Fjárhæð eingreiðslu til handa öryrkjum ákvörðuð í næstu viku Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. nóvember 2022 11:52 Formaður fjárlaganefndar telur að upphæð eingreiðslunnar muni hækka. Endanleg ákvörðun verður sennilega tekin í næstu viku. Vísir/Vilhelm Eingreiðsla til handa örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum í desember verður um helmingi minni en hún var í fyrra samkvæmt fjáraukalögum eða rétt tæpar 28 þúsund krónur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að þessi eingreiðsla hefði upphaflega komið til vegna COVID-19 en vegna verðbólgunnar hafi þótt skynsamlegt að leggja hana ekki alveg af. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um fjárhæðina. „Það er vert að taka það fram að þetta er auðvitað ekki jólabónus eða neitt slíkt – það er innbyggt í kerfið að örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar fá slíkar greiðslur þannig að þessi eingreiðsla hefur komið til viðbótar síðustu tvö ár vegna ástandsins. Og núna var ákveðið að hálfu ríkisstjórnarinnar að leggja til helminginn þar sem verðbólga og annað þykir hvetja til þess að þessu verði ekki alveg hætt.“ Ekki sé búið að taka endanlega ákvörðun um fjárhæðina og að mati Bjarkeyjar þurfi að gera betur. Sjá nánar: Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja En maður veltir fyrir sér, hefði þarna ekki verið gott tækifæri til að styðja við þessa viðkvæðum hópa sem verðbólgan kemur verst niður á? „Jú, jú, og það er í rauninni það sem er verið að gera þó það sé ekki af hálfu ríkisstjórnarinnar sama fjárhæð og var í fyrra þá er þetta, eins og ég segi, viðbót við hefðbundnar greiðslur og eru skatta- og skerðingarlausar, öðruvísi koma þær ekki að almennilegum notum. Þannig að það er sannarlega verið að styðja við en eins og ég segi, ég tel að við þurfum að gera betur til að minnsta kosti reyna að halda í við verðbólguna og ég held að nefndin verði bara einhuga um það,“ segir Bjarkey. Inga vill að eingreiðslan nemi 60 þúsund krónum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur þegar lagt fram breytingartillögu við frumvarp til fjáraukalaga en hún felur í sér fjárheimild fyrir 60.000 kr. eingreiðslu í desember til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Hún segir óboðlegt að skera niður eingreiðslu til öryrkja sér í lagi í ljósi þess að verðlag hafi hækkað svo um munar. „Einnig er lagt til að eingreiðsla verði veitt til þeirra 6.000 ellilífeyrisþega sem lökust hafa kjörin sem einnig verði undanþegin skerðingum, enda ljóst að margir ellilífeyrisþegar eru jafn illa settir og efnaminnstu öryrkjarnir og algjörlega óverjandi að mismuna að þessu leyti. Lagt er til að fjárhæð eingreiðslunnar hækki úr 53.100 kr. í 60.000 kr. með tilliti til verðlagsþróunar.“ Alþingi Félagsmál Tengdar fréttir Öryrkjar fengu að lokum viðbótargreiðslu og í tæka tíð fyrir jólin Tryggingastofnun hefur greitt ríflega 24.400 örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum eingreiðslu sem nemur allt að 53.100 krónum. 23. desember 2021 18:01 Alþingismenn samstíga um kjarabætur til öryrkja Fulltrúar allra flokka á Alþingi eru sammála um nauðsyn þess að frumvarp sem felur í sér fimmtíu þúsund króna eingreiðslu og hækkun skerðingamarka bóta öryrkja verði að lögum fyrir jól. Full samstaða á Alþingi er ekki algeng í málum sem þessum. 8. desember 2020 19:21 Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja Samstaða náðist í kvöld í fjárlaganefnd Alþingis um tillögu þess efnis að öryrkjum yrði greidd 53 þúsund króna aukagreiðslu til viðbótar við desemberuppbót sína. 20. desember 2021 19:48 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
„Það er vert að taka það fram að þetta er auðvitað ekki jólabónus eða neitt slíkt – það er innbyggt í kerfið að örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar fá slíkar greiðslur þannig að þessi eingreiðsla hefur komið til viðbótar síðustu tvö ár vegna ástandsins. Og núna var ákveðið að hálfu ríkisstjórnarinnar að leggja til helminginn þar sem verðbólga og annað þykir hvetja til þess að þessu verði ekki alveg hætt.“ Ekki sé búið að taka endanlega ákvörðun um fjárhæðina og að mati Bjarkeyjar þurfi að gera betur. Sjá nánar: Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja En maður veltir fyrir sér, hefði þarna ekki verið gott tækifæri til að styðja við þessa viðkvæðum hópa sem verðbólgan kemur verst niður á? „Jú, jú, og það er í rauninni það sem er verið að gera þó það sé ekki af hálfu ríkisstjórnarinnar sama fjárhæð og var í fyrra þá er þetta, eins og ég segi, viðbót við hefðbundnar greiðslur og eru skatta- og skerðingarlausar, öðruvísi koma þær ekki að almennilegum notum. Þannig að það er sannarlega verið að styðja við en eins og ég segi, ég tel að við þurfum að gera betur til að minnsta kosti reyna að halda í við verðbólguna og ég held að nefndin verði bara einhuga um það,“ segir Bjarkey. Inga vill að eingreiðslan nemi 60 þúsund krónum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur þegar lagt fram breytingartillögu við frumvarp til fjáraukalaga en hún felur í sér fjárheimild fyrir 60.000 kr. eingreiðslu í desember til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Hún segir óboðlegt að skera niður eingreiðslu til öryrkja sér í lagi í ljósi þess að verðlag hafi hækkað svo um munar. „Einnig er lagt til að eingreiðsla verði veitt til þeirra 6.000 ellilífeyrisþega sem lökust hafa kjörin sem einnig verði undanþegin skerðingum, enda ljóst að margir ellilífeyrisþegar eru jafn illa settir og efnaminnstu öryrkjarnir og algjörlega óverjandi að mismuna að þessu leyti. Lagt er til að fjárhæð eingreiðslunnar hækki úr 53.100 kr. í 60.000 kr. með tilliti til verðlagsþróunar.“
Alþingi Félagsmál Tengdar fréttir Öryrkjar fengu að lokum viðbótargreiðslu og í tæka tíð fyrir jólin Tryggingastofnun hefur greitt ríflega 24.400 örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum eingreiðslu sem nemur allt að 53.100 krónum. 23. desember 2021 18:01 Alþingismenn samstíga um kjarabætur til öryrkja Fulltrúar allra flokka á Alþingi eru sammála um nauðsyn þess að frumvarp sem felur í sér fimmtíu þúsund króna eingreiðslu og hækkun skerðingamarka bóta öryrkja verði að lögum fyrir jól. Full samstaða á Alþingi er ekki algeng í málum sem þessum. 8. desember 2020 19:21 Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja Samstaða náðist í kvöld í fjárlaganefnd Alþingis um tillögu þess efnis að öryrkjum yrði greidd 53 þúsund króna aukagreiðslu til viðbótar við desemberuppbót sína. 20. desember 2021 19:48 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Öryrkjar fengu að lokum viðbótargreiðslu og í tæka tíð fyrir jólin Tryggingastofnun hefur greitt ríflega 24.400 örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum eingreiðslu sem nemur allt að 53.100 krónum. 23. desember 2021 18:01
Alþingismenn samstíga um kjarabætur til öryrkja Fulltrúar allra flokka á Alþingi eru sammála um nauðsyn þess að frumvarp sem felur í sér fimmtíu þúsund króna eingreiðslu og hækkun skerðingamarka bóta öryrkja verði að lögum fyrir jól. Full samstaða á Alþingi er ekki algeng í málum sem þessum. 8. desember 2020 19:21
Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja Samstaða náðist í kvöld í fjárlaganefnd Alþingis um tillögu þess efnis að öryrkjum yrði greidd 53 þúsund króna aukagreiðslu til viðbótar við desemberuppbót sína. 20. desember 2021 19:48