Hlutleysi veitir enga vörn Hjörtur J Guðmundsson skrifar 28. nóvember 2022 17:31 Fyrir margt löngu er ljóst orðið að hlutleysisstefnan, sem Svíþjóð og Finnland fylgdu allavega í orði kveðnu unz ríkin tvö sóttu um aðild að NATO fyrr á þessu ári, veitir alls enga vörn þegar hernaðarátök eru annars vegar. Þá einkum vegna þess að framkvæmd hennar er í raun alfarið háð því að stríðandi aðilar virði hlutleysi viðkomandi ríkja sem sagan sýnir að hefur því miður sjaldnast, ef nokkurn tímann, verið raunin. Flest ríki Evrópu lýstu yfir hlutleysi í aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinnar. Þar á meðal öll Norðurlöndin. Hlutleysi þeirra var hins vegar í flestum tilfellum haft að engu. Þannig voru Danmörk og Noregur til að mynda hernumin af Þjóðverjum, Ísland var hernumið af Bretum og Sovétríkin réðust á Finnland og síðar Eystrasaltslöndin. Þá hernámu Þjóðverjar einnig til dæmis Holland, Belgíu og Lúxemborg. Hversu hlutlaus voru hlutlausu ríkin í raun? Fyrir utan örríkin Mónakó, Andorra, San Marínó, Liechtenstein og Vatíkanið voru einu ríkin, sem tókst að halda í hlutleysi sitt á meðan á heimsstyrjöldinni stóð, Sviss, Svíþjóð, Írland, Spánn, Portúgal og Tyrkland. Í flestum tilfellum er þó deilt um það að hve miklu leyti þau hafi í raun verið hlutlaus, þá til að mynda vegna diplómatískra samskipta, viðskipta við stríðsaðilana og hernaðarlegrar aðstoðar í ýmsum tilfellum. Til að mynda má nefna að stjórnvöld í Svíþjóð heimiluðu þýzkum hersveitum að fara um sænskt land, og nota til þess lestarkerfi landsins, í tengslum við hernám Þjóðverja á Noregi og hersveit spænskra sjálfboðaliða barðist við hlið þýzkra hermanna á austurvígstöðvunum við Rússa með stuðningi stjórnvalda á Spáni. Þá var ránsfeng ófárra þýzkra nazistaforingja komið fyrir á bankareikningum í svissneskum bönkum. Mikilvægi landfræðilegrar staðsetningar Helzta vörn ríkja eins og Svíþjóðar, Sviss og Írlands var í raun landfræðileg staðsetning þeirra. Þannig voru litlar líkur á því að Þjóðverjar reyndu að hernema Írland í ljósi staðsetningar landsins vestur af Bretlandi. Hvort sem það hefði komið til álita eða ekki. Fyrst hefði í öllu falli þurft að sigra Breta sem ekki tókst. Sviss er sem kunnugt er landlukt inni í miðri Evrópu og lítill hernaðarlegur tilgangur í því að hernema landið. Hvað Svíþjóð varðar höfðu Þjóðverjar þegar nægjanlega sterka stöðu við Eystrasaltið, eftir að hafa hernumið Danmörku, Noreg og Pólland og síðar með Finna sem samherja, og því lítil þörf á því að hernema landið. Ísland var hins vegar, líkt og til að mynda Noregur, í þveröfugri stöðu þar sem hernaðarlega mikilvæg staðsetning landsins í miðju Norður-Atlantshafinu gerði það eftirsóknarvert fyrir stríðsaðilana. Styrjöldin undirstrikaði skipbrot hlutleysisins Hlutleysisstefnan beið þannig í raun algert skipbrot í síðari heimsstyrjöldinni enda undirstrikaði styrjöldin þá staðreynd að hlutleysið veitti í reynd enga vörn á ófriðartímum. Fá ríki í Evrópu héldu enda í hlutleysið eftir að styrjöldinni lauk. Fyrst og fremst þau sem hafði tekizt að halda í hlutleysi sitt á meðan á henni stóð þó deilt sé eins og áður segir um það í flestum tilfellum hvort þau hafi raunverulega verið hlutlaus. Mikilvægi staðsetningar Íslands með tilliti til varnarmála jókst enn frekar með tilkomu kalda stríðsins og hefur aftur aukizt á undanförnum árum eftir að hafa tímabundið dregizt saman eftir lok þess. Einkum vegna vaxandi spennu á milli Vesturlanda og Rússlands í kjölfar innlimunar rússneskra stjórnvalda á Krímskaga árið 2014 og síðan stríðsins í Úkraínu sem hófst með innrás þeirra í landið í lok febrúar á þessu ári. Hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja Hugmyndir um að Ísland gæti verið hlutlaust og staðið utan við ný styrjaldarátök kæmi til þeirra standast þannig enga skoðun. Einkum ef átökin næðu til okkar heimshluta. Rétt eins og raunin varð í síðari heimsstyrjöldinni geta ekki talizt nokkrar líkur á því að stríðandi aðilar myndu horfa framhjá hernaðarlega mikilvægri staðsetningu landsins. Fyrir vikið er nauðsynlegt að sjá til þess að varnir þess séu sem bezt tryggðar. Fyrir liggur að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur í reynd burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Flest önnur vestræn ríki hafa um árabil vanrækt eigin varnir og treyst þess í stað á Bandaríkjamenn og gera enn. Þannig er ljóst að varnir Íslands verða sem fyrr bezt tryggðar með aðildinni að NATO en þó einkum varnarsamningnum við Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson NATO Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir margt löngu er ljóst orðið að hlutleysisstefnan, sem Svíþjóð og Finnland fylgdu allavega í orði kveðnu unz ríkin tvö sóttu um aðild að NATO fyrr á þessu ári, veitir alls enga vörn þegar hernaðarátök eru annars vegar. Þá einkum vegna þess að framkvæmd hennar er í raun alfarið háð því að stríðandi aðilar virði hlutleysi viðkomandi ríkja sem sagan sýnir að hefur því miður sjaldnast, ef nokkurn tímann, verið raunin. Flest ríki Evrópu lýstu yfir hlutleysi í aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinnar. Þar á meðal öll Norðurlöndin. Hlutleysi þeirra var hins vegar í flestum tilfellum haft að engu. Þannig voru Danmörk og Noregur til að mynda hernumin af Þjóðverjum, Ísland var hernumið af Bretum og Sovétríkin réðust á Finnland og síðar Eystrasaltslöndin. Þá hernámu Þjóðverjar einnig til dæmis Holland, Belgíu og Lúxemborg. Hversu hlutlaus voru hlutlausu ríkin í raun? Fyrir utan örríkin Mónakó, Andorra, San Marínó, Liechtenstein og Vatíkanið voru einu ríkin, sem tókst að halda í hlutleysi sitt á meðan á heimsstyrjöldinni stóð, Sviss, Svíþjóð, Írland, Spánn, Portúgal og Tyrkland. Í flestum tilfellum er þó deilt um það að hve miklu leyti þau hafi í raun verið hlutlaus, þá til að mynda vegna diplómatískra samskipta, viðskipta við stríðsaðilana og hernaðarlegrar aðstoðar í ýmsum tilfellum. Til að mynda má nefna að stjórnvöld í Svíþjóð heimiluðu þýzkum hersveitum að fara um sænskt land, og nota til þess lestarkerfi landsins, í tengslum við hernám Þjóðverja á Noregi og hersveit spænskra sjálfboðaliða barðist við hlið þýzkra hermanna á austurvígstöðvunum við Rússa með stuðningi stjórnvalda á Spáni. Þá var ránsfeng ófárra þýzkra nazistaforingja komið fyrir á bankareikningum í svissneskum bönkum. Mikilvægi landfræðilegrar staðsetningar Helzta vörn ríkja eins og Svíþjóðar, Sviss og Írlands var í raun landfræðileg staðsetning þeirra. Þannig voru litlar líkur á því að Þjóðverjar reyndu að hernema Írland í ljósi staðsetningar landsins vestur af Bretlandi. Hvort sem það hefði komið til álita eða ekki. Fyrst hefði í öllu falli þurft að sigra Breta sem ekki tókst. Sviss er sem kunnugt er landlukt inni í miðri Evrópu og lítill hernaðarlegur tilgangur í því að hernema landið. Hvað Svíþjóð varðar höfðu Þjóðverjar þegar nægjanlega sterka stöðu við Eystrasaltið, eftir að hafa hernumið Danmörku, Noreg og Pólland og síðar með Finna sem samherja, og því lítil þörf á því að hernema landið. Ísland var hins vegar, líkt og til að mynda Noregur, í þveröfugri stöðu þar sem hernaðarlega mikilvæg staðsetning landsins í miðju Norður-Atlantshafinu gerði það eftirsóknarvert fyrir stríðsaðilana. Styrjöldin undirstrikaði skipbrot hlutleysisins Hlutleysisstefnan beið þannig í raun algert skipbrot í síðari heimsstyrjöldinni enda undirstrikaði styrjöldin þá staðreynd að hlutleysið veitti í reynd enga vörn á ófriðartímum. Fá ríki í Evrópu héldu enda í hlutleysið eftir að styrjöldinni lauk. Fyrst og fremst þau sem hafði tekizt að halda í hlutleysi sitt á meðan á henni stóð þó deilt sé eins og áður segir um það í flestum tilfellum hvort þau hafi raunverulega verið hlutlaus. Mikilvægi staðsetningar Íslands með tilliti til varnarmála jókst enn frekar með tilkomu kalda stríðsins og hefur aftur aukizt á undanförnum árum eftir að hafa tímabundið dregizt saman eftir lok þess. Einkum vegna vaxandi spennu á milli Vesturlanda og Rússlands í kjölfar innlimunar rússneskra stjórnvalda á Krímskaga árið 2014 og síðan stríðsins í Úkraínu sem hófst með innrás þeirra í landið í lok febrúar á þessu ári. Hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja Hugmyndir um að Ísland gæti verið hlutlaust og staðið utan við ný styrjaldarátök kæmi til þeirra standast þannig enga skoðun. Einkum ef átökin næðu til okkar heimshluta. Rétt eins og raunin varð í síðari heimsstyrjöldinni geta ekki talizt nokkrar líkur á því að stríðandi aðilar myndu horfa framhjá hernaðarlega mikilvægri staðsetningu landsins. Fyrir vikið er nauðsynlegt að sjá til þess að varnir þess séu sem bezt tryggðar. Fyrir liggur að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur í reynd burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Flest önnur vestræn ríki hafa um árabil vanrækt eigin varnir og treyst þess í stað á Bandaríkjamenn og gera enn. Þannig er ljóst að varnir Íslands verða sem fyrr bezt tryggðar með aðildinni að NATO en þó einkum varnarsamningnum við Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun