Kröfðust sex hundruð milljóna en fá ekki krónu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. nóvember 2022 15:24 Egilsstaðir Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn tveggja eignarhaldsfélaga utan um fólksflutninga á Austurlandi fá ekki krónu frá Sambandi sveitarfélagi á Austurlandi. Félögin tvö höfðu krafið sambandið um tæpar 600 milljónir króna í skaðabætur lögbanns sem sett var á akstur þeirra á milli Hafnar og Egilsstaða. Málið má rekja aftur til ársins 2012 þegar Samband sveitarfélaga á Austurlandi fékk lögbann á umræddan akstur. Lögreglan meinaði þá bílstjóra fyrirtækisins Bíla og fólks að að aka um austfirði með farþega til Hafnar í Hornafirði. Áður höfðu forsvarsmenn Bíla og fólks stofnað fyrirtæki, Sterna Travel, og þróað svokalla hringmiðakerfi sem gerði erlendum ferðamönnum kleyft að ferðast hringinn í kringum landið á sveigjanlegan hátt. Árið 2011 var hins vegar gerður samningur á milli Vegagerðarinnar og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um sér- og einkaleyfi um almenningssamgöngur á starfsvæði sambandsins. Leitaði sambandið þá eftir tilboðum í sérleið á milli Egilsstaða og Hornafjarðar. Árið 2012 var samið við annað hópbílafyrirtæki sem tók að sér aksturinn. Vildu 300 milljónir vegna ímyndarskaða og framtíðartjóns Sterna og Bílar og fólk héldu hins vegar áfram að auglýsa hringmiðana svokölluðu, sem meðal annars giltu á leiðinni á milli Egilsstaða og Hafnar. Fór það svo að sambandið fór fram á lögbann á akstur félaganna. Ári síðar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að akstur félaganna hafi hins vegar ekki bortið gegn sérleyfinu. Lögbannið ættu því ekki rét á sér. Forsvarsmenn félaganna höfðuðu því mál gegn sambandinu vegna málsins. Kröfðust þeir alls greiðslu 589 milljóna króna í skaðabætur, sundurliðað svo: Hagnaðarmissir árið 2012 - 132.600.000 krónur. Hagnaðarmissir árið 2013 - 156.400.000 krónur. Bætur fyrir ímyndarskaða og framtíðartjón - 300.000.000 krónur. Sambandið fór hins vegar fram á það að málinu yrði vísað frá, meðal annars á þeim grundvelli að skaðabótakrafan væri vanreifuð. Félögin hafi ekki sýnt fram á það tjón þeirra væri jafn mikið og haldið var fram. Höfn í HornafirðiStöð 2/Arnar Halldórsson. Í úrskurði Héraðsdóms Austurlands, sem féll á dögunum, segir að félögin tvö hafi ekki lagt fram grundvallargögn úr bókhaldi sínu, þrátt fyrir áskoranir, sem ætla megi að styðja geti við kröfu þeirra og það tjón sem þeir telji sig hafa orðið fyrir. Kröfurnar væru því vanreifaðar og því óhjákvæmilegt að vísa málinu frá. Alls þurfa félögin tvö að greiða sambandinu 1,3 milljónir í málskostnað vegna málsins. Samgöngur Dómsmál Múlaþing Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Málið má rekja aftur til ársins 2012 þegar Samband sveitarfélaga á Austurlandi fékk lögbann á umræddan akstur. Lögreglan meinaði þá bílstjóra fyrirtækisins Bíla og fólks að að aka um austfirði með farþega til Hafnar í Hornafirði. Áður höfðu forsvarsmenn Bíla og fólks stofnað fyrirtæki, Sterna Travel, og þróað svokalla hringmiðakerfi sem gerði erlendum ferðamönnum kleyft að ferðast hringinn í kringum landið á sveigjanlegan hátt. Árið 2011 var hins vegar gerður samningur á milli Vegagerðarinnar og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um sér- og einkaleyfi um almenningssamgöngur á starfsvæði sambandsins. Leitaði sambandið þá eftir tilboðum í sérleið á milli Egilsstaða og Hornafjarðar. Árið 2012 var samið við annað hópbílafyrirtæki sem tók að sér aksturinn. Vildu 300 milljónir vegna ímyndarskaða og framtíðartjóns Sterna og Bílar og fólk héldu hins vegar áfram að auglýsa hringmiðana svokölluðu, sem meðal annars giltu á leiðinni á milli Egilsstaða og Hafnar. Fór það svo að sambandið fór fram á lögbann á akstur félaganna. Ári síðar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að akstur félaganna hafi hins vegar ekki bortið gegn sérleyfinu. Lögbannið ættu því ekki rét á sér. Forsvarsmenn félaganna höfðuðu því mál gegn sambandinu vegna málsins. Kröfðust þeir alls greiðslu 589 milljóna króna í skaðabætur, sundurliðað svo: Hagnaðarmissir árið 2012 - 132.600.000 krónur. Hagnaðarmissir árið 2013 - 156.400.000 krónur. Bætur fyrir ímyndarskaða og framtíðartjón - 300.000.000 krónur. Sambandið fór hins vegar fram á það að málinu yrði vísað frá, meðal annars á þeim grundvelli að skaðabótakrafan væri vanreifuð. Félögin hafi ekki sýnt fram á það tjón þeirra væri jafn mikið og haldið var fram. Höfn í HornafirðiStöð 2/Arnar Halldórsson. Í úrskurði Héraðsdóms Austurlands, sem féll á dögunum, segir að félögin tvö hafi ekki lagt fram grundvallargögn úr bókhaldi sínu, þrátt fyrir áskoranir, sem ætla megi að styðja geti við kröfu þeirra og það tjón sem þeir telji sig hafa orðið fyrir. Kröfurnar væru því vanreifaðar og því óhjákvæmilegt að vísa málinu frá. Alls þurfa félögin tvö að greiða sambandinu 1,3 milljónir í málskostnað vegna málsins.
Samgöngur Dómsmál Múlaþing Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira