Fjárfestum í friðsömum lausnum René Biasone skrifar 14. desember 2022 17:30 Leiðarljós Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna er að sérhver einstaklingur sé borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum. Yfirlýsingin var undirrituð 10. desember 1948 eftir að mannkynið hafði kynnst hungri og stríði sem endaði með fjöldamorðum af völdum kjarnorkuvopna, stríði sem grundvallaðist á mannhatri og grimmd, grillunni um að sumt fólk væri æðra öðru líkt og helförin sýndi. Á undanförnum árum hafa um það bil 40 átök verið háð í heiminum. Okkur birtist aðeins brot af þeim í fjölmiðlum en flest höfum við heyrt um þær hörmungar sem dunið hafa á fólki í Úkraínu, Palestínu og Jemen. Að baki stríðsátökum liggja misjafnar ástæður, barátta um yfirráð yfir náttúruauðlindum og landi, menningu, trúarbrögðum og fólki. Þá er heill iðnaður sem hefur hag af vopnuðum átökum, hagsmunir hergagnaiðnaðarins eru þeir að fólk berjist. Stríð og átök ganga á grundarvallarmannréttindi, á aðgengi fólks að mat, menntun og læknishjálp og ljóst að með markaðsvæðingu stríðs og útvistun hergagnaframleiðslu til einkaaðila er hið kapítalíska kerfi tilbúið að fórna réttindum og lífum einstaklinga til að viðhalda og auka auð fárra, það er hluti af arðráni samtímans. Stríð eyðileggur náttúruauðlindir sem hægt væri að nýta til að sigrast á hungri og fátækt. Í fyrra námu útgjöld til hernaðarmála á heimsvísu tveim trilljörðum Bandaríkjadala, en það er þúsund sinnum hærri upphæð en rennur til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Ef öllum þeim fjármunum sem varið er í stríðsrekstur væri varið til uppbyggingar í þágu fólks, sér í lagi þeim sem minna mega sín, væri leikur einn að byggja upp betra líf í þágu þeirra. Það myndi leiða til betri heims. Þá eru ótalin öll ótímabæru dauðsföllin og harmurinn sem fylgir stríðsrekstri. Gino Strada, hinn kunni ítalski baráttumaður fyrir friði, sagði að það að tryggja og byggja undir mannréttindi væri besta forvörnin gegn stríði. Mannréttindi eiga að vera ófrávíkjanleg réttindi allra og það er mín sannfæring að við eigum að treysta mannréttindi og fordæma stríðsrekstur sem veldur hungri og þjáningu. Okkur ber skylda til þess að stuðla að friðsamlegum lausnum í stað stríðs. Höfundur er varaþingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein René Biasone Vinstri græn Mannréttindi Hernaður Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Sjá meira
Leiðarljós Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna er að sérhver einstaklingur sé borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum. Yfirlýsingin var undirrituð 10. desember 1948 eftir að mannkynið hafði kynnst hungri og stríði sem endaði með fjöldamorðum af völdum kjarnorkuvopna, stríði sem grundvallaðist á mannhatri og grimmd, grillunni um að sumt fólk væri æðra öðru líkt og helförin sýndi. Á undanförnum árum hafa um það bil 40 átök verið háð í heiminum. Okkur birtist aðeins brot af þeim í fjölmiðlum en flest höfum við heyrt um þær hörmungar sem dunið hafa á fólki í Úkraínu, Palestínu og Jemen. Að baki stríðsátökum liggja misjafnar ástæður, barátta um yfirráð yfir náttúruauðlindum og landi, menningu, trúarbrögðum og fólki. Þá er heill iðnaður sem hefur hag af vopnuðum átökum, hagsmunir hergagnaiðnaðarins eru þeir að fólk berjist. Stríð og átök ganga á grundarvallarmannréttindi, á aðgengi fólks að mat, menntun og læknishjálp og ljóst að með markaðsvæðingu stríðs og útvistun hergagnaframleiðslu til einkaaðila er hið kapítalíska kerfi tilbúið að fórna réttindum og lífum einstaklinga til að viðhalda og auka auð fárra, það er hluti af arðráni samtímans. Stríð eyðileggur náttúruauðlindir sem hægt væri að nýta til að sigrast á hungri og fátækt. Í fyrra námu útgjöld til hernaðarmála á heimsvísu tveim trilljörðum Bandaríkjadala, en það er þúsund sinnum hærri upphæð en rennur til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Ef öllum þeim fjármunum sem varið er í stríðsrekstur væri varið til uppbyggingar í þágu fólks, sér í lagi þeim sem minna mega sín, væri leikur einn að byggja upp betra líf í þágu þeirra. Það myndi leiða til betri heims. Þá eru ótalin öll ótímabæru dauðsföllin og harmurinn sem fylgir stríðsrekstri. Gino Strada, hinn kunni ítalski baráttumaður fyrir friði, sagði að það að tryggja og byggja undir mannréttindi væri besta forvörnin gegn stríði. Mannréttindi eiga að vera ófrávíkjanleg réttindi allra og það er mín sannfæring að við eigum að treysta mannréttindi og fordæma stríðsrekstur sem veldur hungri og þjáningu. Okkur ber skylda til þess að stuðla að friðsamlegum lausnum í stað stríðs. Höfundur er varaþingmaður VG.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun