Gleðilegan fullveldisdag Kristrún Frostadóttir skrifar 1. desember 2022 13:30 Gleðilegan fullveldisdag! Ísland varð fullvalda ríki þann 1. desember árið 1918. Það var stór stund á hörðum vetri. Fundurinn sem fór fram við stjórnarráðshúsið á þessum degi hefur yfir sér goðsagnablæ í sögubókunum. Þetta er hátíðisdagur vegna þess að fullveldið hefur þýðingu. Það er ekki bara upp á punt. Fullveldið má nýta í þágu fólksins sem hér býr — og það er verkefnið sem okkur er falið á Alþingi. Baráttan fyrir sjálfstæði og fullveldi Íslands var alla tíð samofin baráttu fyrir frelsi og jafnrétti í þágu fólksins í landinu og samstöðu meðal þjóðar. Það er barátta sem aldrei lýkur. Jafnvel eftir að fullveldið fékkst árið 1918 átti enn eftir að tryggja almennan kosningarétt. Til þess þurfti breytingu á stjórnarskrá. Og allt fram á fjórða áratug síðustu aldar var fólk svipt kosningarétti vegna fátæktar. Heilt yfir hefur Íslendingum auðnast að nýta fullveldi sitt til góðs. En það gerist ekki af sjálfu sér. Við getum verið stolt af mörgu í okkar samfélagi. Við vitum líka að margt þarf að bæta. Besta leiðin til þess er að við nýtum okkur lýðræðið og fullveldið til fulls. Í mínum huga er augljóst að við erum ekki sjálfstætt fólk til að loka okkur af og lifa í einangrun. Sem fullvalda ríki höfum við getað gengið til alþjóðslegs samstarfs við önnur ríki, svo sem á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Atlantshafsbandalagsins og með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Eins og Sveinn Björnsson benti á þá er auðskilið mál að „þótt fullveðja maður feli öðrum umboð til einhvers, þá heldur hann áfram að vera fullveðja“. Sama gildir um fullvalda þjóð. Hún ákveður sjálf að undirgangast alþjóðlegar skuldbindingar eða að gera það ekki. Það hefur reynst okkur vel. Og ég tel að Íslendingar muni sækja enn frekar í alþjóðlega samvinnu á næstu árum og áratugum. Við höfum líka margt fram að færa. Mikilsverðasta framlag Norðurlanda til samfélags þjóðanna er auðvitað ekki víkingabröltið fyrir þúsund árum heldur norræna velferðarsamfélagið sem var byggt upp á síðustu öld. Það er sérstaða sem við eigum að mínu mati að styrkja enn frekar og byggja á. Að því sögðu — ætti fullveldisdagurinn ekki að vera rauður dagur? Með fullveldiskveðju, Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Gleðilegan fullveldisdag! Ísland varð fullvalda ríki þann 1. desember árið 1918. Það var stór stund á hörðum vetri. Fundurinn sem fór fram við stjórnarráðshúsið á þessum degi hefur yfir sér goðsagnablæ í sögubókunum. Þetta er hátíðisdagur vegna þess að fullveldið hefur þýðingu. Það er ekki bara upp á punt. Fullveldið má nýta í þágu fólksins sem hér býr — og það er verkefnið sem okkur er falið á Alþingi. Baráttan fyrir sjálfstæði og fullveldi Íslands var alla tíð samofin baráttu fyrir frelsi og jafnrétti í þágu fólksins í landinu og samstöðu meðal þjóðar. Það er barátta sem aldrei lýkur. Jafnvel eftir að fullveldið fékkst árið 1918 átti enn eftir að tryggja almennan kosningarétt. Til þess þurfti breytingu á stjórnarskrá. Og allt fram á fjórða áratug síðustu aldar var fólk svipt kosningarétti vegna fátæktar. Heilt yfir hefur Íslendingum auðnast að nýta fullveldi sitt til góðs. En það gerist ekki af sjálfu sér. Við getum verið stolt af mörgu í okkar samfélagi. Við vitum líka að margt þarf að bæta. Besta leiðin til þess er að við nýtum okkur lýðræðið og fullveldið til fulls. Í mínum huga er augljóst að við erum ekki sjálfstætt fólk til að loka okkur af og lifa í einangrun. Sem fullvalda ríki höfum við getað gengið til alþjóðslegs samstarfs við önnur ríki, svo sem á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Atlantshafsbandalagsins og með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Eins og Sveinn Björnsson benti á þá er auðskilið mál að „þótt fullveðja maður feli öðrum umboð til einhvers, þá heldur hann áfram að vera fullveðja“. Sama gildir um fullvalda þjóð. Hún ákveður sjálf að undirgangast alþjóðlegar skuldbindingar eða að gera það ekki. Það hefur reynst okkur vel. Og ég tel að Íslendingar muni sækja enn frekar í alþjóðlega samvinnu á næstu árum og áratugum. Við höfum líka margt fram að færa. Mikilsverðasta framlag Norðurlanda til samfélags þjóðanna er auðvitað ekki víkingabröltið fyrir þúsund árum heldur norræna velferðarsamfélagið sem var byggt upp á síðustu öld. Það er sérstaða sem við eigum að mínu mati að styrkja enn frekar og byggja á. Að því sögðu — ætti fullveldisdagurinn ekki að vera rauður dagur? Með fullveldiskveðju, Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun