„Ungt fólk gert að glæpamönnum og fyrir það eitt að rækta arfa sem má reykja“ Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2022 13:33 Bubbi er furðu lostinn vegna harðs dóms sem féll yfir ungum manni sem ræktaði 15 kannabisplöntur í íbúðarhúsi á Akureyri. Hann telur okkur á algjörum villigötum í stefnu í fíkniefnamálunum. vísir/vilhelm Bubbi Morthens tónlistarmaður getur ekki leynt furðu sinni vegna dóms yfir Vigni Þór Liljusyni sem dæmdur var í 15 mánaða fangelsi vegna ræktunar 15 kannabisplantna í íbúðarhúsi á Akureyri. Bubbi tjáir sig um þetta umbúðalaust að hætti hússins á Facebook-síðu sinni þar sem fjölmargir taka undir með Bubba. Vísir greindi frá því fyrir stundu að Landsréttur hafi staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir karlmanni Vigni Þór. Þrír aðrir einstaklingar voru sakfelldir fyrir aðild sína að brotinu en þau leituðu ekki endurskoðunar héraðsdóms. „15 mánuði, ertu ekki að grínast?“ spyr Bubbi. Hann heldur áfram og segir: Ungt fólk gert að glæpamönnum og fyrir það eitt að rækta arfa sem má reykja. Þetta er þetta er galið. Við eigum að lögleiða gras og hætta þessu að dæma ungt fólk í fangelsi. Hvert landið á fætur öðru í kringum okkur er að leyfa gras. Ég er búinn að fatta að þetta er ekki virka að dæma fólk í fangelsi fyrir það eitt að velja sér sinn vímugjafa sem er ekki valdhöfum þókanlegur, segir Bubbi. Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður, en hann á það sammerkt með Bubba að hafa sagt skilið við alla vímugjafa fyrir löngu, er Bubba hjartanlega sammála. „Skömm að þessu,“ segir Pálmi. Egill Helgason sjónvarpsmaður er á sama máli og segir: „Mjög vafasamt.“ Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að þarna sé það: „Stríðið gegn fólki.“ Og þannig má áfram telja, almennt þykir fólki sem sig tjáir um dóminn hann ganga í berhögg við siðferðisvitund þjóðarinnar. Fíkniefnabrot Dómsmál Dómstólar Samfélagsmiðlar Akureyri Tengdar fréttir Þjóðverjar ætla að leyfa kannabis í afþreyingarskyni Neysla og sala kannabis í afþreyingarskyni verður gefin alveg frjáls í Þýskalandi, verði lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar samþykkt í þýska þinginu. Heilbrigðisráðherra segir úrelta löggjöf síðustu áratuga hafa beðið skipbrot og að lögleiðing efnisins muni skila milljörðum evra í ríkissjóð. 6. nóvember 2022 16:00 Alvarlegt að ráðherra rugli saman hugtökum Sérfræðingur í skaðaminnkun telur alvarlegt að ráðherrar vilji eins og því er lýst halda áfram að refsa fólki fyrir neyslu eiturlyfja. Úrræðaleysi í málaflokknum eigi ekki að standa í vegi fyrir afglæpavæðingu. 27. mars 2022 13:51 Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. 23. janúar 2022 19:09 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Bubbi tjáir sig um þetta umbúðalaust að hætti hússins á Facebook-síðu sinni þar sem fjölmargir taka undir með Bubba. Vísir greindi frá því fyrir stundu að Landsréttur hafi staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir karlmanni Vigni Þór. Þrír aðrir einstaklingar voru sakfelldir fyrir aðild sína að brotinu en þau leituðu ekki endurskoðunar héraðsdóms. „15 mánuði, ertu ekki að grínast?“ spyr Bubbi. Hann heldur áfram og segir: Ungt fólk gert að glæpamönnum og fyrir það eitt að rækta arfa sem má reykja. Þetta er þetta er galið. Við eigum að lögleiða gras og hætta þessu að dæma ungt fólk í fangelsi. Hvert landið á fætur öðru í kringum okkur er að leyfa gras. Ég er búinn að fatta að þetta er ekki virka að dæma fólk í fangelsi fyrir það eitt að velja sér sinn vímugjafa sem er ekki valdhöfum þókanlegur, segir Bubbi. Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður, en hann á það sammerkt með Bubba að hafa sagt skilið við alla vímugjafa fyrir löngu, er Bubba hjartanlega sammála. „Skömm að þessu,“ segir Pálmi. Egill Helgason sjónvarpsmaður er á sama máli og segir: „Mjög vafasamt.“ Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að þarna sé það: „Stríðið gegn fólki.“ Og þannig má áfram telja, almennt þykir fólki sem sig tjáir um dóminn hann ganga í berhögg við siðferðisvitund þjóðarinnar.
Fíkniefnabrot Dómsmál Dómstólar Samfélagsmiðlar Akureyri Tengdar fréttir Þjóðverjar ætla að leyfa kannabis í afþreyingarskyni Neysla og sala kannabis í afþreyingarskyni verður gefin alveg frjáls í Þýskalandi, verði lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar samþykkt í þýska þinginu. Heilbrigðisráðherra segir úrelta löggjöf síðustu áratuga hafa beðið skipbrot og að lögleiðing efnisins muni skila milljörðum evra í ríkissjóð. 6. nóvember 2022 16:00 Alvarlegt að ráðherra rugli saman hugtökum Sérfræðingur í skaðaminnkun telur alvarlegt að ráðherrar vilji eins og því er lýst halda áfram að refsa fólki fyrir neyslu eiturlyfja. Úrræðaleysi í málaflokknum eigi ekki að standa í vegi fyrir afglæpavæðingu. 27. mars 2022 13:51 Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. 23. janúar 2022 19:09 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Þjóðverjar ætla að leyfa kannabis í afþreyingarskyni Neysla og sala kannabis í afþreyingarskyni verður gefin alveg frjáls í Þýskalandi, verði lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar samþykkt í þýska þinginu. Heilbrigðisráðherra segir úrelta löggjöf síðustu áratuga hafa beðið skipbrot og að lögleiðing efnisins muni skila milljörðum evra í ríkissjóð. 6. nóvember 2022 16:00
Alvarlegt að ráðherra rugli saman hugtökum Sérfræðingur í skaðaminnkun telur alvarlegt að ráðherrar vilji eins og því er lýst halda áfram að refsa fólki fyrir neyslu eiturlyfja. Úrræðaleysi í málaflokknum eigi ekki að standa í vegi fyrir afglæpavæðingu. 27. mars 2022 13:51
Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. 23. janúar 2022 19:09