Seðlabankinn og eina verkfærið Andri Reyr Haraldsson skrifar 24. nóvember 2022 09:00 Nú er ég ekki hagfræðingur, bara einn af þeim spekingum sem þykjast vita best. Engu að síður er ég nokkuð viss um að Seðlabankanum vantar verkfæri í verkfæratöskuna sína. Buxnalausi rafvirkinn með höfuðljósið leysir ekki vandann þó hann sjái kannski vandamálið. Hagstjórn Seðlabankans hefur einkennst af úrræðaleysi og endurtekningum, svolítið eins og að slá alltaf inn öryggi sem slær út án þess að athuga hvers vegna útsláttur átti sér stað til að byrja með. Hækkun stýrivaxta er álíka góð aðferðarfræði og að pissa í skóinn sinn þegar kalt er, afleiðingarnar eru miklu verri en skammgóði vermirinn, þetta veit hver einasti maður sem það hefur prófað. Seðlabankastjóri sjálfur virðist alltaf stressaður og sveittur þegar hann kynnir nýjustu vaxtahækkanir, og um leið boðar fleiri svona til þess að við höldum okkur örugglega á mottunni. Svolítið eins og hann sé ekki sannfærður um þessar aðgerðir en framkvæmi þær meira af skyldurækni við eitthvað fyrirbæri sem við hin skiljum ekki. Ef eina hlutverk bankans, peningastefnunefndar og alls þessa bákns er að hækka og lækka vexti ef x er x og y er y þá held ég að Excel gæti allt eins verið seðlabankastjóri. Eða er kannski einhver möguleiki að báknið Seðlabankinn sé í raun ekki að hugsa um hagsmuni okkar allra, ekki einu sinni hagkerfisins í heild sinni? Excel getur tekið tillit til allra breyta sem settar eru inn í það, hvort sem það er afkoma fólks eða fyrirtækja. Excel forgangsraðar ekki einni grein eða einum hópi fólks ofar öðrum nema það sé ætlunin. Gæti verið að Excel yrði jafnvel mannúðlegri seðlabankastjóri? Spurning hvort seðlabankastjóri ætti að prófa að pissa í skóinn sinn, það gæti hreinlega víkkað sjóndeildarhringinn og fyllt verkfæratöskuna. Höfundur er formaður Félags íslenskra rafvirkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Kjaramál Efnahagsmál Verðlag Íslenskir bankar Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er ég ekki hagfræðingur, bara einn af þeim spekingum sem þykjast vita best. Engu að síður er ég nokkuð viss um að Seðlabankanum vantar verkfæri í verkfæratöskuna sína. Buxnalausi rafvirkinn með höfuðljósið leysir ekki vandann þó hann sjái kannski vandamálið. Hagstjórn Seðlabankans hefur einkennst af úrræðaleysi og endurtekningum, svolítið eins og að slá alltaf inn öryggi sem slær út án þess að athuga hvers vegna útsláttur átti sér stað til að byrja með. Hækkun stýrivaxta er álíka góð aðferðarfræði og að pissa í skóinn sinn þegar kalt er, afleiðingarnar eru miklu verri en skammgóði vermirinn, þetta veit hver einasti maður sem það hefur prófað. Seðlabankastjóri sjálfur virðist alltaf stressaður og sveittur þegar hann kynnir nýjustu vaxtahækkanir, og um leið boðar fleiri svona til þess að við höldum okkur örugglega á mottunni. Svolítið eins og hann sé ekki sannfærður um þessar aðgerðir en framkvæmi þær meira af skyldurækni við eitthvað fyrirbæri sem við hin skiljum ekki. Ef eina hlutverk bankans, peningastefnunefndar og alls þessa bákns er að hækka og lækka vexti ef x er x og y er y þá held ég að Excel gæti allt eins verið seðlabankastjóri. Eða er kannski einhver möguleiki að báknið Seðlabankinn sé í raun ekki að hugsa um hagsmuni okkar allra, ekki einu sinni hagkerfisins í heild sinni? Excel getur tekið tillit til allra breyta sem settar eru inn í það, hvort sem það er afkoma fólks eða fyrirtækja. Excel forgangsraðar ekki einni grein eða einum hópi fólks ofar öðrum nema það sé ætlunin. Gæti verið að Excel yrði jafnvel mannúðlegri seðlabankastjóri? Spurning hvort seðlabankastjóri ætti að prófa að pissa í skóinn sinn, það gæti hreinlega víkkað sjóndeildarhringinn og fyllt verkfæratöskuna. Höfundur er formaður Félags íslenskra rafvirkja.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun