Sjálfstæðisflokkurinn þarf að greiða fasteignagjöld í Hveragerði Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2022 11:48 Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár var samþykkt á fundi sveitarstjórnar í gær. Vísir/Vilhelm Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Hveragerðis eru undrandi á þeirri ákvörðun meirihlutans að hætta að fella niður fasteignagjöld vegna fasteigna í bænum sem eru í eigu stjórnmálaflokka. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem á fasteign í bænum. Ákveðið var að fella niður niðurfellingu á slíkum fasteignagjöldum á fundi bæjarstjórnar í gær þar sem fjárhagsáætlun næsta árs var samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn sögðu það „skrýtið nú [ætti] að fara að mismuna [félagasamtökum] eftir því hvaða skoðanir þau hafi í stjórnmálum“. Í greinargerð með nýjum reglum um framlög til stjórnmálasamtaka sem bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga í Hveragerði kemur fram að gildandi reglur um styrki til stjórnmálasamtaka hafi verið þrenns konar hjá bænum – það er beinn fjárstyrkur, kaup á auglýsingu í blöð stjórnmálasamtaka og loks niðurfelld fasteignagjöld til stjórnmálasamtaka sem eiga fasteignir. „Í nýjum reglum er niðurfelling fasteignagjalda felld út en óeðlilegt er að mismuna stjórnmálasamtökum með framlög eftir því hvort þau eiga fasteignir eða kjósa fremur að leigja húsnæði til lengri eða skemmri tíma. Með nýjum reglum lækkar heildarupphæð framlaga Hveragerðisbæjar til stjórnmálasamtaka að meðaltali um 8% frá því sem nú er,“ segir í greinargerðinni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Sjálfstæðisflokkurinn eini stjórnmálaflokkurinn í Hveragerði sem á fasteign í bænum og hefur hann því notið styrks frá bænum sem aðrir flokkar hafa ekki notið þar sem þeir hafi ekki átt fasteign. Gildandi reglur hafi þannig leitt til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafa sloppið við greiðslu rúmlega 320 þúsund króna í fasteignagjöld á þessu ári vegna niðurfellingar fasteignagjalda. Fasteign Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði stendur við Mánamörk 1 og er um að ræða samkomusal þar sem flokksmenn hittast. Segja að verið sé að mismuna Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, þeirra Öldu Pálsdóttur og Sigmars Karlssonar, vegna málsins segir að sveitarfélagið hafi verið að niðurgreiða fasteignagjöld fyrir öll önnur frjáls félagasamtök, hvort sem það séu stjórnmálafélög, íþróttafélög, leikfélög eða Rauði krossinn. „Því er skrýtið að nú eigi að fara að mismuna félögum eftir því hvaða skoðanir þau hafi í stjórnmálum. Við á D-listanum höfum í gegn um tíðina lagt okkur fram við að styðja við alls kyns félagasamtök (óháð pólitískum skoðunum) og veltum því fyrir okkur út frá þessari stefnu hvort að nýr meirihluti ætli sér ekki að gera það í framtíðinni,“ segir í bókun Öldu og Sigmars. Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknarflokksins mynduðu meirihluta í bæjarstjórn Hveragerðis eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Sjálfstæðisflokkurinn hafði þar áður stýrt bæjarmálunum í Hveragerði um margra ára skeið undir forystu Aldísar Hafsteinsdóttur. Hveragerði Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira
Ákveðið var að fella niður niðurfellingu á slíkum fasteignagjöldum á fundi bæjarstjórnar í gær þar sem fjárhagsáætlun næsta árs var samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn sögðu það „skrýtið nú [ætti] að fara að mismuna [félagasamtökum] eftir því hvaða skoðanir þau hafi í stjórnmálum“. Í greinargerð með nýjum reglum um framlög til stjórnmálasamtaka sem bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga í Hveragerði kemur fram að gildandi reglur um styrki til stjórnmálasamtaka hafi verið þrenns konar hjá bænum – það er beinn fjárstyrkur, kaup á auglýsingu í blöð stjórnmálasamtaka og loks niðurfelld fasteignagjöld til stjórnmálasamtaka sem eiga fasteignir. „Í nýjum reglum er niðurfelling fasteignagjalda felld út en óeðlilegt er að mismuna stjórnmálasamtökum með framlög eftir því hvort þau eiga fasteignir eða kjósa fremur að leigja húsnæði til lengri eða skemmri tíma. Með nýjum reglum lækkar heildarupphæð framlaga Hveragerðisbæjar til stjórnmálasamtaka að meðaltali um 8% frá því sem nú er,“ segir í greinargerðinni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Sjálfstæðisflokkurinn eini stjórnmálaflokkurinn í Hveragerði sem á fasteign í bænum og hefur hann því notið styrks frá bænum sem aðrir flokkar hafa ekki notið þar sem þeir hafi ekki átt fasteign. Gildandi reglur hafi þannig leitt til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafa sloppið við greiðslu rúmlega 320 þúsund króna í fasteignagjöld á þessu ári vegna niðurfellingar fasteignagjalda. Fasteign Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði stendur við Mánamörk 1 og er um að ræða samkomusal þar sem flokksmenn hittast. Segja að verið sé að mismuna Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, þeirra Öldu Pálsdóttur og Sigmars Karlssonar, vegna málsins segir að sveitarfélagið hafi verið að niðurgreiða fasteignagjöld fyrir öll önnur frjáls félagasamtök, hvort sem það séu stjórnmálafélög, íþróttafélög, leikfélög eða Rauði krossinn. „Því er skrýtið að nú eigi að fara að mismuna félögum eftir því hvaða skoðanir þau hafi í stjórnmálum. Við á D-listanum höfum í gegn um tíðina lagt okkur fram við að styðja við alls kyns félagasamtök (óháð pólitískum skoðunum) og veltum því fyrir okkur út frá þessari stefnu hvort að nýr meirihluti ætli sér ekki að gera það í framtíðinni,“ segir í bókun Öldu og Sigmars. Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknarflokksins mynduðu meirihluta í bæjarstjórn Hveragerðis eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Sjálfstæðisflokkurinn hafði þar áður stýrt bæjarmálunum í Hveragerði um margra ára skeið undir forystu Aldísar Hafsteinsdóttur.
Hveragerði Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira