Frakkar skiptu yfir í auglýsingar og héldu að þeir hefðu gert jafntefli Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2022 14:01 Antoine Griezmann hélt að hann hefði tryggt Frökkum jafntefli gegn Túnis en svo tók við óvenjuleg atburðarás sem sjónvarpsáhorfendur í Frakklandi misstu af. Getty/Alex Caparros Sjónvarpsáhorfendur í Frakklandi héldu eflaust að sínir menn í franska landsliðinu hefðu farið taplausir í gegnum riðlakeppnina á HM í fótbolta, vegna afglapa í útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar TF1. Antoine Griezmann jafnaði metin gegn Túnis í gær í 1-1 í blálok leiksins og í kjölfarið skipti TF1 yfir í auglýsingar. Áhorfendur í Frakklandi misstu því af dramatíkinni sem fylgdi eftir mark Griezmann en dómari leiksins ákvað að ógilda markið hans vegna rangstöðu, eftir að hafa skoðað atvikið á sjónvarpsskjá. Túnis vann þar af leiðandi leikinn 1-0 en það kom reyndar ekki að sök fyrir Frakka því þeir unnu engu að síður D-riðilinn og mæta Pólverjum í 16-liða úrslitum mótsins á sunnudaginn. Frakkar hafa engu að síður sent inn kvörtun til FIFA vegna marksins sem Griezmann skoraði, sem þeir telja að hafi átt að standa. TF1 sendi frá sér yfirlýsingu í gær og sagðist kenna í brjósti um þá sem ekki gátu séð atburðarásina í beinni útsendingu, en tók fram að farið hefði verið eftir hefðbundnum verkferlum í útsendingum stöðvarinnar. Frönsku sjónvarpsstöðinni til varnar þá virðist dómari leiksins hafa flautað miðju og svo flautað leikinn af strax í kjölfarið, áður en hann ákvað loks á endanum að fara í varsjána og skoða markið hjá Griezmann betur. Það stangast á við reglurnar um hvernig VAR er notað, þar sem ekki má hefja leik að nýju áður en dómi er breytt. This video would seem to suggest there is one short whistle for the kick-off, quickly followed by the usual full-time whistle.There appears to be a small but definite gap between the two. And that should tell us the referee permitted the kickoff. https://t.co/5aiyVUZFo0— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) November 30, 2022 Hætt er við að það sem gerðist hjá TF1 rifji upp fyrir mörgum Íslendingum þegar íslenska karlarlandsliðið í fótbolta komst í fyrsta sinn í umspil fyrir HM, haustið 2013, en skipt var yfir í auglýsingar í beinni útsendingu RÚV í stað þess að áhorfendur gætu fylgst með fagnaðarlátum sinna manna. HM 2022 í Katar Fótbolti Frakkland Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira
Antoine Griezmann jafnaði metin gegn Túnis í gær í 1-1 í blálok leiksins og í kjölfarið skipti TF1 yfir í auglýsingar. Áhorfendur í Frakklandi misstu því af dramatíkinni sem fylgdi eftir mark Griezmann en dómari leiksins ákvað að ógilda markið hans vegna rangstöðu, eftir að hafa skoðað atvikið á sjónvarpsskjá. Túnis vann þar af leiðandi leikinn 1-0 en það kom reyndar ekki að sök fyrir Frakka því þeir unnu engu að síður D-riðilinn og mæta Pólverjum í 16-liða úrslitum mótsins á sunnudaginn. Frakkar hafa engu að síður sent inn kvörtun til FIFA vegna marksins sem Griezmann skoraði, sem þeir telja að hafi átt að standa. TF1 sendi frá sér yfirlýsingu í gær og sagðist kenna í brjósti um þá sem ekki gátu séð atburðarásina í beinni útsendingu, en tók fram að farið hefði verið eftir hefðbundnum verkferlum í útsendingum stöðvarinnar. Frönsku sjónvarpsstöðinni til varnar þá virðist dómari leiksins hafa flautað miðju og svo flautað leikinn af strax í kjölfarið, áður en hann ákvað loks á endanum að fara í varsjána og skoða markið hjá Griezmann betur. Það stangast á við reglurnar um hvernig VAR er notað, þar sem ekki má hefja leik að nýju áður en dómi er breytt. This video would seem to suggest there is one short whistle for the kick-off, quickly followed by the usual full-time whistle.There appears to be a small but definite gap between the two. And that should tell us the referee permitted the kickoff. https://t.co/5aiyVUZFo0— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) November 30, 2022 Hætt er við að það sem gerðist hjá TF1 rifji upp fyrir mörgum Íslendingum þegar íslenska karlarlandsliðið í fótbolta komst í fyrsta sinn í umspil fyrir HM, haustið 2013, en skipt var yfir í auglýsingar í beinni útsendingu RÚV í stað þess að áhorfendur gætu fylgst með fagnaðarlátum sinna manna.
HM 2022 í Katar Fótbolti Frakkland Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira