Hættir við blaðamannafund í fyrsta sinn í tíu ár Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2022 18:07 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Kreml Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur hætt við að halda árlegan blaðamannafund í lok árs. Er það í fyrsta sinn í tíu ár sem þessi fundur fer ekki fram. Forsetinn hefur notað fundina til að styrkja ímynd sína í Rússlandi og svara spurningum blaðamanna ríkismiðla Rússlands. Dmítrí Peskóv, talsmaður Pútíns, staðfesti þetta í dag og sagðist vonast til þess að Pútín gæti fljótt fundið tækifæri til að ræða við blaðamenn. Pútín hefur verið við völd í Rússlandi frá árinu 2000 en síðan þá hefur hann oftar en ekki haldið umfangsmikinn blaðamannafund í desember. Þessir fundir hafa stundum staðið yfir í nokkrar klukkustundir og hafa þeir verið sýndir í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðvum Rússlands. Stóran hluta þessara blaðamannafunda hefur Pútín varið í að svara léttvægum spurningum frá handvöldum rússneskum blaðamönnum og hefur hann gert litlar tilraunir til að svara spurningum annarra erlendra blaðamanna sem sótt hafa fundina. Stríðið í Úkraínu líklegasta ástæðan Í frétt Moscow Times er vitnað í rússneska fjölmiðla um að innrás Rússa í Úkraínu sé líklegast helsta orsök þess að Pútín hætti við fundinn. Maraþonfundurinn í fyrra snerist að miklu leyti um Úkraínu og þá kröfu Pútíns að Atlantshafsbandalagið meinaði ríkjum Austur-Evrópu inngöngu og vísaði þeim ríkjum sem gengið hefðu inn í sambandið eftir 1997 úr bandalaginu. Þar á meðal eru Pólland og Eystrasaltsríkin. Sjá einnig: „Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum“ Guardian hefur eftir sérfræðingi um Rússland að Pútín telji líklegt að það væri tímasóun að halda blaðamannafund núna. Það væri ekkert sem hann vildi segja og hann vilji alls ekki vera í þeirri stöðu að þurfa að útskýra aðgerðir sínar. Þar að auki væri undirbúningurinn fyrir fundinn tímasóun í hans augum. Hann gæti auðveldlega komið skilaboðum sínum á framfæri utan landamæra Rússlands og undirmenn hans geti talað við rússnesku þjóðina. Stríðið ekki á áætlun Stríðsrekstur Pútíns í Úkraínu hefur ekki farið eftir áætlun. Ráðamenn í Kreml eru sagðir hafa gert ráð fyrir því að það tæki þá tíu daga að sigra Úkraínumenn en stríðið hefur nú staðið yfir í tæpa tíu mánuði. Á seinni helmingi þess tíma hafa Rússar lítið sem ekkert sótt fram og eru þeir að mestu í varnarstöðum á víglínum Úkraínu. Sjá einnig: Rýnt í upphaf innrásarinnar - Rússar komust nær sigri en flestir átta sig á Ráðamenn á Vesturlöndum hafa á undanförnum vikum sagt að áætlað sé að um hundrað þúsund rússneskir hermenn hafi fallið eða særst í átökunum. Sambærilegur fjöldi úkraínskra hermanna hafi fallið eða særst og þar að auki hafi þúsundir óbreyttra borgara dáið. Sjá einnig: Rýnt í stöðuna í Úkraínu - Pútín segir stríðið lengra en hann bjóst við Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segja höfuðstöðvar Wagner hafa verið sprengdar í loft upp Úkraínumenn eru sagðir hafa sprengt höfuðstöðvar Wagner málaliðasveitarinnar í Luhansk. Þetta fullyrðir fyrrverandi héraðsstjóri Luhansk, sem nú er í útlegð. 12. desember 2022 07:19 Ein og hálf milljón manns án rafmagns eftir árásir Rússa Viðbúið er að það muni taka einhverja daga að koma rafmagni aftur á í hafnarborginni Odesa í Úkraínu eftir árásir Rússa í gærkvöldi. Um ein og hálf milljón manns eru nú án rafmagns eftir árásirnar. 