Loksins byggt fyrir fatlaða á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. nóvember 2022 15:00 Fyrsta skóflustungan af nýja þjónustukjarnanum var tekin á Selfossi föstudaginn 18. nóvember. Magnús Hlynur Hreiðarsson Því er nú fagnað á Suðurlandi að nú eigi loksins að hefja framkvæmdir við byggingu á þjónustukjarna fyrir fatlað fólk en slíkur kjarni hefur ekki verið byggður á svæðinu í 15 ár. Nýi kjarninn verður á Selfossi en þar verður heimili sex einstaklinga með sólarhringsþjónustu. Fyrsta skóflustungan var tekin af nýja íbúðakjarnanum á föstudaginn á lóðinni við Nauthaga 2 á Selfossi þar sem íbúðirnar verða byggðar og þjónustukjarninn. Tvö tilboð bárust í verkið, sem var boðið út í alútboði og var samþykkt að semja við fyrirtækið Mineral ehf. Það er Bergrisin byggðasamlag, sem er verkefni í eigu þrettán sveitarfélaga á Suðurlandi, sem stendur að verkefninu, auk Arnardrangs, sem er félag um sérstakt rekstrarfyrirkomulag , sem miðar að sjálfbærni bygginga og reksturs húsnæðis fyrir fatlað fólk. Einnig kom ráðgjöf frá ýmsum fagaðilum við undirbúning verkefnisins. Íris Ellertsdóttir er verkefnisstjóri Bergrisans og Arnardrangs. „Þetta er mjög góð framkvæmd og við erum mjög ánægð með undirbúnings vinnuna, sem hefur farið fram þannig að við erum mjög bjartsýn á framhaldið.Þetta verða sértækt húsnæði, þar að segja með sólarhringsþjónustu fyrir fatlað fólk,“ segir Íris. Mikil ánægja er með að nú eigi að fara að hefja framkvæmdir við byggingu íbúðanna og þjónustukjarnanna við Nauthaga 2 á Selfossi. Hér eru þær frá vinstri, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri, Dagmar Þorsteinsdótttir, framkvæmdastjóri Mineral og Íris Ellertsdóttir, verkefnisstjóri Bergrisans og Arnardrangs.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg og formaður stjórnar Bergrisan er mjög ánægð með að verkefnið sé að fara af stað. „Það er búið að vera að bíða eftir þessu en mér skilst að síðasta heimili hafi verið byggt 2007 á okkar svæði, þannig að þetta er bara æðislegt. Það er mikil þörf á svona heimili enda biðlistarnir langir og við þurfum í rauninni bara að fara að huga strax að næsta heimili, það er bara þannig,“ bætir Fjóla Steindóra við. Nýi byggðakjarninn verður tekin í notkun í janúar 2024 ef allt gengur eftir. Reynir Ingólfsson er hæstánægður með að nú eigi loksins að fara að byggja húsnæði fyrir fatlaða á Suðurlandi en það var síðasta gert 2007, eða fyrir 15 árum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Fyrsta skóflustungan var tekin af nýja íbúðakjarnanum á föstudaginn á lóðinni við Nauthaga 2 á Selfossi þar sem íbúðirnar verða byggðar og þjónustukjarninn. Tvö tilboð bárust í verkið, sem var boðið út í alútboði og var samþykkt að semja við fyrirtækið Mineral ehf. Það er Bergrisin byggðasamlag, sem er verkefni í eigu þrettán sveitarfélaga á Suðurlandi, sem stendur að verkefninu, auk Arnardrangs, sem er félag um sérstakt rekstrarfyrirkomulag , sem miðar að sjálfbærni bygginga og reksturs húsnæðis fyrir fatlað fólk. Einnig kom ráðgjöf frá ýmsum fagaðilum við undirbúning verkefnisins. Íris Ellertsdóttir er verkefnisstjóri Bergrisans og Arnardrangs. „Þetta er mjög góð framkvæmd og við erum mjög ánægð með undirbúnings vinnuna, sem hefur farið fram þannig að við erum mjög bjartsýn á framhaldið.Þetta verða sértækt húsnæði, þar að segja með sólarhringsþjónustu fyrir fatlað fólk,“ segir Íris. Mikil ánægja er með að nú eigi að fara að hefja framkvæmdir við byggingu íbúðanna og þjónustukjarnanna við Nauthaga 2 á Selfossi. Hér eru þær frá vinstri, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri, Dagmar Þorsteinsdótttir, framkvæmdastjóri Mineral og Íris Ellertsdóttir, verkefnisstjóri Bergrisans og Arnardrangs.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg og formaður stjórnar Bergrisan er mjög ánægð með að verkefnið sé að fara af stað. „Það er búið að vera að bíða eftir þessu en mér skilst að síðasta heimili hafi verið byggt 2007 á okkar svæði, þannig að þetta er bara æðislegt. Það er mikil þörf á svona heimili enda biðlistarnir langir og við þurfum í rauninni bara að fara að huga strax að næsta heimili, það er bara þannig,“ bætir Fjóla Steindóra við. Nýi byggðakjarninn verður tekin í notkun í janúar 2024 ef allt gengur eftir. Reynir Ingólfsson er hæstánægður með að nú eigi loksins að fara að byggja húsnæði fyrir fatlaða á Suðurlandi en það var síðasta gert 2007, eða fyrir 15 árum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira