Við erum margbreytileikinn í einsleitu samfélagi. Til hamingju með alþjóðadag fatlaðs fólks! Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 3. desember 2022 22:33 Í dag, á alþjóðadegi fatlaðs fólks, fögnuðum við tilnefndum einstaklingum og veittum Hvatningarverðlaun ÖBÍ til verkefnis sem stuðlar að einu samfélagi fyrir öll og endurspeglar nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks. Þessi dagur er okkur öllum hvatning til að gera samfélag okkar betra, aðgengilegra og skilningsríkara, að skapa samfélag þar sem við öll njótum jöfnuðar og réttlætis. Þetta ár höfum við fylgst með og kynnst stríði sem háð er í Evrópu, og við erum varla komin út úr kóvidástandinu. Í slíku krýsuástandi er hætta á að fatlað fólk sé skilið eftir, og það hefur gerst. Samtök fatlaðs fólks bæði hér á landi og erlendis hafa biðlað til valdhafa og umheimsins að sérstaklega verði hugað að fötluðu fólki, að það sé ekki skilið eftir. Við sendum ákall þess efnis þegar heimsfaraldurinn skall á okkur og þegar stríðið skall á í Úkraínu. Hugur minn og örugglega margra, er hjá því fólki sem nú hrekst um á flótta undan stríði, sem það átti engan þátt í að hefja. Yfirskrift alþjóðadags fatlaðs fólks og þemu næsta árs er að þessu sinni -Lausnir sem skipta máli í þróun samfélags fyrir öll – eða þróun „inklúsívs samfélags og hlutverk nýsköpunar sem drifkrafts fyrir aðgengilegri heimi og jöfnuð. Markmiðið er að efla skilning á málefnum fatlaðs fólks og virkja stuðning við, réttindi, reisn og velferð þess. Þessum markmiðum eigum við öll að vinna að ekki bara í dag heldur alla daga. Markmiðið er samþætt og byggir á jafnræði og jöfnuði, að fatlað fólk hafi jafna möguleika til atvinnuþátttöku, þannig er hægt að draga úr ójöfnuði. Til þess gæti þurft að hugsa út fyrir boxið, finna nýjar lausnir sem henta og þar er viðeigandi aðlögun lykilhugtak. Það þarf vinnandi hendur á Íslandi og okkar framlag er jafn mikilvægt ogannarra. Við erum margbreytileikinn í einsleitu samfélagi, dýrmæt vegna reynslu og þekkingar sem við fatlað fólk lifum og tileinkum okkur á hverjum degi, við lifum í lausnum og sköpum nýjar leiðir til að leysa hindranir sem á vegi okkar verða það er nýsköpun, ekki satt? Lausnir kalla oft á nýsköpun og hlutverk nýsköpunar í þessu samhengi er að ýta undir jafnræði og hraða þróun aðgengilegs samfélags á öllum sviðum þess, og samfélag þar sem jöfnuður ríkir. Um leið verður að tryggja þeim sem ekki geta unnið sanngjarna framfærslu og að þau hafi tækifæri til jafns við aðra til samfélagsþátttöku. Til að draga úr ójöfnuði þurfa bæði opinberi geirinn og einkageirinn að opna og aðlaga vinnustaði sína. Efla fjölbreytni mannflórunnar innan vinnustaða, viðhafa góða starfshætti og nýta sér tækni og nýjungar þannig að öll séu velkomin og öll hafi tækifæri til að leggja sitt af mörkum. Þannig verða vinnustaðir betri, fjölbreyttari, víðsýnni og skilningur eykst og fordómar hverfa. Við erum ekki öll eins en það er einmitt styrkleikinn. Fyrirtæki sem byggir á fjölbreyttir flóru starfsfólks er líklegra til að skila eigendum sínum góðri efnahagsniðurstöðu. Samfélag fyrir öll, þar sem öll njóta, sem er aðgengilegt í víðum skilningi þess orðs, þar sem leitað er lausna til að fötluð börn séu þátttakendur í öllu því sem börnum stendur til boða hverju sinni. Samfélag þar sem fatlaðir nemendur geta treyst því að skólinn taki utan um þá og geri það sem í hans valdi stendur til að þau hafi sömu möguleika og aðrir nemendur til að þroskast og blómstra. Samfélag þar sem fatlað fólk hefur aðgengi að atvinnulífinu og er ráðið til vinnu eins og hver annar. Þar sem fullorðið fatlað fólk hefur aðgengi að bankareikningum sínum og heilsuveru og ræður lífi sínu sjálft. Þar sem fatlað fólk er ekki álitið byrði á samfélaginu heldur einstaklingar sem eiga sjálfsagðan rétt til að njóta lífs til jafns við aðra. Það er gott samfélag sem gerir ráð fyrir öllum! Markmiðið er upplýst samfélag þar sem fatlað fólk nýtur verðskuldaðrar virðingar og sjálfsagðra réttinda. Í dag gleðjumst við, og þökkum öflugu samferðafólki fyrir framlag þess til réttindabaráttu fatlaðs fólks. Um leið hvetjum við alla til að leggjast á árar með okkur til að gera samfélagið, raunverulega að einu samfélagi fyrir alla! Ég óska öllum þeim sem hlutu tilnefningu, innilega til hamingju og ferðamálastofu til hamingju með Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2022 - þið breytið samfélaginu og gerið það okkar allra! Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag, á alþjóðadegi fatlaðs fólks, fögnuðum við tilnefndum einstaklingum og veittum Hvatningarverðlaun ÖBÍ til verkefnis sem stuðlar að einu samfélagi fyrir öll og endurspeglar nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks. Þessi dagur er okkur öllum hvatning til að gera samfélag okkar betra, aðgengilegra og skilningsríkara, að skapa samfélag þar sem við öll njótum jöfnuðar og réttlætis. Þetta ár höfum við fylgst með og kynnst stríði sem háð er í Evrópu, og við erum varla komin út úr kóvidástandinu. Í slíku krýsuástandi er hætta á að fatlað fólk sé skilið eftir, og það hefur gerst. Samtök fatlaðs fólks bæði hér á landi og erlendis hafa biðlað til valdhafa og umheimsins að sérstaklega verði hugað að fötluðu fólki, að það sé ekki skilið eftir. Við sendum ákall þess efnis þegar heimsfaraldurinn skall á okkur og þegar stríðið skall á í Úkraínu. Hugur minn og örugglega margra, er hjá því fólki sem nú hrekst um á flótta undan stríði, sem það átti engan þátt í að hefja. Yfirskrift alþjóðadags fatlaðs fólks og þemu næsta árs er að þessu sinni -Lausnir sem skipta máli í þróun samfélags fyrir öll – eða þróun „inklúsívs samfélags og hlutverk nýsköpunar sem drifkrafts fyrir aðgengilegri heimi og jöfnuð. Markmiðið er að efla skilning á málefnum fatlaðs fólks og virkja stuðning við, réttindi, reisn og velferð þess. Þessum markmiðum eigum við öll að vinna að ekki bara í dag heldur alla daga. Markmiðið er samþætt og byggir á jafnræði og jöfnuði, að fatlað fólk hafi jafna möguleika til atvinnuþátttöku, þannig er hægt að draga úr ójöfnuði. Til þess gæti þurft að hugsa út fyrir boxið, finna nýjar lausnir sem henta og þar er viðeigandi aðlögun lykilhugtak. Það þarf vinnandi hendur á Íslandi og okkar framlag er jafn mikilvægt ogannarra. Við erum margbreytileikinn í einsleitu samfélagi, dýrmæt vegna reynslu og þekkingar sem við fatlað fólk lifum og tileinkum okkur á hverjum degi, við lifum í lausnum og sköpum nýjar leiðir til að leysa hindranir sem á vegi okkar verða það er nýsköpun, ekki satt? Lausnir kalla oft á nýsköpun og hlutverk nýsköpunar í þessu samhengi er að ýta undir jafnræði og hraða þróun aðgengilegs samfélags á öllum sviðum þess, og samfélag þar sem jöfnuður ríkir. Um leið verður að tryggja þeim sem ekki geta unnið sanngjarna framfærslu og að þau hafi tækifæri til jafns við aðra til samfélagsþátttöku. Til að draga úr ójöfnuði þurfa bæði opinberi geirinn og einkageirinn að opna og aðlaga vinnustaði sína. Efla fjölbreytni mannflórunnar innan vinnustaða, viðhafa góða starfshætti og nýta sér tækni og nýjungar þannig að öll séu velkomin og öll hafi tækifæri til að leggja sitt af mörkum. Þannig verða vinnustaðir betri, fjölbreyttari, víðsýnni og skilningur eykst og fordómar hverfa. Við erum ekki öll eins en það er einmitt styrkleikinn. Fyrirtæki sem byggir á fjölbreyttir flóru starfsfólks er líklegra til að skila eigendum sínum góðri efnahagsniðurstöðu. Samfélag fyrir öll, þar sem öll njóta, sem er aðgengilegt í víðum skilningi þess orðs, þar sem leitað er lausna til að fötluð börn séu þátttakendur í öllu því sem börnum stendur til boða hverju sinni. Samfélag þar sem fatlaðir nemendur geta treyst því að skólinn taki utan um þá og geri það sem í hans valdi stendur til að þau hafi sömu möguleika og aðrir nemendur til að þroskast og blómstra. Samfélag þar sem fatlað fólk hefur aðgengi að atvinnulífinu og er ráðið til vinnu eins og hver annar. Þar sem fullorðið fatlað fólk hefur aðgengi að bankareikningum sínum og heilsuveru og ræður lífi sínu sjálft. Þar sem fatlað fólk er ekki álitið byrði á samfélaginu heldur einstaklingar sem eiga sjálfsagðan rétt til að njóta lífs til jafns við aðra. Það er gott samfélag sem gerir ráð fyrir öllum! Markmiðið er upplýst samfélag þar sem fatlað fólk nýtur verðskuldaðrar virðingar og sjálfsagðra réttinda. Í dag gleðjumst við, og þökkum öflugu samferðafólki fyrir framlag þess til réttindabaráttu fatlaðs fólks. Um leið hvetjum við alla til að leggjast á árar með okkur til að gera samfélagið, raunverulega að einu samfélagi fyrir alla! Ég óska öllum þeim sem hlutu tilnefningu, innilega til hamingju og ferðamálastofu til hamingju með Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2022 - þið breytið samfélaginu og gerið það okkar allra! Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun