„Ef þetta er sönn saga um sæðisfrumurnar eru alls konar áhyggjur sem fara að myndast“ Snorri Másson skrifar 19. nóvember 2022 10:45 Mannkynið gæti staðið frammi fyrir frjósemiskrísu á komandi tímum ef ekkert verður aðhafst, að því er kemur fram í grein í Guardian. Þar segir að sæði í karlmönnum verði sífellt máttlausara og að fjöldi sæðisfrumna í körlum hafi hrunið um helming á síðustu fjörutíu árum. Þróunin er að stigmagnast. Fjallað er um málið í Íslandi í dag sem sjá má hér að ofan. Þar er Kári Stefánsson læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar til viðtals um þetta og annað. Kári Stefánsson læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var til viðtals í Íslandi í dag.vísir/vilhelm Kári segir ekki einhlítt að þróunin sé eins slæm og lýst er í grein Guardian, sem unnin er á grunni tímaritsins Human Reproduction Update. „Þannig að ég held að þetta sé sú tegund af vísindarannsókn sem væri best að birta í Guardian frekar en í virtu vísindatímariti,“ segir Kári. Engu að síður segir Kári: „Þessi rannsókn er að vissu leyti athyglisverð en hún sýnir alls ekki óyggjandi fram á að það sé einhver minnkun í fjölda sæðisfrumna hjá karlmönnum. Hún bendir til að sá möguleiki sé fyrir hendi. En ef það er að fækka sæðisfrumum hjá karlmönnum í dag þá getur það átt rætur sínar í því að þessi fjöldi hafi verið meiri en venjulega fyrir 20-30 árum síðan. Við höfum ekki hugmynd um hvað þetta þýðir í sögulegu samhengi. Þess utan ber að gæta þess að þeir sem fara og láta telja úr sér sáðfrumur eru venjulega karlmenn sem eiga við erfiðleika að stríða þegar kemur að frjósemi.“ Á sama tíma er greint frá því að fæðingartíðni á meðal Íslendinga er að lækka og hefur verið að gera frá 2015 eða 2016. Kári kveðst handviss um að sú fækkun hafi ekkert með líffræði að gera, heldur val fólks. „En ef þetta er sönn saga um sæðisfrumurnar eru alls konar áhyggjur sem fara að myndast. Og alls konar spurningar sem vakna. En þeim svörum við ekki hér,“ segir Kári. Fjallað er um margt annað í þætti miðvikudags, allt frá bankasölunni til oftalningar Íslendinga, sem nýverið kom í ljós. Frjósemi Íslensk erfðagreining Vísindi Börn og uppeldi Ísland í dag Tengdar fréttir „Þetta kom mér alls ekki á óvart“ Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur segir margar skýringar á því hvers vegna mannfjöldi var oftalinn um tíu þúsund hér á landi, eins og kom í ljós í nýju manntali Hagstofunnar. Ein sú helsta séu útlendingar sem flytja aftur til síns heima. 17. nóvember 2022 08:47 Kári um íslenskuna: „Mér þykir vænt um hana en ég hef ekki áhyggjur af henni“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var til viðtals í Íslandi í dag á degi íslenskrar tungu, en enn á þessu stigi eru landsmenn staddir í því sem nú er orðið vika íslenskrar tungu. 18. nóvember 2022 09:59 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira
Fjallað er um málið í Íslandi í dag sem sjá má hér að ofan. Þar er Kári Stefánsson læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar til viðtals um þetta og annað. Kári Stefánsson læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var til viðtals í Íslandi í dag.vísir/vilhelm Kári segir ekki einhlítt að þróunin sé eins slæm og lýst er í grein Guardian, sem unnin er á grunni tímaritsins Human Reproduction Update. „Þannig að ég held að þetta sé sú tegund af vísindarannsókn sem væri best að birta í Guardian frekar en í virtu vísindatímariti,“ segir Kári. Engu að síður segir Kári: „Þessi rannsókn er að vissu leyti athyglisverð en hún sýnir alls ekki óyggjandi fram á að það sé einhver minnkun í fjölda sæðisfrumna hjá karlmönnum. Hún bendir til að sá möguleiki sé fyrir hendi. En ef það er að fækka sæðisfrumum hjá karlmönnum í dag þá getur það átt rætur sínar í því að þessi fjöldi hafi verið meiri en venjulega fyrir 20-30 árum síðan. Við höfum ekki hugmynd um hvað þetta þýðir í sögulegu samhengi. Þess utan ber að gæta þess að þeir sem fara og láta telja úr sér sáðfrumur eru venjulega karlmenn sem eiga við erfiðleika að stríða þegar kemur að frjósemi.“ Á sama tíma er greint frá því að fæðingartíðni á meðal Íslendinga er að lækka og hefur verið að gera frá 2015 eða 2016. Kári kveðst handviss um að sú fækkun hafi ekkert með líffræði að gera, heldur val fólks. „En ef þetta er sönn saga um sæðisfrumurnar eru alls konar áhyggjur sem fara að myndast. Og alls konar spurningar sem vakna. En þeim svörum við ekki hér,“ segir Kári. Fjallað er um margt annað í þætti miðvikudags, allt frá bankasölunni til oftalningar Íslendinga, sem nýverið kom í ljós.
Frjósemi Íslensk erfðagreining Vísindi Börn og uppeldi Ísland í dag Tengdar fréttir „Þetta kom mér alls ekki á óvart“ Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur segir margar skýringar á því hvers vegna mannfjöldi var oftalinn um tíu þúsund hér á landi, eins og kom í ljós í nýju manntali Hagstofunnar. Ein sú helsta séu útlendingar sem flytja aftur til síns heima. 17. nóvember 2022 08:47 Kári um íslenskuna: „Mér þykir vænt um hana en ég hef ekki áhyggjur af henni“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var til viðtals í Íslandi í dag á degi íslenskrar tungu, en enn á þessu stigi eru landsmenn staddir í því sem nú er orðið vika íslenskrar tungu. 18. nóvember 2022 09:59 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira
„Þetta kom mér alls ekki á óvart“ Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur segir margar skýringar á því hvers vegna mannfjöldi var oftalinn um tíu þúsund hér á landi, eins og kom í ljós í nýju manntali Hagstofunnar. Ein sú helsta séu útlendingar sem flytja aftur til síns heima. 17. nóvember 2022 08:47
Kári um íslenskuna: „Mér þykir vænt um hana en ég hef ekki áhyggjur af henni“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var til viðtals í Íslandi í dag á degi íslenskrar tungu, en enn á þessu stigi eru landsmenn staddir í því sem nú er orðið vika íslenskrar tungu. 18. nóvember 2022 09:59