Samlegðaráhrif af COP27 Gísli Rafn Ólafsson skrifar 17. nóvember 2022 09:30 Nú stendur yfir tuttugasta og sjöunda Loftslagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna (COP27) í Egyptalandi þar sem saman eru komnir fulltrúar nær allra ríkja heims til þess að semja um næstu skrefin í því að takast á við neyðarástandið í loftslagsmálum. Þó svo að lítill árangur hafi enn sem komið er náðst við samningaborðið, þá eru stór skref tekin í baráttunni við loftslagsneyðina af þúsundum annarra þátttakenda sem hafa komið hingað í þessa strandborg við Rauðahaf til þess að takast á við neyðarástandið, hver á sinn máta. Þingmenn víða að úr heiminum hitta kollega sína frá öðrum löndum og í gegnum samtöl þeirra á milli læra þeir hvað aðgerðir þeirra lönd hafa ráðist í að útfæra. Þannig hljóta allir innsýn í hvaða lærdóm og árangur sem hvert land dregur af sínum aðgerðum. Baráttufólk fyrir loftslagsmálum og frjáls félagasamtök mæta ekki bara til þess að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda og hagsmunagæslu olíuiðnaðarins, heldur nýta líka tækifærið til þess að kynnast hvort öðru, byggja upp sambönd, draga lærdóm af baráttuaðferðum hvors annars og byggja upp sameiginlegan styrk til þess að halda baráttunni áfram. Stór fyrirtæki mæta líka, bæði til þess að kynna plön sín um kolefnislaust hlutleysi, en nýta auðvitað líka tækifærið til þess að koma sínum sjónarmiðum og hagsmunum á framfæri við fulltrúa stjórnvalda á svæðinu. Einn mikilvægasti hópurinn sem hingað kemur, að mínu mati, eru frumkvöðlar á sviði loftslagsmála. Hér kynna þeir sínar hugmyndir og lausnir við mörgum af þeim erfiðu áskorunum sem við þurfum að leysa til þess að takast á við loftslagsneyðina, Þessar lausnir eru fjölbreyttar og tengjast loftslagsmálum á mismunandi vegu. Sumar leitast við að fanga og geyma koltvísýring, eins og t.d. CarbFix og RunningTide. Önnur horfa á nýjar leiðir til þess að framleiða orku, á meðal enn önnur eru með fókus á að breyta því hvernig við búum til, ræktum og flytjum hluti. Nýjar leiðir sem eru ekki eins mengandi og núverandi aðferðir, eins og t.d. Atmonia. Að lokum er líka verið að horfa á nýjar lausnir á því hvernig hægt sé að fjármagna baráttuna við loftslagsneyðina. Það að allt þetta lausnamiðaða fólk sé samankomið á einum stað í tvær vikur hefur samlegðaráhrif sem hafa meiri áhrif á loftslagið en hægvirkar og innihaldsrýrar stefnur og samningar sem oft verða til upp úr loftslagsráðstefnum. Samlegðaráhrif þess að aktivistar, frumkvöðlar og frjáls félagasamtök hittist leiða til þess að það verður til net fólks og samtaka sem saman ná mun meiri árangri en þau hefðu hvert í sínu lagi. Hér í Egyptalandi er saman kominn breiður hópur fólks úr öllum þessum flokkum frá Íslandi. Sumir fjölmiðlar á Íslandi hafa gagnrýnt það af hverju svo stór hópur sé að taka þátt í ráðstefnum eins og COP27. Þeir sem gagnrýna þátttökuna gleyma að taka tillit til þessara samlegðaráhrifa. Ofan á þau koma svo samlegðaráhrif þess að svo stór hópur Íslendinga kynnist hvor öðru og finni leiðir til þess að vinna saman að því að tryggja hlutverk Íslands í baráttunni við loftslagsneyðina. Gísli Rafn ÓlafssonAlþingismaður Suðvesturkjördæmis (Píratar) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir tuttugasta og sjöunda Loftslagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna (COP27) í Egyptalandi þar sem saman eru komnir fulltrúar nær allra ríkja heims til þess að semja um næstu skrefin í því að takast á við neyðarástandið í loftslagsmálum. Þó svo að lítill árangur hafi enn sem komið er náðst við samningaborðið, þá eru stór skref tekin í baráttunni við loftslagsneyðina af þúsundum annarra þátttakenda sem hafa komið hingað í þessa strandborg við Rauðahaf til þess að takast á við neyðarástandið, hver á sinn máta. Þingmenn víða að úr heiminum hitta kollega sína frá öðrum löndum og í gegnum samtöl þeirra á milli læra þeir hvað aðgerðir þeirra lönd hafa ráðist í að útfæra. Þannig hljóta allir innsýn í hvaða lærdóm og árangur sem hvert land dregur af sínum aðgerðum. Baráttufólk fyrir loftslagsmálum og frjáls félagasamtök mæta ekki bara til þess að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda og hagsmunagæslu olíuiðnaðarins, heldur nýta líka tækifærið til þess að kynnast hvort öðru, byggja upp sambönd, draga lærdóm af baráttuaðferðum hvors annars og byggja upp sameiginlegan styrk til þess að halda baráttunni áfram. Stór fyrirtæki mæta líka, bæði til þess að kynna plön sín um kolefnislaust hlutleysi, en nýta auðvitað líka tækifærið til þess að koma sínum sjónarmiðum og hagsmunum á framfæri við fulltrúa stjórnvalda á svæðinu. Einn mikilvægasti hópurinn sem hingað kemur, að mínu mati, eru frumkvöðlar á sviði loftslagsmála. Hér kynna þeir sínar hugmyndir og lausnir við mörgum af þeim erfiðu áskorunum sem við þurfum að leysa til þess að takast á við loftslagsneyðina, Þessar lausnir eru fjölbreyttar og tengjast loftslagsmálum á mismunandi vegu. Sumar leitast við að fanga og geyma koltvísýring, eins og t.d. CarbFix og RunningTide. Önnur horfa á nýjar leiðir til þess að framleiða orku, á meðal enn önnur eru með fókus á að breyta því hvernig við búum til, ræktum og flytjum hluti. Nýjar leiðir sem eru ekki eins mengandi og núverandi aðferðir, eins og t.d. Atmonia. Að lokum er líka verið að horfa á nýjar lausnir á því hvernig hægt sé að fjármagna baráttuna við loftslagsneyðina. Það að allt þetta lausnamiðaða fólk sé samankomið á einum stað í tvær vikur hefur samlegðaráhrif sem hafa meiri áhrif á loftslagið en hægvirkar og innihaldsrýrar stefnur og samningar sem oft verða til upp úr loftslagsráðstefnum. Samlegðaráhrif þess að aktivistar, frumkvöðlar og frjáls félagasamtök hittist leiða til þess að það verður til net fólks og samtaka sem saman ná mun meiri árangri en þau hefðu hvert í sínu lagi. Hér í Egyptalandi er saman kominn breiður hópur fólks úr öllum þessum flokkum frá Íslandi. Sumir fjölmiðlar á Íslandi hafa gagnrýnt það af hverju svo stór hópur sé að taka þátt í ráðstefnum eins og COP27. Þeir sem gagnrýna þátttökuna gleyma að taka tillit til þessara samlegðaráhrifa. Ofan á þau koma svo samlegðaráhrif þess að svo stór hópur Íslendinga kynnist hvor öðru og finni leiðir til þess að vinna saman að því að tryggja hlutverk Íslands í baráttunni við loftslagsneyðina. Gísli Rafn ÓlafssonAlþingismaður Suðvesturkjördæmis (Píratar)
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun