Löggan sinnir betlara, þefar uppi graslykt og ræðir við gervilöggur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2022 19:30 Halla Bergþóra Björnsdóttir er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með starfsmann á Twitter-vaktinni í kvöld þar sem greint er frá öllum útköllum lögreglunnar. Twitter-verkefnið stendur í hálfan sólarhring. „Tilkynnt um unga konu að betla pening fyrir utan Nettó,“ segir í einu tísti. Tilkynnt um unga konu að betla pening fyrir utan Nettó #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 „Íbúi höfuðborgarsvæðinu kvartar undan mikilli graslykt hjá nágranna. Skoðað,“ segir í öðru. Íbúi höfuðborgarsvæðinu kvartar undan mikilli graslykt hjá nágranna. Skoðað. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 „Krakkar á umferðareyju, truflandi umferð með því að þykjast vera að stökkva fyrir bíla,“ segir í því þriðja. Krakkar á umferðareyju, truflandi umferð með því að þykjast vera að stökkva fyrir bíla #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 Tíst er undir myllumerkinu #löggutíst. Sum tístin vekja meiri athygli en önnur. „Við Snælandsskóla var tilkynnt um mann í áberandi gervilegum löggubúningi að reyna að stöðva konur á hlaupahjóli. Gervilöggan líklega ölvuð,“ segir í tísti sem uppskorið hefur fimmtíu læk þegar þetta er skrifað. Við Snælandsskóla var tilkynnt um mann í áberandi gervilegum löggubúningi að reyna að stöðva konur á hlaupahjóli. Gervilöggan líklega ölvuð. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir verkefnin afar ólík. „Við erum að gera þetta til að gefa fólki innsýn í okkar störf sem eru mjög margbreytileg, og reyna mismikið á.“ Hún segir að eftirlit með ölvunarakstri og fíkniefnaakstri verði mikið í kvöld. Sömuleiðis með rafhlaupahjólum. „Það er líka þannig að maður á ekki að fara undir áhrifum áfengis á þau. Þau hafa valdið mörgum slysum,“ segir Halla. Hún minnir á að það sé gul viðvörun í gangi og von á jólasnjó í kvöld. Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að tíst verði til klukkan fjögur í nótt. „Það er nú þannig að maður veit aldrei hvað nóttin, eða vaktin ber í skauti sér,“ segir Elín Agnes. Samfélagsmiðlar Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Kópavogur Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
„Tilkynnt um unga konu að betla pening fyrir utan Nettó,“ segir í einu tísti. Tilkynnt um unga konu að betla pening fyrir utan Nettó #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 „Íbúi höfuðborgarsvæðinu kvartar undan mikilli graslykt hjá nágranna. Skoðað,“ segir í öðru. Íbúi höfuðborgarsvæðinu kvartar undan mikilli graslykt hjá nágranna. Skoðað. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 „Krakkar á umferðareyju, truflandi umferð með því að þykjast vera að stökkva fyrir bíla,“ segir í því þriðja. Krakkar á umferðareyju, truflandi umferð með því að þykjast vera að stökkva fyrir bíla #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 Tíst er undir myllumerkinu #löggutíst. Sum tístin vekja meiri athygli en önnur. „Við Snælandsskóla var tilkynnt um mann í áberandi gervilegum löggubúningi að reyna að stöðva konur á hlaupahjóli. Gervilöggan líklega ölvuð,“ segir í tísti sem uppskorið hefur fimmtíu læk þegar þetta er skrifað. Við Snælandsskóla var tilkynnt um mann í áberandi gervilegum löggubúningi að reyna að stöðva konur á hlaupahjóli. Gervilöggan líklega ölvuð. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir verkefnin afar ólík. „Við erum að gera þetta til að gefa fólki innsýn í okkar störf sem eru mjög margbreytileg, og reyna mismikið á.“ Hún segir að eftirlit með ölvunarakstri og fíkniefnaakstri verði mikið í kvöld. Sömuleiðis með rafhlaupahjólum. „Það er líka þannig að maður á ekki að fara undir áhrifum áfengis á þau. Þau hafa valdið mörgum slysum,“ segir Halla. Hún minnir á að það sé gul viðvörun í gangi og von á jólasnjó í kvöld. Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að tíst verði til klukkan fjögur í nótt. „Það er nú þannig að maður veit aldrei hvað nóttin, eða vaktin ber í skauti sér,“ segir Elín Agnes.
Samfélagsmiðlar Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Kópavogur Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira