„Ég var ekki að eignast barn til að láta einhvern annan vera með það“ Snorri Másson skrifar 9. desember 2022 07:31 Foreldrar sem rætt var við í Íslandi í dag voru á einu máli um að lengra fæðingarorlof væri heillaskref og að þar mætti ganga enn lengra, enda vilji margir hafa börn sín lengur hjá sér áður en þau eru látin á leikskóla. Fólki leist misvel á að fá heimagreiðslur fyrir að vera heima með börnin. Tilefni umræðunnar voru ummæli Margrétar Pálu Ólafsdóttur stofnanda Hjallastefnunnar sem sagði að gera þyrfti betur við tólf mánaða börn en að setja þau á leikskóla heilu vinnudagana á meðan foreldrarnir væru báðir á vinnumarkaði. Margrét Pála lagði meðal annars til að skoðuð yrði hugmyndin um heimagreiðslu eða fjölskyldugjald frá sveitarfélagi gegn því að barnið væri ekki sent á leikskóla. Viðmiðunarkostnaður fyrir eitt barn í mánuð nemur 470.000 krónum, þannig að foreldrar voru spurðir: Myndir þú taka greiðslu fyrir að vera heima með barninu? Tryggvi Þór Júlíusson, Jóhann Hrafn Sigurjónsson og Elínborg Hulda Gunnarsdóttir, foreldrar barna á leikskóla í Reykjavík, höfðu öll sitthvað að segja um þá hugmynd að greiða fólki fyrir að vera heima með börnum sínum. Vísir/Sigurjón „Persónulega hefði ég viljað vera miklu lengur heima með barnið. En það var ekki í boði. Ég fíla samt breytingarnar þar sem pabbinn fær meira orlof og svona,“ sagði Jóhann Hrafn Sigurjónsson, faðir Urðar, sem segist myndu þiggja fæðingarstyrk ef hann byðist. „Já, ég myndi segja já við því.“ Elínborg Hulda Gunnarsdóttir var námsmaður þegar dóttir hennar var lítil og var því með hana hjá dagmömmu og svo í leikskóla snemma. „Þannig að við þurftum að fara þessa leið og mér þótti það mjög leiðinlegt,“ segir Elínborg. Hefði hún viljað þiggja heimagreiðslu á þeim tíma? „Já, klárlega. Ég var ekki að eignast barn til að láta einhvern annan vera með það. Maður vill alveg sinna barninu sínu,“ segir Elínborg. Í innslaginu víxluðust nöfn Ástu Lovísu Arnórsdóttur og Elínborgar Huldu Gunnarsdóttur og er það hér með leiðrétt. Tryggvi Þór Júlíusson þæði ekki heimagreiðsluna sjálfur: „Nei, þá væri ég að tapa pening. Konan myndi kannski taka því.“ Albína Hulda Pálsdóttir hafnar hugmyndinni um heimastyrki alfarið: „Ég held að það væri hræðileg hugmynd fyrir kynjajafnrétti í landinu.“ Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Ísland í dag Fæðingarorlof Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Tilefni umræðunnar voru ummæli Margrétar Pálu Ólafsdóttur stofnanda Hjallastefnunnar sem sagði að gera þyrfti betur við tólf mánaða börn en að setja þau á leikskóla heilu vinnudagana á meðan foreldrarnir væru báðir á vinnumarkaði. Margrét Pála lagði meðal annars til að skoðuð yrði hugmyndin um heimagreiðslu eða fjölskyldugjald frá sveitarfélagi gegn því að barnið væri ekki sent á leikskóla. Viðmiðunarkostnaður fyrir eitt barn í mánuð nemur 470.000 krónum, þannig að foreldrar voru spurðir: Myndir þú taka greiðslu fyrir að vera heima með barninu? Tryggvi Þór Júlíusson, Jóhann Hrafn Sigurjónsson og Elínborg Hulda Gunnarsdóttir, foreldrar barna á leikskóla í Reykjavík, höfðu öll sitthvað að segja um þá hugmynd að greiða fólki fyrir að vera heima með börnum sínum. Vísir/Sigurjón „Persónulega hefði ég viljað vera miklu lengur heima með barnið. En það var ekki í boði. Ég fíla samt breytingarnar þar sem pabbinn fær meira orlof og svona,“ sagði Jóhann Hrafn Sigurjónsson, faðir Urðar, sem segist myndu þiggja fæðingarstyrk ef hann byðist. „Já, ég myndi segja já við því.“ Elínborg Hulda Gunnarsdóttir var námsmaður þegar dóttir hennar var lítil og var því með hana hjá dagmömmu og svo í leikskóla snemma. „Þannig að við þurftum að fara þessa leið og mér þótti það mjög leiðinlegt,“ segir Elínborg. Hefði hún viljað þiggja heimagreiðslu á þeim tíma? „Já, klárlega. Ég var ekki að eignast barn til að láta einhvern annan vera með það. Maður vill alveg sinna barninu sínu,“ segir Elínborg. Í innslaginu víxluðust nöfn Ástu Lovísu Arnórsdóttur og Elínborgar Huldu Gunnarsdóttur og er það hér með leiðrétt. Tryggvi Þór Júlíusson þæði ekki heimagreiðsluna sjálfur: „Nei, þá væri ég að tapa pening. Konan myndi kannski taka því.“ Albína Hulda Pálsdóttir hafnar hugmyndinni um heimastyrki alfarið: „Ég held að það væri hræðileg hugmynd fyrir kynjajafnrétti í landinu.“
Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Ísland í dag Fæðingarorlof Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira