Átta ára fangelsi yfir Árnmari endanleg niðurstaða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2022 14:33 Frá aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Austurlands í apríl. Austurfrétt/Gunnar Gunnarsson Landsréttur staðfesti í dag átta ára fangelsisdóm yfir Árnmari Jóhannesi Guðmundssyni fyrir skotárás á Egilsstöðum í ágúst í fyrra. Árnmar var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Austurlands í apríl síðastliðnum. Árnmar áfrýjaði dómnum til Landsréttar sem tók málið til meðferðar í nóvember. Árnmar játaði brot sitt að hluta í héraði en neitaði þó alvarlegustu sakargiftunum, tilraun til manndráps. Fram kom í dómnum sem féll í héraði að Árnmar hefði ætlað að gifta sig þremur dögum eftir skotárásina. Kveikjan að skotárásinni hefði verið mikil afbrýðisemi Árnmars í garð barnsföður þáverandi unnustu hans. Ógnaði tveimur drengjum Árnmar var ákærður fyrir brot í nánu sambandi og vopnalagbrot með því að hafa hótað sambýliskonu sinni með byssunni. Þá var hann einnig ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll og vopnalagabrot með því að hafa ruðst inn í íbúð í Dalseli á Egilsstöðum, undir áhrifum áfengis og vopnaður. Árnmar ógnaði tveimur sonur barnsföðurins með haglabyssu og skammbyssu innan og utandyra í íbúðabyggð. Fram kom í dómnum að drengirnir hefðu setið í sófa þegar Árnmar mætti vopnaður hlaðinni haglabyssu sem hann beindi að þeim. Drengirnir flúðu út og földu sig í skóg í næsta nágrenni. Árnmar neitaði að hafa ætlað að bana lögregluþjónum þegar hann beindi haglabyssu í átt að þeim á vettvangi. Hann hefði ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt. Þá neitaði hann því að hafa hótað áðurnefndum drengjum. Núningur vegna samskipta parsins fyrrverandi Við aðalmeðferðina í héraði sagðist Árnmar hafa haft bjór við hönd umrætt kvöld. Þegar líða fór á það hafi núningur skapast milli hans og kærustu hans, vegna samskipta hennar og áðurnefnds barnsföður. Þá sagðist hann muna lítið eftir það, fyrr en hann stóð á bílastæðinu við húsið í Dalseli að hlaða byssu. Árnmar sagðist hafa verið brjálaður af reiði. Hann hafi þó eingöngu ætlað að hræða manninn, ekki bana honum. Hann hafi síðan skotið á bíl hans með bæði haglabyssunni og skammbyssunni. Dómurinn verður birtur á vef Landsréttar klukkan 15:30. Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Múlaþing Dómsmál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Árnmar var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Austurlands í apríl síðastliðnum. Árnmar áfrýjaði dómnum til Landsréttar sem tók málið til meðferðar í nóvember. Árnmar játaði brot sitt að hluta í héraði en neitaði þó alvarlegustu sakargiftunum, tilraun til manndráps. Fram kom í dómnum sem féll í héraði að Árnmar hefði ætlað að gifta sig þremur dögum eftir skotárásina. Kveikjan að skotárásinni hefði verið mikil afbrýðisemi Árnmars í garð barnsföður þáverandi unnustu hans. Ógnaði tveimur drengjum Árnmar var ákærður fyrir brot í nánu sambandi og vopnalagbrot með því að hafa hótað sambýliskonu sinni með byssunni. Þá var hann einnig ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll og vopnalagabrot með því að hafa ruðst inn í íbúð í Dalseli á Egilsstöðum, undir áhrifum áfengis og vopnaður. Árnmar ógnaði tveimur sonur barnsföðurins með haglabyssu og skammbyssu innan og utandyra í íbúðabyggð. Fram kom í dómnum að drengirnir hefðu setið í sófa þegar Árnmar mætti vopnaður hlaðinni haglabyssu sem hann beindi að þeim. Drengirnir flúðu út og földu sig í skóg í næsta nágrenni. Árnmar neitaði að hafa ætlað að bana lögregluþjónum þegar hann beindi haglabyssu í átt að þeim á vettvangi. Hann hefði ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt. Þá neitaði hann því að hafa hótað áðurnefndum drengjum. Núningur vegna samskipta parsins fyrrverandi Við aðalmeðferðina í héraði sagðist Árnmar hafa haft bjór við hönd umrætt kvöld. Þegar líða fór á það hafi núningur skapast milli hans og kærustu hans, vegna samskipta hennar og áðurnefnds barnsföður. Þá sagðist hann muna lítið eftir það, fyrr en hann stóð á bílastæðinu við húsið í Dalseli að hlaða byssu. Árnmar sagðist hafa verið brjálaður af reiði. Hann hafi þó eingöngu ætlað að hræða manninn, ekki bana honum. Hann hafi síðan skotið á bíl hans með bæði haglabyssunni og skammbyssunni. Dómurinn verður birtur á vef Landsréttar klukkan 15:30.
Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Múlaþing Dómsmál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira