Lögreglan hefur fulla trú á góðri stemningu í kvöld Árni Sæberg skrifar 25. nóvember 2022 21:05 Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, telur ekki ásæðu til þess að fólk forðist miðbæinn í kvöld. Stöð 2/Steingrímur Dúi Á þriðja tug manna hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í tengslum við hnífaárásina á Bankastræti Club og eru sex enn í haldi. Átta dagar eru liðnir frá árásinni. Borið hefur á efasemdum um öryggisástandið í miðborg Reykjavíkur um helgina vegna deilna í undirheimum. Greint hefur verið frá því undanfarna daga að hótanir gangi manna á milli í undirheimum í tengslum við árásina á Bankastræti club og skilaboð hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum um fyrirhugaða árás í miðbænum í kvöld og fólk jafnvel hvatt til þess að halda sig heima um helgina. Fréttamaður okkar kíkti í miðbæinn í kvöld og ræddi við Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir erfitt að spá fyrir um það hvort nokkuð gerist í miðbænum í kvöld. „En við höfum fulla trú á því að hér verði bara góð stemning og róleg í þessu góða og fallega veðri sem nú dynur á okkur, ef svo má segja,“ segir Ásgeir Þór. Ekki talið að hætta stafi af þeim sem sleppt var í dag Í dag var 24 sleppt úr haldi lögreglu sem handteknir höfðu verið í tengslum við árásina sem framin var í síðustu viku. Ásgeir Þór telur að þeir muni hugsa sinn gang og að ekki stafi hætta af því að þeir séu nú lausir úr haldi. „Ég held að fólk, sem kemur að þessu máli, þurfi nú aðeins að endurmeta stöðuna og kannski að koma ekki með óróa eins og var hérna í síðustu viku niður í miðbæ,“ segir hann. Að lokum biður Ásgeir Þór alla þá sem leggja leið sína í miðbæinn í kvöld að haga sér vel. Þannig geti allir átt frábært kvöld. Dómsmálaráðherra færi sjálfur í bæinn í kvöld Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra kveðst ekki óttast um öryggi borgara í miðbænum um helgina. Verið sé að bregðast við ástandinu með aukinni viðveru. Ráðherrann kveðst sjálfur myndu treysta sér sjálfur til að fara í miðbæinn í kvöld þótt vissulega færi hann varlega. „Ég hef bara þau skilaboð að við skulum bara hlusta vel eftir skilaboðum frá lögreglunni. Þessum málum er tekið mjög alvarlega þar á bæ. Það er verið að sinna þeim. Öryggi borgaranna er þeim efst í huga í öllum sínum störfum og ég ber traust til þeirra og hvet fólk til að gera það hið sama,“ segir Jón. Aukið ofbeldi hafi einnig áhrif innan fangelsana Önnur afleiðing sífellt ofbeldisfyllri glæpamenningar er vangeta fangelsismálayfirvalda til að kljást við vandann innan íslenskra fangelsa. Í fréttum í gær var rætt við fangavörð sem sagði að fjármagna þyrfti málaflokkinn mun betur, enda óttuðust fangaverðir orðið um öryggi sitt. Ef marka má dómsmálaráðherra er þeirra umbóta að vænta. „Við gerum auðvitað ráð fyrir að fá umtalsverða aukningu inn í fangelsismálin eins og löggæslumálin á næsta ári núna við breytingu á fjárlögum við aðra umræðu. Það mun nýtast okkur vel í þessa þætti,“ segir hann. Þá segir Jón að mikill ákall sé eftir svokölluðum rafvarnarbúnaði meðal lögreglumanna og að slík tól hafi einnig borið á góma í tengslum við búnað fangavarða. „Ég held að það sé eðlilegt að við lítum til þess. Annar varnarbúnaður er bara nauðsynlegur við þær aðstæður sem eru að skapast,“ segir Jón að lokum. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Greint hefur verið frá því undanfarna daga að hótanir gangi manna á milli í undirheimum í tengslum við árásina á Bankastræti club og skilaboð hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum um fyrirhugaða árás í miðbænum í kvöld og fólk jafnvel hvatt til þess að halda sig heima um helgina. Fréttamaður okkar kíkti í miðbæinn í kvöld og ræddi við Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir erfitt að spá fyrir um það hvort nokkuð gerist í miðbænum í kvöld. „En við höfum fulla trú á því að hér verði bara góð stemning og róleg í þessu góða og fallega veðri sem nú dynur á okkur, ef svo má segja,“ segir Ásgeir Þór. Ekki talið að hætta stafi af þeim sem sleppt var í dag Í dag var 24 sleppt úr haldi lögreglu sem handteknir höfðu verið í tengslum við árásina sem framin var í síðustu viku. Ásgeir Þór telur að þeir muni hugsa sinn gang og að ekki stafi hætta af því að þeir séu nú lausir úr haldi. „Ég held að fólk, sem kemur að þessu máli, þurfi nú aðeins að endurmeta stöðuna og kannski að koma ekki með óróa eins og var hérna í síðustu viku niður í miðbæ,“ segir hann. Að lokum biður Ásgeir Þór alla þá sem leggja leið sína í miðbæinn í kvöld að haga sér vel. Þannig geti allir átt frábært kvöld. Dómsmálaráðherra færi sjálfur í bæinn í kvöld Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra kveðst ekki óttast um öryggi borgara í miðbænum um helgina. Verið sé að bregðast við ástandinu með aukinni viðveru. Ráðherrann kveðst sjálfur myndu treysta sér sjálfur til að fara í miðbæinn í kvöld þótt vissulega færi hann varlega. „Ég hef bara þau skilaboð að við skulum bara hlusta vel eftir skilaboðum frá lögreglunni. Þessum málum er tekið mjög alvarlega þar á bæ. Það er verið að sinna þeim. Öryggi borgaranna er þeim efst í huga í öllum sínum störfum og ég ber traust til þeirra og hvet fólk til að gera það hið sama,“ segir Jón. Aukið ofbeldi hafi einnig áhrif innan fangelsana Önnur afleiðing sífellt ofbeldisfyllri glæpamenningar er vangeta fangelsismálayfirvalda til að kljást við vandann innan íslenskra fangelsa. Í fréttum í gær var rætt við fangavörð sem sagði að fjármagna þyrfti málaflokkinn mun betur, enda óttuðust fangaverðir orðið um öryggi sitt. Ef marka má dómsmálaráðherra er þeirra umbóta að vænta. „Við gerum auðvitað ráð fyrir að fá umtalsverða aukningu inn í fangelsismálin eins og löggæslumálin á næsta ári núna við breytingu á fjárlögum við aðra umræðu. Það mun nýtast okkur vel í þessa þætti,“ segir hann. Þá segir Jón að mikill ákall sé eftir svokölluðum rafvarnarbúnaði meðal lögreglumanna og að slík tól hafi einnig borið á góma í tengslum við búnað fangavarða. „Ég held að það sé eðlilegt að við lítum til þess. Annar varnarbúnaður er bara nauðsynlegur við þær aðstæður sem eru að skapast,“ segir Jón að lokum.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira