Mikilvægt fyrsta skref í heildarendurskoðun á örorkukerfinu Jódís Skúladóttir skrifar 1. desember 2022 14:30 Fyrir þinginu liggur nú frumvarp félags og vinnumarkaðsráðherra um lengingu á greiðslutímabili endurhæfingarlífeyris. Um er að ræða mikilvægt fyrsta skref í heildarendurskoðun á örorkukerfinu. Þau sem af ólíkum ástæðum falla út af vinnumarkaði vegna slysa eða veikinda eiga allt undir því að ná heilsu og komast aftur út í lífið til leiks og starfa. Þarfirnar hvað varðar endurhæfingu eru einstaklingsbundnar og það sama á við um ástæður þess að einstaklingar gætu þurft á endurhæfingunni að halda. Það getur verið biðtími meðan verið er að fjalla um mál og því er mikilvægt að við vinnum í skilvirkni kerfisins sem hefur marga góða valkosti eins og til dæmis Reykjalund og Birtu. Önnur úrræði sem ekki eru í opinbera kerfinu geta einnig verið mikilvæg, til að mynda Hugarafl sem grípur fjölmarga einstaklinga og hjálpar þeim. Fólk sem þarf endurhæfingu þarf tíma til þess að ná upp styrk og færni á ný. Nú er það svo að fólk sem fer á endurhæfingarlífeyri fær greiðslutímabil í allt að 3 ár. Frumvarpinu er ætlað að mæta þeim hópi einstaklinga sem þurfa lengri endurhæfingu til þess að komast út á vinnumarkað, oftast nær er það vegna þess að heilsufarslega hefur fólk ekki verið tilbúið í starfstengda endurhæfingu. Það er að hefja aftur störf í einhverju mæli meðfram endurhæfingu. Það má alveg færa rök fyrir því að 3 ár, að ekki sé talað um 5 ár, sé langur tími utan vinnumarkaðar. En ef við horfum á stóru myndina, ævi einnar manneskju sem alla jafna gæti verið í um 50 ár á vinnumarkaði er þetta lítill tími. Sé litið til þess að með því að lengja tímabilið erum við í raun fyrst þá að gefa fólki tækifæri á mæta aftur til þátttöku í samfélaginu. Fólki sem hafði ekki haft tækifæri til þess að klára endurhæfingu því 3 árin voru búin. Það er bæði verðmætt fyrir þá einstaklinga sem lenda í þessum aðstæðum sem og samfélaginu að við náum að styðja fólk sem lendir í áföllum, heilsu bresti eða slysum. Það er ekki um stóran hóp að ræða sem mun þurfa að nýta sér allt 5 ára tímabilið til endurhæfingar en hver einasta manneskja sem fær það svigrúm sem til þarf til að komast aftur út í lífið skiptir miklu máli. Annað hefur verið mér hugleikið en það mikilvægi þess að nota aðferðir sem byggja á starfstengdri endurhæfingu sem felst í því að koma fólki sem er að hefja endurhæfingu sem fyrst aftur í starf að einhverju litlu leyti til að halda tengingunni. Því minni tími sem fólk er frá þátttöku í samfélaginu því meiri líkur á endurkomu er reglan. Yfirfærslan getur samt verið erfið, það geta komið bakslög og þar þarf vinnumarkaðurinn að sýna ábyrgð. Hvort sem um ræðir einkageirann, ríki eða sveitarfélög, verðum við að gera betur. Besta endurhæfingin er á vinnumarkaði. Við þurfum að taka vel á móti fólki, bjóða þeim hlutastörf út frá reynslu, færni og menntun svo að fólk geti unnið sig upp í fulla getu ef kostur er. Það eru ekki öll störf sem krefjast viðveru frá 8-16 og það eru ekki öll störf unnin í akkorði. Mikilvægt er að ríkið gangi á undan með góðu fordæmi og fagni þeim mannauð sem getur eflt vinnumarkaðinn og styðji fólk og gefi því svigrúm. Vinnumarkaður framtíðarinnar verður að breytast og þangað skulum við stefna. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Vinstri græn Eldri borgarar Félagsmál Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Fyrir þinginu liggur nú frumvarp félags og vinnumarkaðsráðherra um lengingu á greiðslutímabili endurhæfingarlífeyris. Um er að ræða mikilvægt fyrsta skref í heildarendurskoðun á örorkukerfinu. Þau sem af ólíkum ástæðum falla út af vinnumarkaði vegna slysa eða veikinda eiga allt undir því að ná heilsu og komast aftur út í lífið til leiks og starfa. Þarfirnar hvað varðar endurhæfingu eru einstaklingsbundnar og það sama á við um ástæður þess að einstaklingar gætu þurft á endurhæfingunni að halda. Það getur verið biðtími meðan verið er að fjalla um mál og því er mikilvægt að við vinnum í skilvirkni kerfisins sem hefur marga góða valkosti eins og til dæmis Reykjalund og Birtu. Önnur úrræði sem ekki eru í opinbera kerfinu geta einnig verið mikilvæg, til að mynda Hugarafl sem grípur fjölmarga einstaklinga og hjálpar þeim. Fólk sem þarf endurhæfingu þarf tíma til þess að ná upp styrk og færni á ný. Nú er það svo að fólk sem fer á endurhæfingarlífeyri fær greiðslutímabil í allt að 3 ár. Frumvarpinu er ætlað að mæta þeim hópi einstaklinga sem þurfa lengri endurhæfingu til þess að komast út á vinnumarkað, oftast nær er það vegna þess að heilsufarslega hefur fólk ekki verið tilbúið í starfstengda endurhæfingu. Það er að hefja aftur störf í einhverju mæli meðfram endurhæfingu. Það má alveg færa rök fyrir því að 3 ár, að ekki sé talað um 5 ár, sé langur tími utan vinnumarkaðar. En ef við horfum á stóru myndina, ævi einnar manneskju sem alla jafna gæti verið í um 50 ár á vinnumarkaði er þetta lítill tími. Sé litið til þess að með því að lengja tímabilið erum við í raun fyrst þá að gefa fólki tækifæri á mæta aftur til þátttöku í samfélaginu. Fólki sem hafði ekki haft tækifæri til þess að klára endurhæfingu því 3 árin voru búin. Það er bæði verðmætt fyrir þá einstaklinga sem lenda í þessum aðstæðum sem og samfélaginu að við náum að styðja fólk sem lendir í áföllum, heilsu bresti eða slysum. Það er ekki um stóran hóp að ræða sem mun þurfa að nýta sér allt 5 ára tímabilið til endurhæfingar en hver einasta manneskja sem fær það svigrúm sem til þarf til að komast aftur út í lífið skiptir miklu máli. Annað hefur verið mér hugleikið en það mikilvægi þess að nota aðferðir sem byggja á starfstengdri endurhæfingu sem felst í því að koma fólki sem er að hefja endurhæfingu sem fyrst aftur í starf að einhverju litlu leyti til að halda tengingunni. Því minni tími sem fólk er frá þátttöku í samfélaginu því meiri líkur á endurkomu er reglan. Yfirfærslan getur samt verið erfið, það geta komið bakslög og þar þarf vinnumarkaðurinn að sýna ábyrgð. Hvort sem um ræðir einkageirann, ríki eða sveitarfélög, verðum við að gera betur. Besta endurhæfingin er á vinnumarkaði. Við þurfum að taka vel á móti fólki, bjóða þeim hlutastörf út frá reynslu, færni og menntun svo að fólk geti unnið sig upp í fulla getu ef kostur er. Það eru ekki öll störf sem krefjast viðveru frá 8-16 og það eru ekki öll störf unnin í akkorði. Mikilvægt er að ríkið gangi á undan með góðu fordæmi og fagni þeim mannauð sem getur eflt vinnumarkaðinn og styðji fólk og gefi því svigrúm. Vinnumarkaður framtíðarinnar verður að breytast og þangað skulum við stefna. Höfundur er þingmaður VG.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar