Kynnti aukin framlög Íslands til alþjóðlegra loftslagsmál Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2022 17:41 Svandís Svavarsdóttir í pontu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðana í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi í dag. Vísir/Getty Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi í dag og greindi meðal annars frá auknum fjárframlögum Íslands til alþjóðlegra loftslagsmála. Kynnti hún einnig sameiginlegt verkefni Íslands og Síle um verndun freðhvolfs jarðar. Í tilkynningu á vef stjórnarráðs Íslands kemur fram að Svandís hafi sagt frá sjálfstæðu markmiði Íslands um að draga úr losun sem er á beinni ábyrgð Íslendinga um 55 prósent fyrir árið 2030 og að íslensk stjórnvöld styddu áfram markmið um að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu miðað við upphaf iðnbyltingar. Þá sagði ráðherrann frá því að ríkisstjórnin ætlaði ekki að gefa út leyfi til olíuleitar í efnahagslögsögu Íslands. Samstarfsverkefnið við Síle um verndun frosinna landssvæða jarðar kallast „Metnaður um bráðnandi ís“. Sextán lönd eru sögð hafa staðfest þátttöku í því. Á morgun á Svandís að tala á tveimur fundum um freðhvolfið og skrifa undir yfirlýsingu með ráðherrum frá Kosta Ríka, Fídjí, Nýja-Sjálandi, Noregi og Sviss vegna samnings um loftslagsbreytingar, viðskipti og sjálfbærni. Á fimmtudag á ráðherrann að funda með svissneska umhverfisráðherranum um samstarf á sviði loftslagsmál og með formanni milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Egyptaland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Í tilkynningu á vef stjórnarráðs Íslands kemur fram að Svandís hafi sagt frá sjálfstæðu markmiði Íslands um að draga úr losun sem er á beinni ábyrgð Íslendinga um 55 prósent fyrir árið 2030 og að íslensk stjórnvöld styddu áfram markmið um að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu miðað við upphaf iðnbyltingar. Þá sagði ráðherrann frá því að ríkisstjórnin ætlaði ekki að gefa út leyfi til olíuleitar í efnahagslögsögu Íslands. Samstarfsverkefnið við Síle um verndun frosinna landssvæða jarðar kallast „Metnaður um bráðnandi ís“. Sextán lönd eru sögð hafa staðfest þátttöku í því. Á morgun á Svandís að tala á tveimur fundum um freðhvolfið og skrifa undir yfirlýsingu með ráðherrum frá Kosta Ríka, Fídjí, Nýja-Sjálandi, Noregi og Sviss vegna samnings um loftslagsbreytingar, viðskipti og sjálfbærni. Á fimmtudag á ráðherrann að funda með svissneska umhverfisráðherranum um samstarf á sviði loftslagsmál og með formanni milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál.
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Egyptaland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira