Griner þakkar Biden og stefnir á að spila á næstu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. desember 2022 07:01 Brittney Griner og eiginkona hennar, Cherelle, féllust í faðma þegar Griner skilaði sér loks heim. AP News Brittney Griner þakkaði Bandaríkjaforseta þegar hún tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega eftir að vera loks komin heim eftir tíu mánuði í rússnesku fangelsi. Þá stefnir hún á að spila með Phoenix Mercury í WNBA deildinni í körfubolta á næstu leiktíð. Hin 32 ára gamla Griner var handtekinn á flugvelli í Rússlandi í febrúar. Var henni gert að sök að vera með hassolíu í fórum sínum. Var hún í haldi yfirvalda þar í landi þangað til hún var færð fyrir dómara. Sá dæmdi Griner í níu ára fangelsi. Eftir margra mánaða samningaviðræður komust ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Rússlands að samkomulagi. Griner fékk að fara heim en í staðinn fékk Viktor Bout - Sölumaður dauðans - að fara heim til Rússlands. „Það er gott að vera komin heim. Síðustu tíu mánuðir hafa verið stanslaus barátta, ég þurfti að grafa djúpt og halda í trúnna. Það var ástin frá ykkur sem hélt mér gangandi. Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir alla hjálpina,“ sagði Griner á Instagram-síðu sinni á föstudag. Var það hennar fyrsta opinbera yfirlýsing síðan hún sneri heim. Griner þakkaði Joe Biden, Bandaríkjaforseta, sérstaklega. Sagðist hún tilbúin að leggja sitt að mörkum til að koma Bandaríkjamönnum sem sitja í fangelsi erlendis heim til sín. View this post on Instagram A post shared by BG (@brittneyyevettegriner) Að endingu staðfesti Griner að hún stefndi á að spila í WNBA deildinni á næsta tímabili. Það hefst þann 19. maí næstkomandi. Körfubolti NBA Mál Brittney Griner Bandaríkin Rússland Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Hin 32 ára gamla Griner var handtekinn á flugvelli í Rússlandi í febrúar. Var henni gert að sök að vera með hassolíu í fórum sínum. Var hún í haldi yfirvalda þar í landi þangað til hún var færð fyrir dómara. Sá dæmdi Griner í níu ára fangelsi. Eftir margra mánaða samningaviðræður komust ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Rússlands að samkomulagi. Griner fékk að fara heim en í staðinn fékk Viktor Bout - Sölumaður dauðans - að fara heim til Rússlands. „Það er gott að vera komin heim. Síðustu tíu mánuðir hafa verið stanslaus barátta, ég þurfti að grafa djúpt og halda í trúnna. Það var ástin frá ykkur sem hélt mér gangandi. Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir alla hjálpina,“ sagði Griner á Instagram-síðu sinni á föstudag. Var það hennar fyrsta opinbera yfirlýsing síðan hún sneri heim. Griner þakkaði Joe Biden, Bandaríkjaforseta, sérstaklega. Sagðist hún tilbúin að leggja sitt að mörkum til að koma Bandaríkjamönnum sem sitja í fangelsi erlendis heim til sín. View this post on Instagram A post shared by BG (@brittneyyevettegriner) Að endingu staðfesti Griner að hún stefndi á að spila í WNBA deildinni á næsta tímabili. Það hefst þann 19. maí næstkomandi.
Körfubolti NBA Mál Brittney Griner Bandaríkin Rússland Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira