Landsvirkjun og því munum við ávallt meta hagkvæmustu leiðina til að afla frekari endurnýjanlegrar orku, sem er nauðsynleg til orkuskipta. IRENA, alþjóðleg samtök 165 ríkja og Evrópusambandsins um endurnýjanlega orkuvinnslu, gáfu út meðalframleiðslukostnað nýrra virkjana árið 2021. Meðaltalið fyrir vatnsafl er 48 USD/MWst og vindorku á landi, án jöfnunar, 33 USD/MWst. Miðað við núverandi verð á upprunaábyrgðum (meðalverð nóv. 2022) standa þær undir um 10-20% af þeim kostnaði. Því er ljóst að vægi upprunaábyrgða er að aukast og munu þær hafa áhrif á ákvörðun um nýtt framboð endurnýjanlegra orkugjafa á Íslandi og annars staðar. Vissulega er mikil einföldun að líta á heildarsölu Landsvirkjunar á upprunaábyrgðum og vega á móti einum virkjunarkosti, eins og t.d. Hvammsvirkjun, enda byggir sú sala á allri orkuvinnslu Landsvirkjunar. Hún á t.d. að hluta rætur sínar að rekja til Búðarhálsvirkjunar (2014), Þeistareykja (2017) og Búrfellsvirkjunar II (2018) og vinnur á móti kostnaði við gerð þeirra nýlegu virkjana. En þessi einföldun skýrir stöðuna hins vegar ágætlega: Ef verðmæti allra upprunaábyrgða vegna orkuvinnslu Landsvirkjunar á núverandi markaðsverði vægi á móti kostnaði við Hvammsvirkjun eina myndi gerð þess mannvirkis borga sig á nokkrum árum. Upprunaábyrgðirnar eru í raun og sann að standa undir uppbyggingu endurnýjanlegrar orkuvinnslu. Heldur orkuverði í skefjum Aukið verðmæti upprunaábyrgðanna, sérstaklega á allra síðustu misserum, hefur leitt til þess að Landsvirkjun lítur sérstaklega til þess verðmætis við fjárhagslega greiningu virkjanakosta. Kostnaðarverð raforku frá nýjum virkjunum setur í raun það lámarksverð sem orkufyrirtækin þurfa að fá í nýjum raforkusamningum eða við endurnýjun eldri raforkusamninga. Sérstakar tekjur af upprunaábyrgðum vegna nýrra virkjana draga því beint úr þeim hækkunum á raforkuverði sem annars hefðu óhjákvæmilega orðið. Tinna er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun og Valur er forstöðumaður á sama sviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Kostnaður við nýjar virkjanir hefur hækkað. Þá hækkun má rekja til ýmissa þátta, t.d. hefur orðið töluverð hækkun á aðföngum sem rekja má m.a. til covid-faraldursins og stríðsins í Úkraínu. Önnur ástæða er að hagkvæmustu virkjanakostir hafa þegar verið nýttir. Þá geta atriði eins og miklar tafir á leyfisveitingum aukið kostnað við virkjun, eins og nýlegt dæmi af Hvammsvirkjun sannar. Á móti þessum aukna kostnaði vega hins vegar síaukin verðmæti græna þáttar raforkunnar í gegnum upprunaábyrgðir. Sala á upprunaábyrgðum skilar Landsvirkjun 2 milljörðum króna á þessu ári og miðað við núverandi markaðsverð er verðmæti upprunaábyrgða vegna allrar orkuvinnslu Landsvirkjunar um 15 milljarðar árlega. Hið evrópska kerfi upprunaábyrgða er því loks að skila því sem til var ætlast, að tryggja þeim sem vinna endurnýjanlega orku hærra verð en ella og hvetja þannig til orkuskipta. Góð staða orkufyrirtækis þjóðarinnar Hvammsvirkjun verður 8. virkjun Landsvirkjunar á Þjórsársvæði og nú þegar virkjunarleyfi er í höfn bendir allt til að framkvæmdir geti hafist á næsta ári. Orkufyrirtæki þjóðarinnar stendur vissulega vel að vígi um þessar mundir, skuldir íþyngja fyrirtækinu ekki og tekjur þess og hagnaður aldrei verið meiri. Okkur ber að fara vel með auðlindir þjóðarinnar og eign hennar í Landsvirkjun og því munum við ávallt meta hagkvæmustu leiðina til að afla frekari endurnýjanlegrar orku, sem er nauðsynleg til orkuskipta. IRENA, alþjóðleg samtök 165 ríkja og Evrópusambandsins um endurnýjanlega orkuvinnslu, gáfu út meðalframleiðslukostnað nýrra virkjana árið 2021. Meðaltalið fyrir vatnsafl er 48 USD/MWst og vindorku á landi, án jöfnunar, 33 USD/MWst. Miðað við núverandi verð á upprunaábyrgðum (meðalverð nóv. 2022) standa þær undir um 10-20% af þeim kostnaði. Því er ljóst að vægi upprunaábyrgða er að aukast og munu þær hafa áhrif á ákvörðun um nýtt framboð endurnýjanlegra orkugjafa á Íslandi og annars staðar. Vissulega er mikil einföldun að líta á heildarsölu Landsvirkjunar á upprunaábyrgðum og vega á móti einum virkjunarkosti, eins og t.d. Hvammsvirkjun, enda byggir sú sala á allri orkuvinnslu Landsvirkjunar. Hún á t.d. að hluta rætur sínar að rekja til Búðarhálsvirkjunar (2014), Þeistareykja (2017) og Búrfellsvirkjunar II (2018) og vinnur á móti kostnaði við gerð þeirra nýlegu virkjana. En þessi einföldun skýrir stöðuna hins vegar ágætlega: Ef verðmæti allra upprunaábyrgða vegna orkuvinnslu Landsvirkjunar á núverandi markaðsverði vægi á móti kostnaði við Hvammsvirkjun eina myndi gerð þess mannvirkis borga sig á nokkrum árum. Upprunaábyrgðirnar eru í raun og sann að standa undir uppbyggingu endurnýjanlegrar orkuvinnslu. Heldur orkuverði í skefjum Aukið verðmæti upprunaábyrgðanna, sérstaklega á allra síðustu misserum, hefur leitt til þess að Landsvirkjun lítur sérstaklega til þess verðmætis við fjárhagslega greiningu virkjanakosta. Kostnaðarverð raforku frá nýjum virkjunum setur í raun það lámarksverð sem orkufyrirtækin þurfa að fá í nýjum raforkusamningum eða við endurnýjun eldri raforkusamninga. Sérstakar tekjur af upprunaábyrgðum vegna nýrra virkjana draga því beint úr þeim hækkunum á raforkuverði sem annars hefðu óhjákvæmilega orðið. Tinna er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun og Valur er forstöðumaður á sama sviði.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar