Segir tímabært að binda enda á átökin en á forsendum Úkraínumanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2022 08:03 Selenskí, sem heimsótti Kherson í gær, ítrekaði í ávarpi sínu á G20-fundinum að forsenda viðræðna væri að allt herlið Rússa hörfaði frá landinu. AP/Bernat Armangue Það er tímabært að binda enda á átökin í Úkraínu, sagði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti þegar hann ávarpaði leiðtoga G20-ríkjanna um fjarfundabúnað, á ráðstefnu leiðtoganna í Balí. „Ég er sannfærður um að komið sé að þeim tíma að það verður og er mögulegt að binda enda á tortímingarstríð Rússa. Þúsundum lífa yrði bjargað,“ sagði Selenskí en ítrekaði að allar viðræður yrðu að eiga sér stað á þeim forsendum að Úkraína héldi yfirráðum yfir landamærum sínum. Forsetinn sagði ekkert afsaka hótanir Rússa um kjarnorkustríð og þakkaði G19-ríkjunum, það er að segja G20 án Rússa, fyrir að gefa það skýrt til kynna. Þá sagði hann Rússa hafa unnið að smíðum geislamengandi sprengju í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu, sem gæti sprungið þá og þegar. Selenskí sakaði Rússa einnig um að hyggjast vopnvæða kuldann með stöðugum árásum á orkuinnviði landsins. Þessu ætti að svara með verðþaki á útflutningsvörur Rússa. Meðal leiðtoga á fundinum eru Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína. Þeir funduðu í gær, þar sem Bandaríkjamenn sögðu þá hafa verið sammála um að kjarnorkustríð mætti aldrei brjótast út. Ekkert var minnst á þetta í umfjöllun Kínverja um fundinn. Bandaríkjamenn segjast sannfærðir um að fundurinn muni fordæma stríðsátökin og þau áhrif sem þau hafa haft á efnahag ríkja um heim allan og stöðugleika almennt. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
„Ég er sannfærður um að komið sé að þeim tíma að það verður og er mögulegt að binda enda á tortímingarstríð Rússa. Þúsundum lífa yrði bjargað,“ sagði Selenskí en ítrekaði að allar viðræður yrðu að eiga sér stað á þeim forsendum að Úkraína héldi yfirráðum yfir landamærum sínum. Forsetinn sagði ekkert afsaka hótanir Rússa um kjarnorkustríð og þakkaði G19-ríkjunum, það er að segja G20 án Rússa, fyrir að gefa það skýrt til kynna. Þá sagði hann Rússa hafa unnið að smíðum geislamengandi sprengju í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu, sem gæti sprungið þá og þegar. Selenskí sakaði Rússa einnig um að hyggjast vopnvæða kuldann með stöðugum árásum á orkuinnviði landsins. Þessu ætti að svara með verðþaki á útflutningsvörur Rússa. Meðal leiðtoga á fundinum eru Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína. Þeir funduðu í gær, þar sem Bandaríkjamenn sögðu þá hafa verið sammála um að kjarnorkustríð mætti aldrei brjótast út. Ekkert var minnst á þetta í umfjöllun Kínverja um fundinn. Bandaríkjamenn segjast sannfærðir um að fundurinn muni fordæma stríðsátökin og þau áhrif sem þau hafa haft á efnahag ríkja um heim allan og stöðugleika almennt.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira