„Það er ekki hægt að taka nokkurt einasta mark á þessu fólki“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. desember 2022 14:42 Bjarni Benediktsson gaf lítið fyrir gagnrýni stjórnarandstöðuflokkanna þegar umræða um bandorm fjárlagafrumvarpsins fór fram á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Tekist var á um hinn svokallaða fjárlagabandorm ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag en þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á fætur öðrum upp í pontu til að gagnrýna áform ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Samfylkingarinnar sagði hækkanir á krónutölugjöldum fram úr öllu hófi en fjármálaráðherra beindi spjótum sínum að sveitarfélögunum. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, var meðal þeirra fjölmörgu þingmanna stjórnarandstöðunnar sem gagnrýndu bandorminn þegar önnur umræða fór fram eftir hádegi í dag. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm „Í honum birtist afleit forgangsröðun í skattamálum, vond skattapólitík, þar sem farin er sú leið að varpa öllu aðhaldinu á tekjuhlið ríkisfjármála yfir á almenning, meðal annars í formi hækkunar á flötum krónutölugjöldum sem er fram úr öllu hófi,“ sagði Jóhann. Þetta tók Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata undir. Bentu þau bæði á að umsagnaraðilar höfðu lagst gegn miklum hækkunum á krónutölugjöldum en slíkt myndi ýta undir verðbólgu. „Að velta ábyrgðinni á verðbólguna svona yfir á almenning og sér í lagi tekjulægri hluta landsmanna er hvorki gáfulegt né sanngjarnt,“ sagði Þórhildur Sunna. Vísaði gagnrýni á bug og benti á sveitarfélögin Þau voru ekki ein um það að gagnrýna bandorminn en Bergþór Ólafsson, þingmaður Miðflokksins, sagði til að mynda útgjaldaaukningu ríkissjóðs stjórnlausa, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins sagði engan skilning hjá ríkisstjórninni á erfiðri stöðu heimila, og Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, sagði þá sem verst standa í samfélaginu taka á sig mestar byrðar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði og sagði ríkisstjórnina hafa haldið aftur hækkunum í mörg ár. Eftir að ákveðið var að hækka gjöldin í takt hafi borið á gagnrýni hjá fulltrúum minnihlutaflokkanna. „Sömu flokkar og byrjuðu árið á því að hækka mun meira heldur en ríkisstjórnin, eða um fjögur og hálft prósent og hækkuðu um fjögur og hálft prósent fyrsta september, eru alls staðar í sveitarstjórnum að hækka gjaldskrár sínar í takt við verðlag en koma svo inn á þing og segja það algjöra skömm,“ sagði Bjarni. „Það er auðvitað svo holur málflutningur sem fylgir þessu framferði að það er ekki hægt að taka nokkurt einasta mark á þessu fólki,“ sagði hann enn fremur. Samfylkingin ætti sjálf að taka ábyrgð Jóhann Páll gaf lítið fyrir þessi rök og benti á að sveitarfélögun hefðu ekki þá tekjustofna sem ríkið búi yfir. „Það er hjákátlegt að hlusta á hæstvirtan fjármálaráðherra benda svo á þau og segja: sjáið þið bara, þau eru að hækka gjöld. Þess vegna skulum við gera það af sama krafti og jafnvel gefa enn frekar í. Þetta er versti mögulegir tíminn til að hækka flöt krónutölugjöld, sem leggjast þyngst á tekjulægstu heimili landsins, upp í rjáfur,“ sagði Jóhann. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, tók í sama streng og sagði stærsta ástæðuna fyrir hallanum á sveitarstjórnarstiginu væri vanfjármögnun ríkissjóðs undir stjórn fjármálaráðherra. Þá hefðu sveitarfélögin ekki umboð til skattlagninga líkt og ríkið. Ráðherrann nýtti þá tækifærið að hnýta í Samfylkinguna, sem er í meirihluta í Reykjavík. „Að tala fyrir því núna, þegar Seðlabankinn er tíu sinnum í röð búnir að hækka vexti og við erum að reka ríkissjóð með halla, að við eigum áfram að vera að beita skattalækkun í gegnum krónutölugjöld og skatta, það er bara mikið ósamræmi í þeim málflutningi. Samfylkingin á bara að taka ábyrgð á því að hún hækkar um verðlag annars staðar eins og við erum að tala um að gera hér,“ sagði Bjarni. Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Samfylkingin Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir engar blekkingar varðandi barnabætur Forsætisráðherra segir engum blekkingum hafa verið beitt í kynningu á hækkun barnabóta í tengslum við nýgerða kjarasamninga eins og þingmenn í stjórnarandstöðu haldi fram. Formaður Samfylkingarinnar segir muna þremur milljörðum á raunveruleikanum og þeim hækkunum sem ríkisstjórnin kynnti. 15. desember 2022 14:00 Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis. 15. desember 2022 13:01 Leggja til að þrettán milljarðar króna fari í kjarabætur Formaður Samfylkingarinnar kynnti í dag kjarapakka þar sem lagt er til að fallið verði fá gjaldahækkunum ríkisstjórnarinnar og að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður. Þá er meðal annars lagt til að húsnæðisbætur til leigjenda, vaxtabætur til millitekjufólks, og barnabætur verði hækkaðar. Þrettán milljarðar fari alls í kjarabætur og mótvægisaðgerðir skili sautján milljörðum. 6. desember 2022 13:30 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að ofbeldisbrot gegn eldri borgurum séu yfir þúsund á ári Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Sjá meira
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, var meðal þeirra fjölmörgu þingmanna stjórnarandstöðunnar sem gagnrýndu bandorminn þegar önnur umræða fór fram eftir hádegi í dag. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm „Í honum birtist afleit forgangsröðun í skattamálum, vond skattapólitík, þar sem farin er sú leið að varpa öllu aðhaldinu á tekjuhlið ríkisfjármála yfir á almenning, meðal annars í formi hækkunar á flötum krónutölugjöldum sem er fram úr öllu hófi,“ sagði Jóhann. Þetta tók Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata undir. Bentu þau bæði á að umsagnaraðilar höfðu lagst gegn miklum hækkunum á krónutölugjöldum en slíkt myndi ýta undir verðbólgu. „Að velta ábyrgðinni á verðbólguna svona yfir á almenning og sér í lagi tekjulægri hluta landsmanna er hvorki gáfulegt né sanngjarnt,“ sagði Þórhildur Sunna. Vísaði gagnrýni á bug og benti á sveitarfélögin Þau voru ekki ein um það að gagnrýna bandorminn en Bergþór Ólafsson, þingmaður Miðflokksins, sagði til að mynda útgjaldaaukningu ríkissjóðs stjórnlausa, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins sagði engan skilning hjá ríkisstjórninni á erfiðri stöðu heimila, og Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, sagði þá sem verst standa í samfélaginu taka á sig mestar byrðar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði og sagði ríkisstjórnina hafa haldið aftur hækkunum í mörg ár. Eftir að ákveðið var að hækka gjöldin í takt hafi borið á gagnrýni hjá fulltrúum minnihlutaflokkanna. „Sömu flokkar og byrjuðu árið á því að hækka mun meira heldur en ríkisstjórnin, eða um fjögur og hálft prósent og hækkuðu um fjögur og hálft prósent fyrsta september, eru alls staðar í sveitarstjórnum að hækka gjaldskrár sínar í takt við verðlag en koma svo inn á þing og segja það algjöra skömm,“ sagði Bjarni. „Það er auðvitað svo holur málflutningur sem fylgir þessu framferði að það er ekki hægt að taka nokkurt einasta mark á þessu fólki,“ sagði hann enn fremur. Samfylkingin ætti sjálf að taka ábyrgð Jóhann Páll gaf lítið fyrir þessi rök og benti á að sveitarfélögun hefðu ekki þá tekjustofna sem ríkið búi yfir. „Það er hjákátlegt að hlusta á hæstvirtan fjármálaráðherra benda svo á þau og segja: sjáið þið bara, þau eru að hækka gjöld. Þess vegna skulum við gera það af sama krafti og jafnvel gefa enn frekar í. Þetta er versti mögulegir tíminn til að hækka flöt krónutölugjöld, sem leggjast þyngst á tekjulægstu heimili landsins, upp í rjáfur,“ sagði Jóhann. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, tók í sama streng og sagði stærsta ástæðuna fyrir hallanum á sveitarstjórnarstiginu væri vanfjármögnun ríkissjóðs undir stjórn fjármálaráðherra. Þá hefðu sveitarfélögin ekki umboð til skattlagninga líkt og ríkið. Ráðherrann nýtti þá tækifærið að hnýta í Samfylkinguna, sem er í meirihluta í Reykjavík. „Að tala fyrir því núna, þegar Seðlabankinn er tíu sinnum í röð búnir að hækka vexti og við erum að reka ríkissjóð með halla, að við eigum áfram að vera að beita skattalækkun í gegnum krónutölugjöld og skatta, það er bara mikið ósamræmi í þeim málflutningi. Samfylkingin á bara að taka ábyrgð á því að hún hækkar um verðlag annars staðar eins og við erum að tala um að gera hér,“ sagði Bjarni.
Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Samfylkingin Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir engar blekkingar varðandi barnabætur Forsætisráðherra segir engum blekkingum hafa verið beitt í kynningu á hækkun barnabóta í tengslum við nýgerða kjarasamninga eins og þingmenn í stjórnarandstöðu haldi fram. Formaður Samfylkingarinnar segir muna þremur milljörðum á raunveruleikanum og þeim hækkunum sem ríkisstjórnin kynnti. 15. desember 2022 14:00 Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis. 15. desember 2022 13:01 Leggja til að þrettán milljarðar króna fari í kjarabætur Formaður Samfylkingarinnar kynnti í dag kjarapakka þar sem lagt er til að fallið verði fá gjaldahækkunum ríkisstjórnarinnar og að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður. Þá er meðal annars lagt til að húsnæðisbætur til leigjenda, vaxtabætur til millitekjufólks, og barnabætur verði hækkaðar. Þrettán milljarðar fari alls í kjarabætur og mótvægisaðgerðir skili sautján milljörðum. 6. desember 2022 13:30 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að ofbeldisbrot gegn eldri borgurum séu yfir þúsund á ári Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Sjá meira
Forsætisráðherra segir engar blekkingar varðandi barnabætur Forsætisráðherra segir engum blekkingum hafa verið beitt í kynningu á hækkun barnabóta í tengslum við nýgerða kjarasamninga eins og þingmenn í stjórnarandstöðu haldi fram. Formaður Samfylkingarinnar segir muna þremur milljörðum á raunveruleikanum og þeim hækkunum sem ríkisstjórnin kynnti. 15. desember 2022 14:00
Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis. 15. desember 2022 13:01
Leggja til að þrettán milljarðar króna fari í kjarabætur Formaður Samfylkingarinnar kynnti í dag kjarapakka þar sem lagt er til að fallið verði fá gjaldahækkunum ríkisstjórnarinnar og að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður. Þá er meðal annars lagt til að húsnæðisbætur til leigjenda, vaxtabætur til millitekjufólks, og barnabætur verði hækkaðar. Þrettán milljarðar fari alls í kjarabætur og mótvægisaðgerðir skili sautján milljörðum. 6. desember 2022 13:30