„Það er margt sem ég elska við Hitler“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2022 07:23 Það er vitað að Ye á við geðræn vandamál að stríða, sérfræðingar segja það hins vegar ekki afsaka orð hans og gjörðir. Vísir/epa Tónlistarmaðurinn Ye, áður Kanye West, hefur aftur verið bannaður á Twitter eftir að hafa deilt mynd af lógói þar sem Davíðsstjörnunni og hakakrossinum hefur verið blandað saman. Ye birti merkið nokkrum klukkustundum eftir að hafa mært Adolf Hitler og nasista í viðtali. Tístinu var fljótlega eytt og þá birti Ye ófagra mynd af Elon Musk, eiganda og stjórnanda Twitter, og sagði: „Minnumst þessa ávallt sem síðasta tístsins míns“. „Þetta er allt í lagi,“ svaraði Musk. „Þetta er það ekki,“ skrifaði hann á tístið með merkinu. Ye brást þá við með því að deila efni á Truth Social, samfélagsmiðli Donald Trump, meðal annars skilaboðum frá Musk þar sem Musk reynir að tala um fyrir Ye varðandi lógóið. „Sorrý en þú gengur of langt. Þetta er ekki ást,“ skrifaði Musk. „Hver gerði þig að dómara,“ svaraði Ye og deildi svo skjáskoti af skilaboðum um að hann hefði verið bannaður í tólf tíma fyrir að deila myndinni. „Ég gerði mitt besta,“ tísti þá Musk og sagði að aðgangur Ye yrði gerður óvirkur. Merkið umdeilda sem Ye birti á Twitter. Fyrr í gær birtist Ye, með andlitsgrímu, í þættinum InfoWars ásamt öfgahægrimanninum Nick Fuentes. Þar sagðist hann sjá góðar hliðar á Hitler. „Allar manneskjur hafa eitthvað mikilsvert fram að færa, ekki síst Hitler,“ sagði hann. „Nasistarnir voru þrjótar,“ sagði þá þáttastjórnandinn Alex Jones. „En þeir gerðu líka góða hluti. Við verðum að hætta að dissa nasistana endalaust,“ svaraði tónlistarmaðurinn. Hann bætti svo um betur og sagði: „Ég elska gyðinga. En ég elska líka nasista.“ „Hitler var ekki góður gæi,“ sagði Jones síðar í viðtalinu. „Það er margt sem ég elska við Hitler. Margt,“ svaraði Ye. Þess má geta að merkið sem Ye deildi hefur verið notað af fylgjendum trúarbragða sem trúa því að jörðin hafi verið sköpuð af geimverum. Þeir tóku merkið upp til að „endurheimta hakakrossinn frá nasistunum“ og segja hann standa fyrir „eilífð í tíma“, á meðan Davíðsstjarnan standi fyrir „eilífð í rúmi“. Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mál Kanye West Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Ye birti merkið nokkrum klukkustundum eftir að hafa mært Adolf Hitler og nasista í viðtali. Tístinu var fljótlega eytt og þá birti Ye ófagra mynd af Elon Musk, eiganda og stjórnanda Twitter, og sagði: „Minnumst þessa ávallt sem síðasta tístsins míns“. „Þetta er allt í lagi,“ svaraði Musk. „Þetta er það ekki,“ skrifaði hann á tístið með merkinu. Ye brást þá við með því að deila efni á Truth Social, samfélagsmiðli Donald Trump, meðal annars skilaboðum frá Musk þar sem Musk reynir að tala um fyrir Ye varðandi lógóið. „Sorrý en þú gengur of langt. Þetta er ekki ást,“ skrifaði Musk. „Hver gerði þig að dómara,“ svaraði Ye og deildi svo skjáskoti af skilaboðum um að hann hefði verið bannaður í tólf tíma fyrir að deila myndinni. „Ég gerði mitt besta,“ tísti þá Musk og sagði að aðgangur Ye yrði gerður óvirkur. Merkið umdeilda sem Ye birti á Twitter. Fyrr í gær birtist Ye, með andlitsgrímu, í þættinum InfoWars ásamt öfgahægrimanninum Nick Fuentes. Þar sagðist hann sjá góðar hliðar á Hitler. „Allar manneskjur hafa eitthvað mikilsvert fram að færa, ekki síst Hitler,“ sagði hann. „Nasistarnir voru þrjótar,“ sagði þá þáttastjórnandinn Alex Jones. „En þeir gerðu líka góða hluti. Við verðum að hætta að dissa nasistana endalaust,“ svaraði tónlistarmaðurinn. Hann bætti svo um betur og sagði: „Ég elska gyðinga. En ég elska líka nasista.“ „Hitler var ekki góður gæi,“ sagði Jones síðar í viðtalinu. „Það er margt sem ég elska við Hitler. Margt,“ svaraði Ye. Þess má geta að merkið sem Ye deildi hefur verið notað af fylgjendum trúarbragða sem trúa því að jörðin hafi verið sköpuð af geimverum. Þeir tóku merkið upp til að „endurheimta hakakrossinn frá nasistunum“ og segja hann standa fyrir „eilífð í tíma“, á meðan Davíðsstjarnan standi fyrir „eilífð í rúmi“.
Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mál Kanye West Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira