„Við vorum einhverra hluta vegna í handbremsu“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 12. desember 2022 22:45 Patrekur Jóhannesson þungt hugsi. Vísir/Diego Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var að einhverju leyti sáttur með stigið sem hans menn fengu í kvöld. Liðið atti þar kappi við FH í hálfleikaskiptum leik sem endaði 29-29. „Við vorum einhverra hluta vegna í handbremsu í fyrri hálfleik og allt of staðir sóknarlega. Gerðum miklu betur í seinni hálfleik. Þá sá ég alvöru hreyfingar og gerðum bara betur, skorum 19 mörk og skutum betur á markið. FH-ingarnir voru sterkari í fyrri en við í seinni. Jafntefli sanngjörn úrslit en mér fannst við gera vel á köflum í restina. Við hefðum þurft að fá eitt mark þarna í lokin, ég hefði viljað það,“ sagði Partrekur. Skörð voru höggvin í lið FH, en liðið var án Phil Döhler og spilaði Ásbjörn Friðriksson ekkert fyrir utan að taka vítaköst. Því var mikil reynslumunur á ungu liði FH og talsvert eldra liði heimamanna. „Við vorum miklu betri í seinni hálfleik. FH er með spræka drengi, þeir voru að hvíla Ása í dag og Döhler, þeir gerðu það bara vel. Bjöggi og Hergeir gerðu vel í seinni og Tandri líka og þá fórum við líka sækja á meiri ferð á háa bakverði FH heldur en við vorum að gera í fyrri hálfleik. Það var flott hjá mínum mönnum í seinni hálfleik, ég er ánægður með þá,“ sagði Patrekur. Liðin mætast aftur í Bikarkeppni HSÍ á fimmtudaginn. Patrekur Jóhannesson ræðir við sína menn.Vísir/Diego „Gaman að spila við FH. Við erum búnir að vera gera vel og erum á góðu rönni undanfarið eftir kannski dapra byrjun. Það er bikarleikur og við vitum að það er hörku verkefni,“ sagði Patrekur og bætti við að honum hlakki til leiksins. Spurður út í stöðu Stjörnunnar í deildinni nú þegar Olís-deildinn er komin í sjö vikna frí hafði Patrekur þetta að segja. „Já og nei. Auðvitað eru væntingar til okkar. Ég er með leikmenn sem eru góðir, margir hverjir í atvinnumennsku, það eru væntingar. Þetta er svona upp og niður. Það skiptir bara máli hvernig við verðum þegar líður á. Við höfum verið í þeirri stöðu að vera með fleiri stig í desember og síðan ekkert getað eftir áramót. Ég vona bara að við nýtum pásuna vel þegar bikarleikurinn er búinn. Ég vil vera í efstu fjórum og það er okkar markmið, það er ekkert leyndarmál. Við þurfum meiri stöðugleika, eins og bara í dag,“ sagði Patrekur að lokum. Handbolti Stjarnan Olís-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
„Við vorum einhverra hluta vegna í handbremsu í fyrri hálfleik og allt of staðir sóknarlega. Gerðum miklu betur í seinni hálfleik. Þá sá ég alvöru hreyfingar og gerðum bara betur, skorum 19 mörk og skutum betur á markið. FH-ingarnir voru sterkari í fyrri en við í seinni. Jafntefli sanngjörn úrslit en mér fannst við gera vel á köflum í restina. Við hefðum þurft að fá eitt mark þarna í lokin, ég hefði viljað það,“ sagði Partrekur. Skörð voru höggvin í lið FH, en liðið var án Phil Döhler og spilaði Ásbjörn Friðriksson ekkert fyrir utan að taka vítaköst. Því var mikil reynslumunur á ungu liði FH og talsvert eldra liði heimamanna. „Við vorum miklu betri í seinni hálfleik. FH er með spræka drengi, þeir voru að hvíla Ása í dag og Döhler, þeir gerðu það bara vel. Bjöggi og Hergeir gerðu vel í seinni og Tandri líka og þá fórum við líka sækja á meiri ferð á háa bakverði FH heldur en við vorum að gera í fyrri hálfleik. Það var flott hjá mínum mönnum í seinni hálfleik, ég er ánægður með þá,“ sagði Patrekur. Liðin mætast aftur í Bikarkeppni HSÍ á fimmtudaginn. Patrekur Jóhannesson ræðir við sína menn.Vísir/Diego „Gaman að spila við FH. Við erum búnir að vera gera vel og erum á góðu rönni undanfarið eftir kannski dapra byrjun. Það er bikarleikur og við vitum að það er hörku verkefni,“ sagði Patrekur og bætti við að honum hlakki til leiksins. Spurður út í stöðu Stjörnunnar í deildinni nú þegar Olís-deildinn er komin í sjö vikna frí hafði Patrekur þetta að segja. „Já og nei. Auðvitað eru væntingar til okkar. Ég er með leikmenn sem eru góðir, margir hverjir í atvinnumennsku, það eru væntingar. Þetta er svona upp og niður. Það skiptir bara máli hvernig við verðum þegar líður á. Við höfum verið í þeirri stöðu að vera með fleiri stig í desember og síðan ekkert getað eftir áramót. Ég vona bara að við nýtum pásuna vel þegar bikarleikurinn er búinn. Ég vil vera í efstu fjórum og það er okkar markmið, það er ekkert leyndarmál. Við þurfum meiri stöðugleika, eins og bara í dag,“ sagði Patrekur að lokum.
Handbolti Stjarnan Olís-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira