Krufðu fyrstu rispuhöfrungana sem fundist hafa við Íslandsstrendur Bjarki Sigurðsson skrifar 7. desember 2022 11:50 Höfrungarnir fundust innst í Hrútafirði. Helga Dögg Lárusdóttir Tvo rispuhöfrunga rak á land við botn Hrútafjarðar um miðjan júlímánuð. Um er að ræða fyrstu höfrunga sinnar tegundar sem fundist hafa við Ísland. Þeir voru krufnir og verða beinagrindur þeirra varðveittar á Náttúrufræðistofnun. Höfrungarnir voru krufnir af hópi vísindamanna frá Hafrannsóknastofnun, Náttúrufræðistofnun, Háskóla Íslands, Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum og Tilraunastöðvar Háskóla íslands í meinafræði. Annar þeirra hafði komið lifandi í fjöru og ýtt á flot en rak aftur á land. Þá var tekin ákvörðun um að aflífa hann vegna þess hversu veikburða hann var. Hinn höfrungurinn var dauður þegar hann rak á land. Hafrannsóknastofnun lagði mikið upp úr því að safna sem mestum upplýsingum um dýrin. Að sækja hræin í fjöruna var mikil aðgerð en þau voru ekki vel aðgengileg þar sem þau lágu annars vegar undir Markhöfða og hins vegar innst í botni fjarðarins. Sýnum úr dýrunum var safnað fyrir ýmiss verkefni.Svanhildur Egilsdóttir Tegundin nefnist á ensku Risso's dolphin en Náttúrufræðistofnun og Hafrannsóknastofnun leggja til að hún hljóti nafnið rispuhöfrungur þar sem eitt aðaleinkenni hennar er hve rispuð húð dýranna er. Rispuhöfrungar geta verið þrír til fjórir metrar á lengd og allt að fimm hundruð kíló. Þeir eru náskyldir grindhvölum og eru algengir í bæði tempruðum hafsvæðum sem og í hitabeltinu í öllum heimshöfum. Tegundin finnst í nokkuð miklu dýpi, oftast í landgrunnsköntum á fjögur hundruð til þúsund metra dýpi. Hafsvæðið við Ísland er á mörkum þess að vera of kalt fyrir höfrungana, hvað þá fyrir norðan land þar sem höfrungarnir fundust. „Dýrin tvö sem ráku á land í Hrútafirði voru ungur tarfur og kýr, og ekki fullvaxin. Bæði dýrin voru mjög horuð, með mjög þunnt spiklag, og líklegt er að þau hafi örmagnast sökum sultar. Sýnum var safnað fyrir ýmiss verkefni, t.d. fyrir evrópuverkefni um vistfræði miðsjávarlaga sem Hafrannsóknastofnun er hluti af, einnig fyrir rannsókn á vistfræði tannhvala við landið, verkefni á sníkjudýrum í sjávarspendýrum, auk rannsókna á veirum í sjávarspendýrum. Beinagrindur dýranna verða varðveittar á Náttúrufræðistofnun,“ segir í tilkynningu á vef Hafs og vatns sem fjalla um krufninguna Hvalir Dýr Húnaþing vestra Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Höfrungarnir voru krufnir af hópi vísindamanna frá Hafrannsóknastofnun, Náttúrufræðistofnun, Háskóla Íslands, Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum og Tilraunastöðvar Háskóla íslands í meinafræði. Annar þeirra hafði komið lifandi í fjöru og ýtt á flot en rak aftur á land. Þá var tekin ákvörðun um að aflífa hann vegna þess hversu veikburða hann var. Hinn höfrungurinn var dauður þegar hann rak á land. Hafrannsóknastofnun lagði mikið upp úr því að safna sem mestum upplýsingum um dýrin. Að sækja hræin í fjöruna var mikil aðgerð en þau voru ekki vel aðgengileg þar sem þau lágu annars vegar undir Markhöfða og hins vegar innst í botni fjarðarins. Sýnum úr dýrunum var safnað fyrir ýmiss verkefni.Svanhildur Egilsdóttir Tegundin nefnist á ensku Risso's dolphin en Náttúrufræðistofnun og Hafrannsóknastofnun leggja til að hún hljóti nafnið rispuhöfrungur þar sem eitt aðaleinkenni hennar er hve rispuð húð dýranna er. Rispuhöfrungar geta verið þrír til fjórir metrar á lengd og allt að fimm hundruð kíló. Þeir eru náskyldir grindhvölum og eru algengir í bæði tempruðum hafsvæðum sem og í hitabeltinu í öllum heimshöfum. Tegundin finnst í nokkuð miklu dýpi, oftast í landgrunnsköntum á fjögur hundruð til þúsund metra dýpi. Hafsvæðið við Ísland er á mörkum þess að vera of kalt fyrir höfrungana, hvað þá fyrir norðan land þar sem höfrungarnir fundust. „Dýrin tvö sem ráku á land í Hrútafirði voru ungur tarfur og kýr, og ekki fullvaxin. Bæði dýrin voru mjög horuð, með mjög þunnt spiklag, og líklegt er að þau hafi örmagnast sökum sultar. Sýnum var safnað fyrir ýmiss verkefni, t.d. fyrir evrópuverkefni um vistfræði miðsjávarlaga sem Hafrannsóknastofnun er hluti af, einnig fyrir rannsókn á vistfræði tannhvala við landið, verkefni á sníkjudýrum í sjávarspendýrum, auk rannsókna á veirum í sjávarspendýrum. Beinagrindur dýranna verða varðveittar á Náttúrufræðistofnun,“ segir í tilkynningu á vef Hafs og vatns sem fjalla um krufninguna
Hvalir Dýr Húnaþing vestra Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira