Innlent

Mynd­band: Lög­regla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Frá vettvangi í gærkvöldi. 
Frá vettvangi í gærkvöldi.  Vísir/Ívar Fannar

Umfangsmikið viðbragð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitar ríkislögreglustjóra var ræst út í gærkvöldi eftir að lögregla frétti af gleðskap vélhjólaklúbbsins Hells Angels við Auðbrekku í Kópavogi. Tökumaður var á vettvangi. 

Lögregla veitti þær upplýsingar á vettvangi að enginn fengi að fara inn í veisluna fyrr en leitað væri á viðkomandi. Vélhjólasamtök á borð við Hells Angels, Bandidos og fleiri eru skilgreind sem skipulögð glæpasamtök af Europol.

Vítisenglarnir sem fréttastofa ræddi við sögðu lögregluna fara yfir um og sóa peningum skattgreiðenda í að vakta vinahitting.

Lokað var fyrir umferð um Auðbrekku um stund og þrír voru handteknir í aðgerðunum. Hjördís Sigurbjartsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfesti í morgun að allir þrír sem voru handteknir í tengslum við málið hafi verið látnir lausir. 

Myndbrot af aðgerðum lögreglu má nálgast hér að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×