Tillögum frá starfshópi lekið: Lagði til að rekið yrði spilavíti á Íslandi Bjarki Sigurðsson skrifar 11. desember 2022 13:31 Spilakassar í Vídeómarkaðnum í Hamraborg. Vísir/Vilhelm Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) hefur óskað eftir því að fá að reka spilavíti hér á landi og bjóða upp á fjárhættuspil á netinu. Heimspekingur líkir notkun háskólans á fjármunum úr spilakassarekstri við notkun á fjármunum frá Jeffrey Epstein. Miðillinn Times Higher Education (THE) kveður sig hafa gögn sem starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins sendi ráðuneytinu þar sem rætt er um að fá að reka spilavíti hér á landi. Gögnin hafa ekki verið gerð opinber en í grein THE segir að fjöldi sérfræðinga sem hópurinn ræddi við hafi mælt gegn rekstri spilavítis. Rétt er að taka fram að fréttastofa hefur gögnin ekki undir höndunum og þessi grein því byggð á skrifum THE. Skoða að víkka löggjöfina Starfshópurinn skilaði tillögunum til ráðuneytisins í síðustu viku. Í þeim er meðal annars sá vandi skoðaður að fleiri og fleiri eru að stunda veðmál í spilakössum á erlendum vefsíðum. Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri HHÍ, er sögð hafa velt því fyrir sér hvort lausnin sé að víkka spilavítislöggjöfina hér á landi og mögulega hefja rekstur spilavítis. „Íslensk stjórnvöld hafa verið andvaralaus með því að berjast ekki gegn þessum vefsíðum og hægt væri að færa rök fyrir því að aðgerðarleysi þeirra sé helst ógnin við íslenskan fjárhættuspila- og happdrættismarkað,“ hefur blaðamaður THE eftir Bryndísi í grein sinni. Spilarakort í vinnslu Þá kemur fram að HHÍ hafi byrjað vinnu við að innleiða svokölluð spilarakort í staðinn fyrir að fólk setji seðla í spilakassana líkt og eini möguleikinn er í dag. Með því sé auðveldara fyrir spilara að takmarka fjárhæðirnar sem þeir eyða í kössunum. Fjallað var ítarlega um spilakassa í Kompási fyrir tveimur árum síðan. Hægt er að horfa á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Kompás - Spilafíkn í samkomubanni Fleiri starfshópar hafa starfað í kringum rekstur spilakassa, þar á meðal einn á vegum Háskóla Íslands sem skilaði tillögum sínum í fyrrasumar. Einn meðlimur þess hóps var heimspekinginn Henry Alexander Henrysson. Að hans mati er það eina í stöðunni að háskólinn takmarki og að lokum hætti allri starfsemi spilakassa hér á landi. Mikið af því fjármagni sem HHÍ fær í gegnum spilakassana fer í uppbyggingu og viðhald bygginga Háskóla Íslands. Henry líkti þeirri fjármögnun við það ef Jeffrey Epstein hefði greitt fyrir byggingarnar. „Það skiptir máli hvaðan peningarnir koma. Kröfur samfélagsins hafa breyst í gegnum árin. Það vill enginn vera á háskólasvæði þar sem rannsóknarstöð fjármögnuð af Jeffrey Epstein er staðsett,“ er haft eftir Henry. Hann vill meina að siðfræðilega finnist fólki það svipað að vera í byggingu fjármagnaðri af barnaníðingi og byggingu fjármagnaðri af stofnun sem græðir á spilafíklum. Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og jafnframt formaður, án tilnefningar Fanney Óskarsdóttir, lögfræðingur á skrifstofu réttinda einstaklinga, án tilnefningar Sveinn M. Bragason, sérfræðingur á skrifstofu fjármála og rekstrar, án tilnefningar Auður Cela Sigrúnardóttir, starfsmaður Íslandsspila, tilnefnd af Íslandsspilum Lárus Blöndal, lögmaður og forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, tilnefndur af Getspá/Getraunum Guðni Bergsson, lögmaður og formaður Knattspyrnusambands Íslands, tilnefndur af Getspá/Getraunum Anna Lilja Ragnarsdóttir, löglærður fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Höfn, tilnefnd af sýslumanninum á Suðurlandi Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri, tilnefndur af happdrætti SÍBS Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri, tilnefnd af happdrætti HHÍ Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri, tilnefndur af happdrætti DAS Alma Björk Hafsteinsdóttir, fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi, tilnefnd af Samtökum áhugafólks um spilafíkn Fíkn Heilbrigðismál Fjárhættuspil Stjórnsýsla Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Sjá meira
Miðillinn Times Higher Education (THE) kveður sig hafa gögn sem starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins sendi ráðuneytinu þar sem rætt er um að fá að reka spilavíti hér á landi. Gögnin hafa ekki verið gerð opinber en í grein THE segir að fjöldi sérfræðinga sem hópurinn ræddi við hafi mælt gegn rekstri spilavítis. Rétt er að taka fram að fréttastofa hefur gögnin ekki undir höndunum og þessi grein því byggð á skrifum THE. Skoða að víkka löggjöfina Starfshópurinn skilaði tillögunum til ráðuneytisins í síðustu viku. Í þeim er meðal annars sá vandi skoðaður að fleiri og fleiri eru að stunda veðmál í spilakössum á erlendum vefsíðum. Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri HHÍ, er sögð hafa velt því fyrir sér hvort lausnin sé að víkka spilavítislöggjöfina hér á landi og mögulega hefja rekstur spilavítis. „Íslensk stjórnvöld hafa verið andvaralaus með því að berjast ekki gegn þessum vefsíðum og hægt væri að færa rök fyrir því að aðgerðarleysi þeirra sé helst ógnin við íslenskan fjárhættuspila- og happdrættismarkað,“ hefur blaðamaður THE eftir Bryndísi í grein sinni. Spilarakort í vinnslu Þá kemur fram að HHÍ hafi byrjað vinnu við að innleiða svokölluð spilarakort í staðinn fyrir að fólk setji seðla í spilakassana líkt og eini möguleikinn er í dag. Með því sé auðveldara fyrir spilara að takmarka fjárhæðirnar sem þeir eyða í kössunum. Fjallað var ítarlega um spilakassa í Kompási fyrir tveimur árum síðan. Hægt er að horfa á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Kompás - Spilafíkn í samkomubanni Fleiri starfshópar hafa starfað í kringum rekstur spilakassa, þar á meðal einn á vegum Háskóla Íslands sem skilaði tillögum sínum í fyrrasumar. Einn meðlimur þess hóps var heimspekinginn Henry Alexander Henrysson. Að hans mati er það eina í stöðunni að háskólinn takmarki og að lokum hætti allri starfsemi spilakassa hér á landi. Mikið af því fjármagni sem HHÍ fær í gegnum spilakassana fer í uppbyggingu og viðhald bygginga Háskóla Íslands. Henry líkti þeirri fjármögnun við það ef Jeffrey Epstein hefði greitt fyrir byggingarnar. „Það skiptir máli hvaðan peningarnir koma. Kröfur samfélagsins hafa breyst í gegnum árin. Það vill enginn vera á háskólasvæði þar sem rannsóknarstöð fjármögnuð af Jeffrey Epstein er staðsett,“ er haft eftir Henry. Hann vill meina að siðfræðilega finnist fólki það svipað að vera í byggingu fjármagnaðri af barnaníðingi og byggingu fjármagnaðri af stofnun sem græðir á spilafíklum. Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og jafnframt formaður, án tilnefningar Fanney Óskarsdóttir, lögfræðingur á skrifstofu réttinda einstaklinga, án tilnefningar Sveinn M. Bragason, sérfræðingur á skrifstofu fjármála og rekstrar, án tilnefningar Auður Cela Sigrúnardóttir, starfsmaður Íslandsspila, tilnefnd af Íslandsspilum Lárus Blöndal, lögmaður og forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, tilnefndur af Getspá/Getraunum Guðni Bergsson, lögmaður og formaður Knattspyrnusambands Íslands, tilnefndur af Getspá/Getraunum Anna Lilja Ragnarsdóttir, löglærður fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Höfn, tilnefnd af sýslumanninum á Suðurlandi Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri, tilnefndur af happdrætti SÍBS Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri, tilnefnd af happdrætti HHÍ Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri, tilnefndur af happdrætti DAS Alma Björk Hafsteinsdóttir, fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi, tilnefnd af Samtökum áhugafólks um spilafíkn
Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og jafnframt formaður, án tilnefningar Fanney Óskarsdóttir, lögfræðingur á skrifstofu réttinda einstaklinga, án tilnefningar Sveinn M. Bragason, sérfræðingur á skrifstofu fjármála og rekstrar, án tilnefningar Auður Cela Sigrúnardóttir, starfsmaður Íslandsspila, tilnefnd af Íslandsspilum Lárus Blöndal, lögmaður og forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, tilnefndur af Getspá/Getraunum Guðni Bergsson, lögmaður og formaður Knattspyrnusambands Íslands, tilnefndur af Getspá/Getraunum Anna Lilja Ragnarsdóttir, löglærður fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Höfn, tilnefnd af sýslumanninum á Suðurlandi Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri, tilnefndur af happdrætti SÍBS Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri, tilnefnd af happdrætti HHÍ Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri, tilnefndur af happdrætti DAS Alma Björk Hafsteinsdóttir, fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi, tilnefnd af Samtökum áhugafólks um spilafíkn
Fíkn Heilbrigðismál Fjárhættuspil Stjórnsýsla Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Sjá meira