11. desember 2022 10:11 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Dmítrí Peskóv, talsmaður Pútíns, staðfesti þetta í dag og sagðist vonast til þess að Pútín gæti fljótt fundið tækifæri til að ræða við blaðamenn. Pútín hefur verið við völd í Rússlandi frá árinu 2000 en síðan þá hefur hann oftar en ekki haldið umfangsmikinn blaðamannafund í desember. Þessir fundir hafa stundum staðið yfir í nokkrar klukkustundir og hafa þeir verið sýndir í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðvum Rússlands. Stóran hluta þessara blaðamannafunda hefur Pútín varið í að svara léttvægum spurningum frá handvöldum rússneskum blaðamönnum og hefur hann gert litlar tilraunir til að svara spurningum annarra erlendra blaðamanna sem sótt hafa fundina. Stríðið í Úkraínu líklegasta ástæðan Í frétt Moscow Times er vitnað í rússneska fjölmiðla um að innrás Rússa í Úkraínu sé líklegast helsta orsök þess að Pútín hætti við fundinn. Maraþonfundurinn í fyrra snerist að miklu leyti um Úkraínu og þá kröfu Pútíns að Atlantshafsbandalagið meinaði ríkjum Austur-Evrópu inngöngu og vísaði þeim ríkjum sem gengið hefðu inn í sambandið eftir 1997 úr bandalaginu. Þar á meðal eru Pólland og Eystrasaltsríkin. Sjá einnig: „Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum“ Guardian hefur eftir sérfræðingi um Rússland að Pútín telji líklegt að það væri tímasóun að halda blaðamannafund núna. Það væri ekkert sem hann vildi segja og hann vilji alls ekki vera í þeirri stöðu að þurfa að útskýra aðgerðir sínar. Þar að auki væri undirbúningurinn fyrir fundinn tímasóun í hans augum. Hann gæti auðveldlega komið skilaboðum sínum á framfæri utan landamæra Rússlands og undirmenn hans geti talað við rússnesku þjóðina. Stríðið ekki á áætlun Stríðsrekstur Pútíns í Úkraínu hefur ekki farið eftir áætlun. Ráðamenn í Kreml eru sagðir hafa gert ráð fyrir því að það tæki þá tíu daga að sigra Úkraínumenn en stríðið hefur nú staðið yfir í tæpa tíu mánuði. Á seinni helmingi þess tíma hafa Rússar lítið sem ekkert sótt fram og eru þeir að mestu í varnarstöðum á víglínum Úkraínu. Sjá einnig: Rýnt í upphaf innrásarinnar - Rússar komust nær sigri en flestir átta sig á Ráðamenn á Vesturlöndum hafa á undanförnum vikum sagt að áætlað sé að um hundrað þúsund rússneskir hermenn hafi fallið eða særst í átökunum. Sambærilegur fjöldi úkraínskra hermanna hafi fallið eða særst og þar að auki hafi þúsundir óbreyttra borgara dáið. Sjá einnig: Rýnt í stöðuna í Úkraínu - Pútín segir stríðið lengra en hann bjóst við
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segja höfuðstöðvar Wagner hafa verið sprengdar í loft upp Úkraínumenn eru sagðir hafa sprengt höfuðstöðvar Wagner málaliðasveitarinnar í Luhansk. Þetta fullyrðir fyrrverandi héraðsstjóri Luhansk, sem nú er í útlegð. 12. desember 2022 07:19 Ein og hálf milljón manns án rafmagns eftir árásir Rússa Viðbúið er að það muni taka einhverja daga að koma rafmagni aftur á í hafnarborginni Odesa í Úkraínu eftir árásir Rússa í gærkvöldi. Um ein og hálf milljón manns eru nú án rafmagns eftir árásirnar. 11. desember 2022 10:11 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Segja höfuðstöðvar Wagner hafa verið sprengdar í loft upp Úkraínumenn eru sagðir hafa sprengt höfuðstöðvar Wagner málaliðasveitarinnar í Luhansk. Þetta fullyrðir fyrrverandi héraðsstjóri Luhansk, sem nú er í útlegð. 12. desember 2022 07:19
Ein og hálf milljón manns án rafmagns eftir árásir Rússa Viðbúið er að það muni taka einhverja daga að koma rafmagni aftur á í hafnarborginni Odesa í Úkraínu eftir árásir Rússa í gærkvöldi. Um ein og hálf milljón manns eru nú án rafmagns eftir árásirnar. 11. desember 2022 10:11