„Ég var ekki að eignast barn til að láta einhvern annan vera með það“ Snorri Másson skrifar 9. desember 2022 07:31 Foreldrar sem rætt var við í Íslandi í dag voru á einu máli um að lengra fæðingarorlof væri heillaskref og að þar mætti ganga enn lengra, enda vilji margir hafa börn sín lengur hjá sér áður en þau eru látin á leikskóla. Fólki leist misvel á að fá heimagreiðslur fyrir að vera heima með börnin. Tilefni umræðunnar voru ummæli Margrétar Pálu Ólafsdóttur stofnanda Hjallastefnunnar sem sagði að gera þyrfti betur við tólf mánaða börn en að setja þau á leikskóla heilu vinnudagana á meðan foreldrarnir væru báðir á vinnumarkaði. Margrét Pála lagði meðal annars til að skoðuð yrði hugmyndin um heimagreiðslu eða fjölskyldugjald frá sveitarfélagi gegn því að barnið væri ekki sent á leikskóla. Viðmiðunarkostnaður fyrir eitt barn í mánuð nemur 470.000 krónum, þannig að foreldrar voru spurðir: Myndir þú taka greiðslu fyrir að vera heima með barninu? Tryggvi Þór Júlíusson, Jóhann Hrafn Sigurjónsson og Elínborg Hulda Gunnarsdóttir, foreldrar barna á leikskóla í Reykjavík, höfðu öll sitthvað að segja um þá hugmynd að greiða fólki fyrir að vera heima með börnum sínum. Vísir/Sigurjón „Persónulega hefði ég viljað vera miklu lengur heima með barnið. En það var ekki í boði. Ég fíla samt breytingarnar þar sem pabbinn fær meira orlof og svona,“ sagði Jóhann Hrafn Sigurjónsson, faðir Urðar, sem segist myndu þiggja fæðingarstyrk ef hann byðist. „Já, ég myndi segja já við því.“ Elínborg Hulda Gunnarsdóttir var námsmaður þegar dóttir hennar var lítil og var því með hana hjá dagmömmu og svo í leikskóla snemma. „Þannig að við þurftum að fara þessa leið og mér þótti það mjög leiðinlegt,“ segir Elínborg. Hefði hún viljað þiggja heimagreiðslu á þeim tíma? „Já, klárlega. Ég var ekki að eignast barn til að láta einhvern annan vera með það. Maður vill alveg sinna barninu sínu,“ segir Elínborg. Í innslaginu víxluðust nöfn Ástu Lovísu Arnórsdóttur og Elínborgar Huldu Gunnarsdóttur og er það hér með leiðrétt. Tryggvi Þór Júlíusson þæði ekki heimagreiðsluna sjálfur: „Nei, þá væri ég að tapa pening. Konan myndi kannski taka því.“ Albína Hulda Pálsdóttir hafnar hugmyndinni um heimastyrki alfarið: „Ég held að það væri hræðileg hugmynd fyrir kynjajafnrétti í landinu.“ Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Ísland í dag Fæðingarorlof Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Tilefni umræðunnar voru ummæli Margrétar Pálu Ólafsdóttur stofnanda Hjallastefnunnar sem sagði að gera þyrfti betur við tólf mánaða börn en að setja þau á leikskóla heilu vinnudagana á meðan foreldrarnir væru báðir á vinnumarkaði. Margrét Pála lagði meðal annars til að skoðuð yrði hugmyndin um heimagreiðslu eða fjölskyldugjald frá sveitarfélagi gegn því að barnið væri ekki sent á leikskóla. Viðmiðunarkostnaður fyrir eitt barn í mánuð nemur 470.000 krónum, þannig að foreldrar voru spurðir: Myndir þú taka greiðslu fyrir að vera heima með barninu? Tryggvi Þór Júlíusson, Jóhann Hrafn Sigurjónsson og Elínborg Hulda Gunnarsdóttir, foreldrar barna á leikskóla í Reykjavík, höfðu öll sitthvað að segja um þá hugmynd að greiða fólki fyrir að vera heima með börnum sínum. Vísir/Sigurjón „Persónulega hefði ég viljað vera miklu lengur heima með barnið. En það var ekki í boði. Ég fíla samt breytingarnar þar sem pabbinn fær meira orlof og svona,“ sagði Jóhann Hrafn Sigurjónsson, faðir Urðar, sem segist myndu þiggja fæðingarstyrk ef hann byðist. „Já, ég myndi segja já við því.“ Elínborg Hulda Gunnarsdóttir var námsmaður þegar dóttir hennar var lítil og var því með hana hjá dagmömmu og svo í leikskóla snemma. „Þannig að við þurftum að fara þessa leið og mér þótti það mjög leiðinlegt,“ segir Elínborg. Hefði hún viljað þiggja heimagreiðslu á þeim tíma? „Já, klárlega. Ég var ekki að eignast barn til að láta einhvern annan vera með það. Maður vill alveg sinna barninu sínu,“ segir Elínborg. Í innslaginu víxluðust nöfn Ástu Lovísu Arnórsdóttur og Elínborgar Huldu Gunnarsdóttur og er það hér með leiðrétt. Tryggvi Þór Júlíusson þæði ekki heimagreiðsluna sjálfur: „Nei, þá væri ég að tapa pening. Konan myndi kannski taka því.“ Albína Hulda Pálsdóttir hafnar hugmyndinni um heimastyrki alfarið: „Ég held að það væri hræðileg hugmynd fyrir kynjajafnrétti í landinu.“
Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Ísland í dag Fæðingarorlof Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira